Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.2005, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.2005, Blaðsíða 22
22 LAUGARDAGUR 14. MAÍ2005 Helgarblað DV Athafnakonan Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir er komin af einni ríkustu Qölskyldu landsins sem kennd hefur verið við Hagkaupverslanirnar. Hún er í sambúð með Jóni Ásgeir Jó- hannessyni og hafa bæði viðskiptasamband og ástarsamband þeirra verið afar farsæl. Ingibjörg er menntaður innanhúss- arkítekt frá hinum virta Parsons-skóla í New York og hafa verk hennar vakið athygli um allan heim. Ekki síst hönnun hennar á 101 hóteli sem fjallað hefur verið um í alþjóðlegum hönnunartímaritum og -bókum. Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir fæddist undir merki hrútsins, 12. apríl árið 1961, inn í fjölskyldu sem í dag er talin ein sú efnaðasta á landinu. Ingi- björg er eitt fjögurra bama Pálma Jóns- sonar sem kenndur hefur verið Hag- kaup og Jóm'nu Sigríðar Gísladóttur. Böm Ingibjargar em Sigurður Pálmi, 24 ára, Júlíanna Sól, sextán ára.og Ingi- björg, tíu ára. Tvö yngstu bömin búa enn heima en elsti sonurinn Sigurður Pálmi býr ekki lengur heima. Viðskiptavitið í ættinni Árið 1959 opnaði Pálmi póstverslun sem markaði upphaf Hagkaupsveldis- ins. í versluninni fengust vörumar á betra verði en landsmenn höfðu áður þekkt svo viðbrögðin létu ekki á sér standa. Pálmi lést árið 1991, þá aðeins 67 ára að aldri, en auðævin sem hann hafði byggt upp hafa ekki rýmað með afskiptum bama hans og ljóst er að ekkja Pálma og öll fjögur böm þeirra em í hópi íslenskra milljarðamæringa. Elsti sonur Pálma, Sigurður Gísli Pálmason, hafði unnið með föður sín- um að rekstri fyrirtækisins og tók að mestu leyti við honum eftir fráfall föður síns. Árið 1992 keyptí Hagkaup helm- inginn í Bónus- verslununum auk hlutar Bónusfeðga í nokkrum 10- 11 verslun- um. Fjöl- skyldan var gagnrýnd fyrir að vera að kaupa sig ffá sam- æppninni en Sigurður Gísli Lilja Pálmadóttir Yngri systir ingibjargar er listræn ems og systir hennar en Lilja er menntaður myndlistarmaður -—---------------- staðhæfði að með sameiningunni væri verið að styrkja báðar verslanakeðj- umar sem myndi skila sér í betra'verði til almennings. Árið 1998 seldi fjöl- skyldan hins vegar rekstur Hagkaups- verslananna og hlut sinn í Bónus til Kaupþings og Fjárfestingabankans en leigði bönkunum húsnæðið. Talað var um að kaupverðið hefði hlaupið á sex til sjö milljörðum króna. Fjölskyldan stofnaði fasteignafélagið Þyípingu og lagði undir sig fjöldamargar byggingar, bæði á höfuðborgarsvæðinu og á Ak- ureyri, og á meðal annars stóran hlut í verslunarmiðstöðvunum á Eiðistorgi og í Spönginni, Hótel Esju, Loftleiðum, Holtagörðum og Ikea-verslunina. Hlutur Ingibjargar í Þyrpingu er met- inn á allavega 900 mÚljónir króna en hún á auk þess hlut í Ikea og Eignar- haldsfélögunum Þór og Hofi. Á lista yfir 10 áhrifamestu konur á landinu Ingibjörg hefur verið útnefnd af tímaritinu Frjálsri verslun sem ein af tíu áhrifamestú konum íslensks at- vinnulífs og hefur með réttu verið köll- uð „fasteignadrottning" landsins. Fyrir utan viðskiptavitíð hefur Ingibjörg ver- ið ofarlega á öUum Ustum yfir glæsUeg- usm konur landsins. Hún hefúr nef fyr- ir tísku og er ávaUt stórglæsUeg tíl fara og þykir búa yfir einstökum kynþokka. „Hún er mjög góður og sannur vin- ur og er idoUð mitt sem hönnuður," segir Simbi hárgreiðslumaður sem er einn af hennar bestu vinum. „Hún hannaði meira að segja stofuna mína og hjálpaði mér með heimUið svo hún er minn PhUip Stark samtímans," segir Simbi og bætir við að Ingibjörg hafi afar sjálfstæðan og faUegan smekk. „Útíit hennar, hár, föt og heimiU em al- farið hennar enda hefur hún afar næmt auga á sjálfa sig. Hún er náttúm- lega mjög Ustræn sem nær yfir aUt hennar líf.“ Simbi segir Ingibjörgu vera mikla fjölskyldumanneskju og að hún leggi mikið upp úr því að lífa heUbrigðu og eðUlegu fjölskyldulífi. „Það er aUtaf alveg ofboðslega gaman að vera í Hárgreiðslumeistarinn Simbi Simbiereinn besti vinur Ingibjargar til margra ára. kringum hana enda dregur hún mann aldrei niður heldur eflir því hún er mik- U1 húmoristí og það er alltaf stutt í hlát- urinn hjá henni. Hún er aUtaf með hugann við hönnun og er ávaUt að skoða og læra eitthvað nýtt. Hms vegar ræðum við aldrei um viðskiptí enda byggist vinátta okkar ekki á þeim grundveUi," segir Simbi. Lærði innanhússarkitektúr í New York Ingibjörg bjó í Bústaðahverfinu sem bam og gekk í Breiðagerðisskóla og Réttarholtsskóla og tók stúdents- próf frá Menntaskólanum við Sund. Hún lærði mnanhússarki tektúr í Par- sons- hönn- unar- skól- an- um í New York, þaðan sem hún útskrifaðist árið 1989. Hún hefur ekki síður en bræður hennar látíð tíl sín taka í við- skiptalífinu á íslandi og rak lengi vel verslunina Kosta Boda og Ip studium. Ingibjörg keyptí gamla Alþýðuhúsið á Hverfisgötunni sem hún tók í gegn og opnaði þar 101 hótel en sjálf hannaði hún útíit hótelsins sem þykir stórglæsi- legt. Að auki hefur hún hannað fjölda veitíngastaða, meðal annars Ömmu Lú, Hótel Borg, Kaffibrennsluna og Glaumbar. í fyrra kærði Félag húsgagna- og innanhússarkitekta (FHI) Ingibjörgu til lögreglu fyrir að kaUa sig innanhúss- arkitekt í leyfisleysi. Samkvæmt for- manni félagsins hafði Ingibjörg ekki sótt um leyfi tíl iðnaðarráðuneytísins tíl þess að nota starfsheitíð. Skólinn sem hún lærði fagið við væri ekki við- urkenndur af FHI þó svo að hann sé al- mennt viðurkenndur á alþjóðavísu sem einn dýrastí og bestí hönnunar- skóU í heimi, þaðan sem margir heims- fr ægir hönnuðir hafa útskrifast. MáUð kom upp eftír að Landsbank- inn kaUaði tíl hugmyndasamkeppni um miðborg Reykjavíkur þar sem Ingi- björg sat í dómarasætí ásamt öðrum. Sjálf sagðist Ingibjörg undrast með- höndlunina enda hafi hún verið í góðri trú en vUdi að öðru leytí ekki tjá sig um máUð. Lögreglan ákvað síðar Á að ákæra ekki í málinu i þannig að það féU um| sjáUt sig. Listunnandi og orkubolti Ingibjörg hefur aUtaf verið mUdU Ustunnandi og hefur sýnt íslenskri samtímaUst mestan áhuga. Hún stofii- aði meðal annars 101 gaUerí og í viðtaU sem tekið var við Ingibjörgu stuttu eft- ir opnunina sagðist hún hafa lengi gælt við hugmyndina um að opna UstgaUerí þótt hún vissi að sUk uppátæki gæfu ekki mUdð af sér í aðra höndina. MyncUistarkonan Hulda Hákon var sú fyrsta sem settí upp sýningu í gaUer- íinu. „Ég myndi segja að Ingibjörg hefði mikið vit á Ust og okkur vantar fleira fólk eins og hana enda er uppi- staða áhugamanna í íslenskri myndUst myndUstamennirrúr sjálfir. Það er því frábært að fá hana tíl Uðs við okkur," segir Hulda og bætír við að það hafi komið sér á óvart hversu vinnusöm hún er. „Ingibjörg er mikUl orkuboltí og ég hef oft velt fyrir mér af hverju hún valdi þessar dyr þegar henni standa svo margar opnar. Hún er náttúrulega menntuð úr virtum Ustaskóla í New York en það segu sig sjálft að þú þarft ekki að vera Ustfræðingur tíl að hafa vit á myndUst, við getum tíl dæmis horft tíl Péturs Arasonar sem nú rekur safii á Laugaveginum en hann byrjaði sem fatakaupmaður en í dag efast enginn um að hann , hafi vit á myndUst." Mikill miðbæjar- vinur Ingibjörg, sem situr í stjóm Baugs, var eúinig í forsvari þegar Baugur Group afhentí Lista- safiú ReykjavUcur öU verk breska TómasTómasson Fyrrverandi sambýlismaður Ingibjargar en saman endurreistu þau Hótel Borg. Ríkasta kona sands safna aðrar ko safna skó Ingibjörg Pálmadóttir Hefur verið út- nefnd aftímaritinu Frjálsri verslun sem ein aftlu áhrifamestu konum Islensks at- vinnulífs og hefurmeð réttu verið kölluð .fasteignadrottning" landsins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.