Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.2005, Síða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.2005, Síða 40
40 LAUGARDAGUR 14. MAÍ2005 Helgarblað DV George „Notty" Stills var geðvondur og ofbeldishneigður maður sem átti það til að ganga nærri fjölskyldu sinni. í þetta skiptið gekk hann of langt. Aldraður líkaminn endaði í Notty öskraði: „Þarna áttu heima, í ræsinu!" göturæsinu og Áttaára norn bjargað Atta ára stúlku i London var bjargað eftir að hún var sett í poka sem henda átti í ána Thames. Stúlkan hafði þurft að þola ofbeldi og pyntingar mánuð- um saman af hálfu stjúpfjölskyldu sinnar eftir að annað 8 ára barn i fjöl- skyldunni sakaði hana um að hafa beitt sig svartagaldri. Stúlkan hafði verið flutt til Englands frá Angóla árið 2002 eftir að faðir hennar lést í átök- um og óttast var um afdrif móður hennar. Saksóknari segir það með ólfkindum að nokkur fullorðin mann- eskja skuli trúa á nornafár árið 2005. Cosby kærð- urfyrlr nauðganir / Tvaer konur hafa nú komið fram fyrir skjöldu og kært leikarann og skemmtikraftinn Bill Cosby fyrir að byrla sér ólyfjan og hafa við sig mök á eftir. Cosby heldur þvi staðfastlega fram að allt sem fram fór hafi verið með fullu samþykki umræddra kvenna. önnur konan, sem er frá Kanada, segir þetta allt munu koma f Ijós og á endanum verði sannleikur- inn opinber. Hin konan, Shawn Upshaw kveðst ekki undrandi á sögu þeirrar kanadfsku, nákvæmlega það sama hafi komið fyrir sig. Shawn á barn með Cosby. - O.J. Simpson æfur O J. Simpson er æfur út í bróður sinn fyrir að eyðileggja fmynd sfna. Bróðir hans ekur rútu f San Fransisco og lenti f umferðarslysi fyrir skemmstu þar sem einn farþega hans lét Iffið. Melvin Simpson, bróðir íþróttahetjunnar, þakkar sinum sæla fyrir að vera á lífi. •r Það er alkunna að OJ. Simpson var kærður fyrir að myrða konu sína og vin hennar og náðist sfðan eftir krapp- an eltingarleik við lögreglu en var á endanum sýknaður f réttarhöldum. Hinn þrítugi George „Notty" Stills var hrokafuliur og geðvondur maður. Hann hafði hlotið gælunafh- ið „Notty" af því að hann talaði sí- fellt um Nottingham, en þaðan kom fjölskylda hans. Ef það nokkru sinni brást að sjötug móðir hans hefði mat á borðum þegar Notty þóknað- ist, lamdi hann hana. Eldri bróðirinn John varði móður þeirra af fremsta megni, en Notty var harður í horn að taka. Móðir þeirra, Rachel Stills, var vinnusöm kona en áfengissjúk. Á efri árum eyddi htin tíma sínum að mestu leyti í óminnisvímu. Þetta ástand hennar hleypti ávallt illu blóði í Notty. Rifrildi og slagsmál voru daglegt brauð á heimili Stills-íjölskyldunnar á Bridgendvegi í Pontycymmer í Wales. Lögregluútköll að húsinu voru tíð og nágrannar voru orðnir því vanir að þurfa að ganga á milli bræðranna í slagsmálum. Notty átti Sakamál það jafnframt til að ganga nærri veik- burða 64 ára gömlum föður sínum. Dagurinn byrjar á erjum Þriðjudaginn 10. september árið 1907 kom Monty fram, fullklæddur til vinnu, en hann vann sem hand- langari í kolanámu. Þegar hann kom niður í stofuna sá hann hvar móðir hans sat sofandi í stól og gerði strax ráð fyrir að hún væri drukkin. Hann tók að öskra á hana. Hún rumskaði við ruskið og bað hann að láta sig vera en hann brást hinn versti við og sló til hennar hvað eftir annað. Þeg- ar höggin breyttust í hnefahögg hrópaði húsfreyja á John son sinn að koma sér til hjálpar. John tókst að draga yngri bróður sinn frá móður þeirra, en þeir héldu áfram í þindar- lausum áflogum. Faðir þeirra reyndi að ganga á milli en fékk bylmings- högg í höfuðið og lá eftir það rotað- ur í tíu mínútur. Fjölskyldan róaðist við að reyna að vekja karlinn. Þau gáfu honum te, hann raknaði úr rot- inu og friður var kominn á um ell- efuleytið. Feðgamir þrír lögðu leið sína út á Ffaldau-kránna í næsta ná- grenni að slökkva þorstann. Um há- degisbil kvaddi John bróður sinn og föður og hélt heim á leið. Heima hafði móðir hans einnig setið við drykkju og var aftur rænulaus í stólnum. John gekk til hvílu. Þegar klukkuna vantaði korter í tólf yfirgaf Notty föður sinn á kránni og fór heim. Hann sá að ekki hafði verið lagt á borð og engin matarlykt varð til að gleðja hann. Örlagaríkar barsmíðar Þegar Notty fann móður sfna þar sem hún svaf vært í stofunni sló hann hana utanundir, en í þetta skiptið varði hún sjálfa sig. Hún tók sér kjöthníf í hönd og kastaði hon- um í son sinn sem stóð kyrr andar- tak, orðlaus af undrun. Hnífurinn hæfði hann í nefið svo úr varð svöðusár. Við þetta brjálaðist Notty algerlega og lét höggin dynja á móð- ur sinni þangað til hún lá í gólfinu, ófær um að bera hönd yfir höfuð sér. Ekki lét hann þar við sitja heldur hélt áfram og sparkaði endurtekið í kvið hennar og fætur. Hún reyndi að velta sér til þess að snúa baki í son sinn sem gekk berserksgang, en hann lét spörkin dynja í nýrnastað. Maggie Leyshon, sem var 12 ára, gekk framhjá húsinu á leið í skóla og varð vitni að ósköpunum. Hún kall- aði á systur sína: „Sjáðu bara! Þarna er maður að drepa konu!" Tveir full- orðnir nágrannar heyrðu köll henn- ar og flýttu sér að húsi Stills-ijöl- skyldunnar. Þegar inn fýrir var komið sáu þeir hvar frú Stills lá í hnipri í homi stofunnar og blóð lak niður andlit hennar. „Þú ættir ekki að berja mömmu þína svona!" sagði annar nágranninn við Notty sem var fjólublár í ffaman. „Það endar með því að þú drepur hana," sagði hinn nágranninn. „Þú ættir að skamast þín!" Notty var í engu ástandi til að skammast sín. Hann var frá sér af bræði. „Komið ykkur út, annars fáið þið sömu meðferð!" skrækti hann á nágranna sína. Nágrannamir flúðu og Notty skellti hurðinni á eftir þeim. Inni í húsinu lá gamla konan hreyf- ingarlaus, enn á Kfi, en of seint var nú að bjarga henni. Notty barði hana áfram, reiður yfir að hún skyldi ekki veita mótspyrnu. Hún var ófær um að standa í fætuma þannig að hann henti henni í gólfið og sparkaði í kjálkann með stálstyrktu vinnustíg- vélinu. Kjálkinn brotnaði og höfuðið skall í vegginn. Hann hélt áffam að sparka þangað til hann verkjaði í fót- inn, lyfti henni svo upp, gekk með hana út á stétt og fleyði henni niður. Aldraður líkaminn endaði í göturæs- inu og Notty öskraði: „Þarna áttu heima, í ræsinu!" Hann fór aftur inn og skellti á eftir sér. Þið eruð að leita að mér Nágrannarnir reyndu að hjálpa hinni deyjandi konu en án árangurs. Blóð rann úr öllum vitum og safnað- ist í poll í ræsinu. Lögreglan kom og í þann mund vaknaði eldri bróðir- inn og kom hlaupandi niður í dyra- gætt. Þegar Notty varð þess áskynja að laganna verðir vom mættir, gekk hann rólega til þeirra og sagði mildri röddu: „Þið emð að leita að mér. Þetta er mér að kenna." Réttarmorð? Krufning leiddi í ljós margvís- lega áverka. Kjálkinn var brotinn og ummerki vom um miklar blæðing- ar í höfði. Vinstri kinn var orðin að mauki. Allur líkaminn var marinn og innvortis meiðsl vom töluverð. Bólgin og skorpin lifur var talin vera vegna ofdrykkju. Allir aðrir áverkar virtust vera af völdum barsmíð- anna. í réttarhöldunum hélt Notty Stills undantekningarlaust fram sakleysi sínu og þegar dauðadómur var kveðinn upp sagði hann að nú yrði framið réttarmorð og bað þess að guðs reiði myndi dynja á þeim sem vitnuðu gegn honum. Notty Stills var hengdur föstudaginn 13. desember 1907. K. Barnamorðinginn Scott Peterson er óvinsæll meðal samfanga sinna Vilja barnamorðingja feigan Barnamoröingi Scott Peterson þykir myndarlegurog fær hundruð ástarbréfa / fangelsið. „Hann er bama- og kvennamorðingi og það fell- ur ekki í góðan jarðveg meðal annarra fanga," er haft eftir Art Walters, fýrrverandi samfanga Scotts Peterson í San Quentin-fangelsinu í Kalifomíu. Lík- legt þykir að ráðist verði á Scott þegar hann er flutt- ur úr klefa sfnum til sturtuldefa, sjúkradeildar eða bókasafns. Á þessum leiðum þarf að fara með hann framhjá öðrum föngum sem starfa við ýmis hús- verk. Sú öryggisregia er við lýði að þegar fangar em íluttir með þessum hætti þurfa þeir sem sinna hús- verkunum að snúa baki við fanganum og mynda greiða leið eftir ganginum. Það þykir þó ekki ömggt að þessi aðferð geti komið í veg fýrir að ráðist verði á Scott. Scott hefur verið undir eftirliti lækna og geð- lækna um nokkum tíma. Niðurstöður læknanna leiddu til þess að hann var fluttur um set í austur- hluta byggingarinnar, þar sem þeir em geymdir sem bíða fullnustu dauðarefsingar. Að sögn Teriys Thomton, fulltrúa fangelsismálayfirvalda í Kalifom- íu, þykír vfst að sumum fongum þætti það fjöður í hattinn að ná að myrða eða ráðast á Scott. Sumir þessara óvildarmanna Scotts tilheyra gengjum inn- an fangelsismúranna, s.s. nasistaflokkttm og öðrum hópum óbótamanna. I

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.