Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.2005, Síða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.2005, Síða 26
26 LAUGARDAGUR 14. MAÍ2005 Helgarblað DV Konukvöld femin.is og Rásar 2 var haldið á Hótei Borg á fimmtudagskvöldið. Soffía Steingríms- dóttir sem rekur femin.is er yfir sig ánægð með viðtökur íslenskra kvenna en hún og íris Gunnarsdóttir líta nú hýru auga til Bretlands enda stór og spennandi markaður þar í landi. Stjórnendur Femin Irisog I Soffta segja Islenskar konur greinilega kunna að meta vefínn. DV-myndir E.ÓL 1 Flott í bláu Blár litur verður greini- lega heitur I sumar. > • —* V/ Sumartískan Konurnar sem skelltu sérá Borgina fengu innsýn inn i sumartískuna. Gaman saman ÞærMargrét Guðjónsdóttir, Helga Þormóðs- dóttir og Kristín Ýr Gunnarsdóttir skemmtu sér vel á Hótel Borg. DV-myndir Valii i W'&v Skemmtu sérvel Kristrún Óskarsdóttir og Krlstln Eggertsdóttir. Gott kaffi Kaffitár bauð upp á kynningu á sumarlegum kaffidrykkjum. Fróðleiksfúsar konur Boðiö var upp á allskyns skemmtilegar kynningar. „Við erum mjög ánægðar með viðtökumar enda heimsækja okkur á milli 10 til 15 þúsund konur á viku,“ segir Soffía Steingrímsdóttir sem rekur kvennavefinn femin.is ásamt írisi Gunnarsdóttur. Vefurinn, ásamt útvarps- stöðinni Rás 2, stóð fyrir kvennakvöldi á fimmtudagskvöldið þar sem konur á öllum aldri skemmtu sér saman. Soffía segir að það sýni að konur sem skoði vefinn reglulega séu á afar ólíkum aldri. „Hingað komu konur allt ffá 18 ára upp í sjötugt og ætli það sé ekki þverskurðurinn af því fólki sem fer inn á síð- una.“ Kunnu ekkert á tölvu Vefurinn var opnaður fyrir fimm árum og greinilegt er að þörf var fyrir slfk- an vef á íslandi. „Já, konur kunna greinilega að meta það sem við erum að gera og við höfum ekki orðið varar við mikla samkeppni. Við þurfum náttúru- lega að vera á tánum og fylgjast með því sem er að gerast auk þess sem við fjöllum reglulega um það sem skiptir okkur mestu máli í lífinu, en það eru bömin, hjónabandið og heilsan," segir Soffía en auk vefsins gefa þær stöllur einnig út blaðið Femin sem dreift er með Fréttablaðinu á sex vikna fresti. Það er því nóg að gera hjá þeim enda vefurinn og blaðið full vinna fyrir fjórar manneskjur. Þegar Soffía og fris fóm að huga að vefnum fyrir fimm árum datt þeim ekki í hug hversu stórt batterí hann ætti eftir að verða. „Þetta var mjög lítið í byrjun en stækkaði ört. Við komum hvor úr sinni áttinni, ég er hjúkrun- arfræðingur og bjó áður í Los Angeles en íris var í markaðsmálunum hjá Stöð 2. Þegar við byrjuðum kunnum við ekkert á tölvur sem var stærsta hindrunin en í dag emm við orðnar ansi sjóaðar." London heillar Soffía segir margt á prjónunum hjá femin.is en sú umræða verði að bíða betri tíma. Hún viðurkennir þó að þær fris líti hým auga til Bretlands enda markaðurinn þar afar stór og spennandi. „London hefur alltaf verið á stefnu- skránni enda em breskar konur svipaðar okkur. Við emm búnar að skoða alveg rosalega mikið og kynna okkur samkeppnina og kannski við stökkvum bara í djúpu laugina. Við vitum samt ekki hvort eða hvenær af þessu verður, við höftím lengi gælt við hugmyndina og það er ómögulegt að segja hvað ger- ist. Það verður bara að koma í ljós." indiana&dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.