Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.2005, Side 46

Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.2005, Side 46
46 LAUGARDAGUR 14. MAÍ2005 Sport DV Stríð Chelsea og Man.Utd um hinn 18 ára gamla Nígeríumann, John Obi Mikel, náði nýjum hæðum í gær þegar leikmaðurinn sjálfur lýsti þvi yfir að hann hefði verið þvingaður til að skrifa undir hjá Man.Utd. Forráðamenn Chelsea hafa ekki gefist upp á að klófesta Mikel, sem Jose Mourinho líkir við gull. Eg vbp neyddur til aö skrila undir hiii Man.Utd Á meðan ensku risafélögin slást um Mikels sítur fjölskylda hans óróleg í heimabæ sínum Jos í. Ní- geríu. Mamma hans og pabbi, þrjár systur og fjórir bræður eru ekki í vafa um hvar Mikel sé best niðurkominn - það er hjá Chelsea. Norska blaðið Aftonposten náði tali af föður Mikels í gær, Michael Obi, og hafði hann miklar áhyggjur af syni sfnum. „Það er skelfilegt að svona mikil pressa skuli vera lögð á 18 ára strák. Hann vill spila fyrir Chelsea. Hann hefur æft með þeim og fékk samningstilboð frá þeim. Það var einnig með milligöngu þeirra að hann fór til Noregs," segir Michael sem sver fyrir það að hafa veriö með syni sfnum þegar hann stóð f samningagerð við Chelsea á síð- asta ári. „Ég man ekki nákvæmlega dag- setninguna en staðreyndin er sú að Lyn fékk hann í raun aðeins lánað- an frá Chelsea. Haim sjálfur vill fara til Chelsea og við í fjölskyld- unni viljum það líka. Þetta vita for- ráðamenn Lyn en þeir hunsa al- gjörlega óskir hans,“ segir Michael Obi en Mikel flutti ffá fjölskyldu sinni þegar hann var 16 ára til að spila fótbolta. í dag sér Mikel næstum fyrir sínum nánustu og mánaðarlega sendir hann stærstan ltluta launa sinna til föður síns. Henning Berg segir hann vera betri en Steven Gerrard, Jose Mo- urinho telur hann vera einn besta unga leikmann knattspyrnu- sögunnar, Alex Ferguson ætlaði að halda veislu til að fagna því að hafa tryggt sér þjónustu hans og nú er hann sjálfur í felum á hótelherbergi í London og bíður þess að forráðamenn Chel- sea og Man.Utd leysi þá deilu sem hefur skapast um hvort liðið sé búið að klófesta hann. John Obi Mikel heitir hann, miðjumaður hjá Lyn í Noregi og eftirsóttasti ungi leik- maður heims um þessar mundir. „Ég var undir mikilli pressu að skrifa undir hjá Man.Utd. Mér var neitað um ráðgjöf frá um- boðsmanni mínum og fólkinu sem ég treysti. Ég gerði eitthvað sem ég vildi ekki gera með því að skrifa undir þennan samn- ing. Ég gat ekki höndlað pressuna frá Morgan (Anderson, stjórnar- fofmaður Lyn) og fulltrúanum frá Man.Utd og þeir nýttu sér það,“ segir Mikel. Ástandið sem hefur skapast í kringum kaup Man.Utd á Mikel er lyginni líkast. Alex Ferguson, stjóri liðsins, hafði áætlað að fljúga til Osló til að tala við strákinn í fyrradag en þær áætlanir fóru út um þúfur eftir að það fréttist af Mikel á Heathrow- flugvellinum í London í fylgd tveggja umboðsmanna á vegum Chelsea. Forráðamenn Man.Utd óttast það versta og hafa beðið stjórnar- „Mér var neitað um ráð- gjöffrá umboðsmanni mínum menn ensku úrvalsdeildarinnar að grípa í taumana áður en Chelsea rænir leikmanninum af þeim. „Við höfum beðið sent beiðni til enska knattspyrnusambandsins um að þeir rannsaki málið eins fljótt og unnt er.“ David Gill, stjómarformaður Man.Utd, sagði í viðtali við sjón- varpsstöð liðsins í gær að það væri alveg klárt að þeir ættu réttinn á Mikel. „Við sömdum við Lyn og fylgd- um þar öllum reglum. Mikel er orðinn 18 ára og þar með full- gildur atvinnumaður. En til að hann geti spil- að í úrvalsdeild- inni þarf hann atvinnuleyfi. í gegnum þetta ferli höfum við farið. Við eigum réttinn á leik- mannin- um. Hann skrifaði undir hjá okkur,“ segir Gill. Á sama tíma gefa forráðamenn Chelsea ekkert eftir - víst er talið að þeir eigi eitt- hvað tromp á hendi til að ógilda samn- ingin en hvert það er mun líklega ekki koma í ljós fyrr en um helgina. vignir@dv.is „Njósnararokkarfundu 17 ára strák sem æfði með okkur um tíma. Hann virðist vera þroskaður leikmaður með mikla reynslu miðað við aldur. Hann er frá Nígeríu, spilar í Noregi... við höfum fundið gull." Jose Mourinho, stjóri Chelsea. „Ég hefaðeins séð hann á æfingum en það er nóg til að sjá hversu góður hann geturorðið. Hann hefur alltað beratilaðgeta orðið næsta stórstjarnan í fótboltanum.Ég hefaldrei séð 17 árstrák framkvæma hluti sem hanngerir. Hann erfullkomnari leikmaður en til dæmis Michael Owen, sem ég sá á þessum aldri hjá Liverpool." Oyvind Leonhardsen, fyrrverandi leikmaður norska landsliðsins, Liverpool og fleiri liða. „Mikelerótrúlegur leikmaöurogsá efnilegasti sem ég hef séð á þessum aldri. Hann er betri en bæði Michael Owen og Steven Gerrard voru á þessum aldri og á örugglega eftir að afreka stórkostlega hluti í framtiðinni." Henning Berg, þjálfari / Noregi og fyrrverandi leikmaður Man.Utd. „Það var ekki aðeins vegna 184sentímetranna sem John Obi Mikel bar höfuð og herðaryfir aðra leikmenn. Algjör leiðtogi inni á velli og sá leikmaður sem andstæðingarnir lögðu höfuð- áherslu á að stöðva í hverjum leik, var Mikel klassa betri en allir á vellinum og gegn Ástralíu kórónaði hann stórleiksinn með jöfnunarmarki á slðustu mínútunni." Frá heimasíðu FIFA um HM 17-ára landsliöa þar sem Mikel brilleraði með Nfgeríu. m í^yrstu umferðir Landsbankadeildar karla og kvenna í knattspyrnu á mánudaginn íslenski fótboltinn á fullt skrið eftir helgina íslandsmótið í knattspymu hefst á mánudaginn þegar keppni í efstu deildunum hefst. Fjórir leikir fara þá ffam í Landsbankadeild karla á mánudag og einn á þriðjudag. í Landsbankadeild kvenna fer einn leikur fram á mánudag og þrír á þriðjudag. Bæði 1. deild og 2. deild karla hefjast á mánudaginn með heilli umferð og fyrsta umferð VISA- bikars karla hefst á þriðjudag með tvéimur leikjum. Fyrstu þrír leikir Landsbanka- bilinu en þeir hafa heldur aldrei fall- deildar karla fara fram á mánudag- ið. Á sama tíma koma Eyjamenn í inn klukkan fimm. heimsókn til Framara í Laugardal- Nýliðar Valsmanna taka inn og Skagamenn taka á móti þá á móti Grindvíkingum /l jgtr ' Þrótturum. ÍBV hefur gengið en þessum liðum hefúr Ir JFj æ vel í Laugardalnum síðustu verið spáð ólíku gengi. k. Æ, ár en slæm byrjun á mótinu Valsmenn hafa byrjað vel hefúr oft orðið Skagamönn- síðustu tvö árin sín f efstu 11111 a& falli en þeir hafa að deild en það hefur þó ekki Sama skapi ekki tapað fyrir dugað til og eins hafa Grindvfkingar Þrótturum í efstu deild síðan 1984. aldrei unnið fyrsta leik sinn á tíma- Kvöldleikurinn er síðan milli Keflavíkur og íslandsmeistara FH í beinni útsendingu á Sýn en Sýn er einnig með beint frá leik Fylkis og KR klukkan 20.00 daginn eftir. FH-ingar hafa leikið 16 deildar- leiki í röð án þess að tapa og unnu fimm síðustu útileiki sína í fyrra. KR- ingar hafa hins vegar ekki unnið í Ár- bænum síðan 1996, eða í níu ár, og unnu aðeins tvo af síðustu 11 deild- arleikjum sínum í fyrrasumar, gegn falliðum Víkings og KA. ooj@dv.is Einum sigri frá titlinum Barcelona getur tryggt sér spænska meistaratitilinn f fót- bolta um helgina þrátt fyrir að enn verði tvær umferðir eftir af deiidarkeppninni. Börsungar fara á morgun í heimsókn tii falibaráttuliðsins Levante á meðan Real Madrid tekur á móti Sevilla sem er í þriðja sæti * 1 deildarinnar eftir /' ’ Barceiona og ReaJ Ma- /jp drid. Barcelona verður / spænskur meistari í ( 17. sinn nái liðið jafn- mörgum eða fleiri stigum en -j' RealMadridút * ■ úr jiessarri umferð og það yrði þá fyrsti bikarinn sem kemur á Ný- vang í heil sex ár. Börsungar spila sinn leik á eftir viðureign Seviíla og ReaJ Madrid og gætu jafnvel verið orðnir spænskir meistarar þegar þeir ganga út á völlinn tapi Real fyrir sterku liði Sevilla. „Við erum ekkert að missa okkur yfir æsingnum í félaginu. Við þurfum vissulega bara einn sigur tíl við- bótar en þessi leikur er mjög mik- ilvægur fyrir Levante líka," sagði Carles Puyol, fyrir- liði Barcelona í 47 gær. Félagi hans og stjörnuleikmaður, Brasilíumaðurinn Ron- aldinho, er heldur ekkert s of æstur. „Við erum ekki orðnir meistarar enn. Við ræðum ekki fagnaðarlætín eða sigurpartíin f búningsklef- anum heldur einbeitum við okkur að því hvernig við ætlum að spila leikinn gegn Levante," sagði Ronaldinho. Róbert spilar til úrslita Róbert Gunnarsson og félagar hans í liði Árósa í dönsku úrvals- deildinni spila á morgun fyrsta úrslitaleikinn við Kolding um danska meistaratítilinn í hand- bolta. Liðin hafa mæst tvívegis í vetur, heimaleik Aarhus lyktaði með jafntefli, 37-37, en útileikn- um lauk með öruggum sigri Kold- ing. 41-36. Róbert er ennfremur einn fimm leikmanna sem til- nefndir eru í kjöri handknattleiks- manns ársins í Danmörku en hann varð langmarkahæstí leik- maður deildarkeppninnar með 241 mark í 26 leikjum eða 9,3 mörk að meðaltali í leik. Það era leikmenn í dönsku deildakeppn- inni og atvinnumenn með eriend- um liðum sem kjósa handknatt- leiksmann ársins, og verður kjör- inu lýst á sunnudag. Brynjar fékk boð frá NBA Brynjar Þór Bjömsson, ung- lingalandsliðsmaður úr KR, hefur fengið boð frá NBA og FIBA um að taka þátt í æfingabúðunum Basketball Withouí Borders á ítal- íu í sumar. Brynjar er fyrsti ís- lenski körfuknattleiksmaðurinn sem er boðið í þessar búðir en hann átti mjög góða leiki með ís- lenska unglinga- landsliðinu á Norðu- landamótínu í Sví- \ ,|v> þjóð og var valinn , besti ungi leik- maður Intersport- deildarinnar f vetur. Búðirnar hafa verið starfræktar frá árinu 2001 en eingöngu eru efnilegusm leikmönn- um Evrópu boðið í í þær, en hliðstæðar * búðir era einnig í öðrum heims- álfúm, t.d. í Kína, S-Afríku og Argentínu. Auk NBA og FIBA kem- ur UNICEF eða Barnahjálp Sam- einuðu sjóðanna að búðunum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.