Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.2005, Side 39

Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.2005, Side 39
DV Helgarblað LAUGARDAGUR 14. MAÍ2005 39 Eg er elst af fjórum systrum. Yngsta systir mín er ekki nema 9 ára,“ segir Bryndís Ásmundsdóttir, leikkona og söngkona. Heimilið hefur því verið mikið kvenna- veldi en fjölskyldan bjó lengst af í Vesturbænum þar til heimilisföðurnum bauðst starf á ísafirði. Þá var fjöl- skyldan ferjuð vestur og bjó þar „Mér fannst frábært að búa á ísa- firði. Þar gat maður alltaf stokkið út að leika og frelsið var mikið," segir Bryndís. Eftir þessa dvöl á ísafirði flutti fjölskyldan aftur í bæinn og fljótlega fór Bryndís að heíja upp raust sína fyrir alvöru. Hún var í skólakór Hagaskóla og kórmeðlimir voru einhverju sinni boðaðir í áheymarpróf fyrir hlutverk í íslensku óperunni. Bryndís sló að sjálfsögðu til. „Þetta var mitt fyrsta áheymar- próf og ég man hvað ég var stressuð, aðallega eftirá. Ég hringdi meira að segja í tónlistarstjórann og ætlaði að fá að koma og syngja aftur," segir Bryndís og hlær hjartanlega þegar hún rifjar upp bernskuna. Ekki er að því að spyrja að hún hreppti hlut- verkið og söng því í fyrsta sinn opin- berlega með Islensku óperunni. Magnús Geir og Gamanleik- húsið Bryndís segir reynsluna með óperunni hafa verið skemmtilega þó að hún hafi verið ung og vitlaus þá eins og hún orðaði það, enda ekki nema 12 ára. Hún staldraði ekki við eftir þessa frumraun heldur gekk hún til liðs við Magnús Geir Þórðar- son sem nú er leikhússtjóri hjá Leik- félagi Akureyrcir en hann hafði stofii- að Gamanleikhúsið, leikhús þar sem allir meðlimir vom afar ungir að árum en Magnús var sjálfúr ekki nema 14 ára. „Magnús var ótrúlega sniðugur og klár og við settum til dæmis upp sýningu í Iðnó og fórum til útlanda á leiklistarfestival. Þetta var alveg magnaður tími og ótrúlegt hvað við gátum gert mikið þrátt fyrir að vera öll bara krakkar," segir Bryndís. Ung í Söngskólann Bryndís var stöðugt syngjandi á þessum árum og hennar draumur var að komast í Söngskóla Reykjavík- ur. Þegar hún hafði suðað í pabba sínum í langan tíma, um að fá að fara í skólann, gafst hann upp og hringdi í skólastjórann og bað um að fá að senda Bryndísi í inntökupróf. Það var samþykkt og hún komst inn þrátt fyrir að vera í raun ekki nógu gömul. „Ég var himinlifandi en eftir um það bil ár var ég orðin leið á þessu og hætti. Þetta var gaman fram að því en ég var að sjálfsögðu mjög ung og vissi í raun ekkert hvað ég vildi gera og hvort þetta væti brautin sem ég vildi feta.“ 10 fyrir félagslífið Þegar grunnskóla lauk komst ekk- ert annað að hjá Bryndfsi en að kom- ast aftur vestur til ísafjarðar. Hún tók sig því til upp á sitt einsdæmi, flutti vestur og hóf nám við Menntaskól- ann á ísafirði. „Ég var að sjálfsögðu ofvirk og fannst mikið meira spennandi að vera í hljómsveit og stunda félagslíf- ið af kappi en að læra. Námsráðgjaf- inn sagði mér einu sinni að ef það væri metið fengi ég tíu,“ segir Bryn- dís en hún var meðlimur í stórsveit MÍ þar sem hún var að sjálfsögðu söngkonan. Hún bætir glettnislega við að hróður sveitarinnar gangi ennþá fjöllunum hærra fyrir vestan. Bryndís hárgreiðslukona Bryndís hóf sambúð fyrir vestan en hélt áfram að vera í skólanum og stunda félagslífið af krafti. Hún fékk þó skyndilegan áhuga á hárgreiðslu og hóf störf á hárgreiðslustofu fyrir vestan. „Ég byrjaði að vinna á þessari hárgreiðslustofu þar sem ég fékk gíf- urlega löngun til að verða hár- greiðslukona. Ég var einstaklega góð í því að nudda hársvörð og gerði voða mikið af því. Þetta var á því tímabili sem Vanilla Ice var svaka- lega flottur gaur og strákum fannst svakalega töff að raka nafnið hans í hnakkann á sér. Ég rakaði því ófáa drengjakolla á þessum tíma,“ segir Bryndís og tekur bakföll þegar hún rifjar upp þessa tískubólu. Í3 ár. „Ég byrjaði að vinna á hárgreiðslustofu og þar var mér sagt að ef ég ætlaði að verða hárgreiðslukona þyrfti ég að sætta mig við það að þvo hausa, sópa og þvo hand- klæði næstu fjögur / • #/ arm. Nammivalkvíði Á þessum trmapunkti var Bryndís harðákveðin í því að verða hár- greiðslukona og flutti aftur til borg- arinnar gagngert til þess að fara í hárgreiðslunám. Þegar á reyndi sá hún hins vegar að hárgreiðslustarfið átti engan veginn við hana. „Ég byrjaði að vinna á hár- greiðslustofú og þar var mér sagt að ef ég ætlaði að verða hárgreiðslu- kona þyrfti ég að sætta mig við það að þvo hausa, sópa og þvo hand- klæði næstu fjögur árin. Þá fattaði ég að þetta var alls ekki það sem mig langaði að gera," segir Bryndís og heldur áffam; „Ég er nefnilega þannig að ég get tekið stórar ákvarð- anir á skömmum tíma og bakkað með þær jafiiskjótt en ef ég á að velja mér nammi í poka þá fæ ég svakaleg- an valkvíða." Tónleikaferð í USA Eftir hárgreiðsluævintýrið hóf Bryndís fyrir alvöru söngferil sinn. Hún söng á börum um alla borg auk þess sem hún vann sem gengilbeina, meðal annars á Café Romance. Eftir eina vaktina gerðist það sem átti eftir að hafa stóra hluti í för með sér. Hún var að syngja með sjálfri sér þegar píanóleikari sem hafði verið að spila um kvöldið bað hana um að koma og hlusta á píanóleik sinn en hann spil- aði Rag-time djass. „Ég heillaðist um leið af þessari tónlist, hún er svo létt og skemmtileg og textamir hafa svo mikla sögu að segja. Þegar hann sá hvað ég var heilluð bað hann mig um að koma með sér á tónleikaferð til Bandarfkj- anna, á Rag-time djass festival. Eg var ekki nema 19 ára þarna en ég ákvað samt sem áður að slá til,“ seg- ir Bryndís en með í för var meðal annars Guðmundur Steingrímsson sem hún lýsir sem besta djass- trommara landsins. Símtal frá Suðurríkjum Þessi ferð til Bandaríkjanna stóð í einn mánuð og spiluðu Bryndís og félagar hennar meðal annars í spjall- þætti sem var sjónvarpað um öll Bandaríkin. Þar söng hún Rag-time lög sem höfðu verið þýdd á íslensku en hún söng lögin á íslensku og skipti yfir í ensku. Það vakti gífurlega lukku hjá áhorfendum og Bryndís sjálf vakti mikla athygli þar sem hún var svo ung, og frá litla íslandi í þokkabót, að syngja Rag-time djass sem er deyjandi tónlistarstefna. Þeg- ar heim var komið eftir þetta ævin- týri fékk Bryndís ákaflega undarlegt sfmtal frá Bandaríkjunum. Fékk hlutverk í söngleik „Ég hélt fyrst að einhver væri að grínast með mig þegar ég heyrði í manneskju með mjög ýktan Suður- ríkjahreim hinum megin á h'nunni að spyrja eftir mér. Það kom svo á daginn að þetta var í alvörunni Suð- urríkjamaður frá Branson í Missouri að boða mig í áheyrnarpróf fyrir söngleik þama ytra. Þessi bær er þekkur fyrir öll sjóin sín og best hægt að lýsa honum sem litíu Las Vegas,“ segir Bryndís. Hún reyndi þó að koma manneskjunni sem hrfiigdi í skilning um að hún væri jú ekki nema 19 ára og alls engin fagmann- eskja, kynni varla að lesa nótur. Svo fór þó að hún flaug út, þreyttí prófið og fékk hlutverkið, þrátt fyrir að hafa gleymt að kveikja á hljóðnemanum í fyrra laginu sem hún söng. Mátti ekki vera í pilsi í Branson í Missouri dvaldi Bryn- dís í um fjóra mánuði. Upphaflega átti hún að vera í hálft ár en aðstæð- ur voru þannig að hún gerði hrein- lega uppreisn. „Leikstjórinn minn var kerlingarbeygla sem ég man ekki einu sinni hvað heitir, hún heimtaði að ég kallaði sig „mom“. Hún var ótrúlega ströng og það mátti ekkert breyta útaf vananum hvað varðaði sönginn eða búningana, þá varð allt snælduvitíaust. Einu sinni ætíaði ég út í stuttu pilsi og bol, það var mjög heitt þarna og rakt loftið. Þá varð „mom“ snargeðveik og reif nánast í hnakkadrambið á mér og sagði mér að klæða mig ekki svona eins og drusla. Þá fékk ég eiginlega nóg og fór að gera hálfgerða uppreisn," seg- fi Bryndís og bendir þó á að þessir mánuðir í Bandaríkjunum hafi kennt sér ýmislegt, meðal annars að láta ekki vaða yfir sig og sýna sjálfstæði. Sætog hamingjusöm Kserastinn henn■ ar Bryndlsar.Atli, útskrifast I vor úr leiklistardeild Ustaháskóians. Margir muna ef- laust eftir Atla sem fórákost- umsemAlli/ Atlas-auglýsing- unum. Búðabandið Þegar heim var komið fór Bryndís að syngja út um allt ásamt því að vinna á kaffihúsum og veitinga- stöðum. Um þetta leyti var Búða- bandið stofnað en í því eru hún, Frans Gunnarsson og Þórdís Clas- sen. Fyrst spiluðu þau bara á Hótel Búðum en síðasta sumar bókuðu þau sig á nokkrum stöðum í borg- inni og hafa verið að spila við ýmis tilefni síðan. Bryndís segir þau þó vera í smá pásu núna en muni áreiðanlega koma saman aftur von bráðar. Aldrei gott að vera hafnað Elma Lísa Gunnarsdóttir, vin- kona Bryndísar var á þessum tíma í Leiklistarskólanum og hafði Bryn- dís gælt við þá hugmynd í svolítinn tíma að þreyta inntökupróf. Hún lét loks slag standa en datt út í 16 manna lokahópnum. „Það var auðvitað sárt á margan hátt, það er aldrei gott að vera hafn- að en þetta var jákvætt á þann hátt að ég var þarna alveg viss um að þetta var það sem ég ætíaði að gera. Ég reyndi þess vegna aftur að ári en þegar ég var aftur komin í 16 manna lokahópinn komst ég að því að ég var ófrísk," segir Bryndís og örvæntingin sem hún fann fyrir þá endurspeglast í augum hennar við endurminninguna. Ólétt á leið í Leiklistarskói- ann „Ég fór til mömmu og sagði henni að ég ætíaði bara að hætta við þetta allt saman og myndi bara segja mig úr hópnum en mamma tók það bara ekki til greina. Hún sagði mér að ég skyldi halda áfram hvað sem það kostaði. Það gerði ég og fékk skömmu síðar bréf þar sem ég var boðin velkomin í skólann. Þarna var ég komin 3 mánuði á leið en ekkert sást á mér. Um leið og ég fékk svarið var hins vegar eins og kúlan kæmi á einni nóttu. Hann Ási minn hafði falið sig í mömmu sinni þangað til," segir Bryndís en hún fór með bréfið á fund til skólastjór- ans, tjáði honum að hún væri ófrísk og bauðst til þess að afþakka skóla- vistina. Skólastjórinn óskaði henni þá bara til hamingju og sagðist hlakka til að sjá hana um haustið. „Á ekki að fara að mæta?" Bryndís hóf nám sitt við Leiklist- arskólann um haustið 1999. Hún var í góðu líkamlegu formi á með- göngunni en segir það samt vissu- Blómastelpan Bryndls hefur reynt margt um ævina en er nú komin á braut sem hún ætlar að feta um ókomna tið. „Ég reyndi þess vegna aftur að ári en þegar ég var á ný komin í 16 manna lokahópinn komst ég að því að ég var ófrísk." lega hafa verið erfitt að hefja svona erfitt nám, komin á steypirinn. í október fæddist svo yndislegur drengur sem hún skírði Ásmund eftir föður sínum. Þegar hann var ekki nema tveggja vikna fékk hún upphringingu frá skólanum þar sem hún var spurð að því hvort hún ætíaði ekki að fara að mæta. „Ég bjóst svo sem við því að fá aðeins lengri tíma en það var ekki annað að gera en að drifa sig aftur í skólann. Ég hefði aldrei getað það nema fyrir tilstilli foreldra minna og systra og þetta gekk allt upp. Það var samt erfitt, ekki bara fyrir mig, heldur líka bekkjarsystkini mín sem þurftu alltaf að taka tillit til mín, greyið Bryndísar sem var svo við- kvæm,“ segir hún og rifjar upp samviskubitið sem hrjáði hana aJla daga og nætur. Boðið að hætta „Ég var búin með eitt ár í skólan- um þegar skólastjórinn kallaði mig á skrifstofuna til sín og bauð mér að hætta skólagöngunni hér og nú. Þetta væri nú mikið álag á mér og kannski ætti ég bara að einbeita mér alfarið að syni mínum. Ég hélt nú aldeilis ekki, ég ætíaði mér að halda þessu áfram fyrst ég var byrj- uð á annað borð. Maður getur gert það sem hugurinn girnist ef maður er bara nógu sterkur," segir Bryndís ákveðin og þessi ákveðni hefur skil- að sér margfalt í hennar tilfelli. Fannst hann töff og keypti hann Barnsfaðir Bryndísar er hálfsænskur og hefur ekki skipt sér að ráði af Ásmundi. Þau voru aldrei saman, þetta var „skot í myrkri" eins og hún orðar það. Atli Þór Al- bertsson, leiklistarnemi, er kærastí Bryndísar og hefur gengið Ásmundi í föðurstað. Þau kynntust fyrir 4 árum þegar Atli byrjaði í Leiklistar- skólanum. „Ég sá hann, fannst hann töff og keypti hann,“ segir Bryndís hlæjandi en þau hafa verið óaðskiljanleg síðan. Bryndís ljómar þegar hún talar um Atía og er greinilega bálskotin. Amman flutti til íslands Á öðru árinu sínu í Leiklistarskól- anum fékk Bryndís óvenjulegt sím- tal frá Svíþjóð. Á firiunni var amma hans Ásmundar og spurði Bryndísi hreint út hvort hún mætti flytja til íslands og taka þátt í fifi Ásmundar. Bryndís sagði henni að sjálfsögðu að drífa sig og amman, Eva, pakkaði niður og fluttí frá Svíþjóð í einni andrá án þess að vera búin að fá vinnu eða íbúð til að búa í. „Hún hefur verið mér ómetanleg hjálp síðan, fékk vinnu strax og tek- ur mikinn þátt í lífi Ásmundar. Mér finnst það alveg stórkostlegt enda finnst mér mikilvægt að hann fái að þekkja þessa hlið uppruna síns líka þó að það sé amman sem sér um það en ekki pabbinn. Það skiptir mig engu rnáli," segir Bryndís. Frábært að leikstýra Hvað framtíðina varðar er Bryn- dís ekki viss hvaða braut hún ætíar að feta. „Mér finnst ótrúlega gaman að leikstýra og hef aðeins verið að gera það. Mér finnst ótrúlega heill- andi að koma að sýningum og fá að ráða heilmiklu um það sem er að gerast á sviðinu, ekki bara leika. Svo er söngurinn mér líka mjög mikil- vægur og ég held honum auðvitað áfram," segir Bryndís að lokum. Hún kveður með einlægu brosi og í sömu andrá kemur vinkona hennar Elma Lísa til fundar við hana. Blaðamaður gengur út með hlátra- sköll þessara kátu vinkvenna að baki, sannfærður að framundan séu fjörugar samræður tveggja gull- fallegra leikkvenna sem án efa eiga glæsta framtíð fyrir höndum. katrin@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.