Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.2005, Qupperneq 16

Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.2005, Qupperneq 16
76 ÞRIÐJUDAGUR 24. MAÍ2005 Fjölskyldan DV Valgeröur Halldórsdóttir, félagsráðgjafi og rltstjóri heimasföunnar stjuptengsl.is. Hún svarar spurningum lesenda f gegnum netfangiö samband@dv.is. Nokkur atriði sem gætu komið áóvartámeðgöngunni Hreiðurgerð Margar ófrískar konur finna mikla þörfhjá sér fyrir að undirbúa heimiliö fyrir komu nýja barnsins með því aö þrífa og skreyta og taka jafnvel geymsluna I gegn. Einbeitingarskortur Þrátt fyrir að vera hressar og án morgunógleði geta konur fundið fyrir einbeit- ingarskorti og gleymsku. Skapsveiflur Fyrirtíðaspenna og með- ganga eru um margt llkar og er oft stutt á milli hláturs og gráturs. Brjóstastærð Eitt affyrstu merkjum þess að kona sé ófrísk er stækkun á brjóstum. Brjóstkassinn stækkar einnig svo það er oft erfitt að fylgj- ast með brjóstahaldara- stærðinni. Húðin Bólur eru ekki óalgengar á meðgöngu og algengt er að fæðingarblettir, freknur og geirvörtur verði dekkri á lit. Algengurmis- skilningur um unglingabólur 1. Brúnka lagar bólur Sólbrúnka get- ur hulið bólur tímabundið en lagar engan vanda,auk þess sem sólarböð geta valdið þurrki. 2. Skyndibitamatur og súkkulaði geta orsakað bóiur. Rannsóknir sýna að það er ekki sarnband á milli mataræðis og unglingabóla. 3. Andlitsþvottur í tíma og ótíma hjálpartil við að fækka bólum. Best er að þvo sér tvisvar á dag með mildri sápu og varlega. Ékki skrúbba! 4. Best er að kreista þær í burtu. Þær minnka tímabundið en með þessu get- urðu ýtt bakterlunni lengra inn í húð- ina og viðhaldið bólunum. 5. Ef þú vilt fá góða húð máttu ekki raka þig eða nota snyrtivörur. Við rakstur er gott að fara varlega f kring- um bólusýkt svæði. Snyrtivörur skal velja af kostgæfni og forðast helst þær vörur sem eru„náttúrulegar", þær geta stíflað húðina. Kvef eða flensa? A. Flensa Barnið veikist skyndilega.Hit- inn er hár. Barnið þreytist fljótt. Hóstinn er þurr. Hálsinn er sár. Höfuðverkur fylgir. Matarlyst er lítil. Vöðvar eru sárir og barnið fær kuldahroll. B. Kvef Barnið veikist hægt. Enginn eða Iftill hiti. Engin þreyta. Hóstinn mikill. Eng- inn höfuðverkur. Matarlyst ágæt. Vöðvar í lagi og enginn hrollur. Efflest einkenni lasleika barnsins eru í A- flokki er það Ifklega meö flensu en efein- kennin Ifkjast þeim sem eru f B-flokki, þá er það kvef. Taktu samt enga sénsa og láttu athuga barniö efþú hefur áhyggjur. Nokkrar gerðir eineltis Neteinelti er tiltölulega nýtt fyrirbæri. Það fer fram f gegnum netið, á spjallrás- um, I sms og myndavélasímum, hvenær sem er sólarhrings. Andlegt einelti er mun lúmskara þar sem einstakiingurinn er hunsaður og skil- inn útundan og sagðar um hann kjaftasögur. Líkamlegt einelti felurmeðal annarsf sér gróf fúkyröi, spörk, bit, högg, hártog eða hótanir um líkamlegtofbeldi, Elnelti vegna kynþáttar felur ísér fordómafullar staðhæfingar um við- komandi og brandara um menningu hans og hefðir. Kynferðislegt einelti er hægt að skil- greina sem llkamlega snertingu sem við- komandi kærir sig ekki um og athuga- semdir með óviöeigandi og/eða kynferð- islegu ívafi. Einelti með orðum sem særa, uppnefn- ingar, viðstöðulaus hæðni í garð viðkom- andi og brandarar á hans kostnaö. Komdusæl, Vaigerour: Ég á sextán ára gamla dóttur sem hefur verið í sam- bandi við 17 ára strák sl. tvo mánuði. Hann er far- inn að gista meira og minna heima hjá okkur allar nætur og er maðurinn minn mjog ósáttur við það. Ég er ekki alveg sam- mála honum þar sem mér finnst dóttir okkar vera mun rólegri nú en áðúr og ekki veitti af. Svo veit ég að strákurinn hefur átt erfitt heima fyrir og mér finnst erfitt að vera leiðinleg við hann. Hvað á ég að gera? Með kveðju, móðir. Komdu sæl, móðir! Kærasti dóttur þinnar unir sér greinilega vel á heimili ykkar. Auð- vitað er það ánægjulegt að gestum líði vel en þegar það bitnar á heimil- ismönnum og samskiptum þeirra er ástæða til að staldra við. Ég tala nú ekki um þegar gesturinn virðist hafa tekið ákvörðun um að setjast að án þess að hafa rætt það við húsráð- endur! Þú virðist vera þakklát kærastan- um að vissu leyti þar sem nærvera hans hefur „leyst" einhver aga- vandamál sem snúa að dóttur þinni. Það er óþarfi að gera lítið úr því. For- eldrar lýsa stundum ánægju sinni með nýjan kærasta/kærustu ung- lingsins á heimilinu með því að hann hafi orðið rólegri og minna „úti á lífinu" en áður. En manninum þínum finnst nóg um. Og mér sýnist þú hafa skilning á afstöðu hans, þó svo að hann geri minna úr kostun- um en þú. Nærvera getur verið of mikil Ekki er líklegt að þú leysir ein- hvern hugsanlegan samskiptavanda milli ykkar foreldranna og dóttur ykkar með því að láta gott heita að kærastinn dvelji á heimili ykkar meira en góðu hófi gegnir. Það bæt- ir ekki úr aðstæðum kærastans heima fyrir heldur. Á sKkum vanda- málum verður að taka með beinum hætti en ekki afskiptaleysi. Hvað dóttur þinni finnst um svo mikla nærveru kærastans kemur ekki fram. Kannski er hún alsæl - en það má ekki gefa sér það án þess að ræða málin við hana. Það er munur á því að vera ungur og ástfanginn eða skyndilega nánast kominn í sambúð. Getur verið að hún þurfi á hjálp foreldra sinna að halda við að koma málunum í eðli- legt horf? Á hún kannski líka erfitt með að vera „leiðinleg" við kærast- ann eins og þú og setja honum mörk? Vorkennir hún honum eins og þú? Er ef til vill verið að ýta henni of snemma út í heim hinna full- orðnu vegna þess að foreldrunum finnst það þægilegt? Ég heyrði einu sinni einn 19 ára, sem hafði verið á föstu í tvö ár, segja: „Hvernig get ég skýrt fyrir henni að mig langi stundum bara að sofa ein- um heima hjá mér og hitta hana bara í skólanum á morgun?" A6 ræöa málin Mikilvægast er að þið hjónin ræðið saman og finnið lausn með dóttur ykkar sem allir geta unað við. Sveigjanleiki er mikilvægur og ung- lingar sem alast upp við að taka þátt í ákvörðunum sem þá varða eru lík- legri til að verða sjálfstæðir, standa með sjálfum sér og setja öðrum eðli- leg mörk. Reynið því að höfða til ábyrgðar hennar og hvernig hún vilji haga lífi sínu, t.d. hvort hún sé tilbú- in til að stunda kynlíf, frekar en að vera með boð og bönn. Dóttir ykkar þarf að finna að þið styðjið hana í að fylgja eigin sann- færingu. Hún þarf líka að virða rétt- mætar skoðanir foreldra sinna um næturgesti á heimilinu, ekki síður pabba síns en þínar; þið verðið þess vegna fyrst að útkljá þetta mál ykkar á milli. Maðurinn þinn virðist hafa verið bæði umburðarlyndur og sveigjanleg- ur og ekki lagst harðlega gegn því að kærasti dóttur ykkar gisti. Honum finnst að því er virðist of langt gengið að pilturinn sofi heima hjá ykkur „meira og minna allar nætur". Ég held að enginn lái honum það. Foreldar geta stýrt því hverjir gista á heimili þeirra og hverjir ekki, þeir stýra hins vegar ekki alveg hvenær og hvort ung- lingurinn þeirra stundi kynlíf. Viðhorf foreldranna skipta böm þeirra máli og því er mikilvægt að hlutirnir séu ræddir og uppi á borðinu. Samband er á milli opinnar um- ræðu foreldra og barna um kynlíf og ábyrgrar kynhegðunar. Með kveðju, Valgerður Halldórsdóttir. Gen hafa áhrif á gæði brjóstamjólkur Það hefur lengi verið vitað að gen hafa áhrif á næringargildi kúamjólkur en ekki fyrr en nú hefur verið gerð rannsókn á áhrifum gena á brjósta- mjólk. Samkvæmt rannsókninni sem gerð var nýlega í Bandaríkjunum skipta genin máli þegar kemur að næringar- gildi brjóstamjólkur. í rannsókninni vom skoðaðar 111 konur með tilliti til hversu mikið af ákveðnu næringarefni, DHA, skilar sér í móðurmjólkina. Efni þetta er að finna í túnfiski, laxi og mak- ríl til að mynda og er nauðsynlegt fyrir þroska heilans og augna, sérstaklega hjá nýfæddum bömum. Konunum vora gefiiar máltíðir sem innihéldu mikið af DHA og síðan vora þær mjólk- aðar á klukkustundarfresti í 12 tíma. Rannsakað var hversu mikið af næring- arefninu skilaði sér í brjóstamjólkina og einnig hversu mikið af efiiinu var að finna í blóði kvennanna. Það sem vakti athygli var að konur með ákveðið Hl- brigði af geninu ApoA4 höfðu 40% meiri DHA í brjóstamjólkinni en hinar sem ekki höfðu það. Nauðsynlegt er að gera fleiri rannsóknir til að hægt sé að þróa næringarráðgjöf með þetta í huga handa verðandi mæðrum og þeim sem eru með böm á brjósti.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.