Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.2005, Blaðsíða 32
32 ÞRIÐJUDAGUR 24. MAÍ2005
Menning BV
Vte
menning
Umsjón: Páll Baldvin Bafdwnsson pbb@dv.is
Sumarbækur
Skruddu
Það er ekkl lát á
nýjum bókum á
markað. Forlagið
Skrudda, sem þeir
Steingrlmur Stein-
þórsson og (var
Gissurarson veita
forstöðu, hefur sent
frá sér tvær bækur.
Fyrst ber að nefna
að Garðblómabókln eftir Hólmfffði A.
Slgurðardóttur er komin út öðru sinni
á nýju forlagi, aukin og endurbætt, en
hún var tilnefnd til Islensku bók-
menntaverðlaunanna I flokki fræði-
bóka þegar hún kom fyrst út 1995.
Bækur um garðblóm eru ekki
lengur stopull fengur fyrir blómaá-
hugamertn. I þessari útgáfu eru á ann-
að hundrað nýjar litmyndir, auk um-
fjöllunar um tvær nýjar ættir, 28 nýjar
ættkvíslir og meira en 100 nýjar
tegundir. Breytingar hafa orðið á
garöblómaflóru á Islandi sfðasta ára-
tug. Umfjöllun um nýjar tegundir var
bætt I nýju útgáfuna en (henni er fjall-
að um öll algengustu garðblóm I
görðum landsmanna og allt sem að
garðinum og garðrækt viðkemur. Itar-
legar skrár og aragrúi mynda prýða
bókina sem er kærkomln öllum garð-
áhugamönnum.
Höfundurinn Hólmfrlður Auð-
björg Sigurðardóttir lauk kandldats-
prófi I garðyrkju frá Landbúnaðarhá-
skólanum I Kaupmannahöfn árið 1961
og var umsjónarmaður plöntusafns
Lystigarðsins á Akureyri 1973-1980.
Hólmfrlður kenndi grasafræöi og um
garðblóm og fleira I Garöyrkjuskóla
rlkisins á Reykjum I Ölfusi frá 1985 til
2000. Hún hefur haldið ótal marga
fræöslufundi á vegum Garðyrkjufé-
lags Islands og Kvenfélagasambands
Norðurlands og rltað greinar um garð-
blóm I blöð og tlmarit.
önnur sumarbók frá Skruddu er
Refskák eftir lan
Rankin I þýðingu
önnu Maríu
Hilmarsdóttur.
Er þetta fýrsta
bókin I vinsælli
ritröð um lög-
reglumanninn
skoska John Rebus
sem kom út 1 Bret- __________
landi árið 1987 undir
nafninu Knots & Crosses og hefur slð-
an verið endurútgefin sextán sinnum I
risaupplögum.
Bókin kynnir supparanna og lögg-
una Rebus og segir frá leit að morð-
ingja I Edinborg. Hver unglingsstúlkan
af annarri finnst kyrkt. En brátt kemur I
Ijós að illvirkinn á eitthvert erindi við
Rebus, þvf honum berast undarleg
skilaboð I hvert skipti sem nýtt morð
er framið: bandspottar með hnútum
og krossar úr eldspýtum.
lan Rankin (f. 1960) útskrifaðist frá
Edinborgarháskóla og stundaði ýmis
störf áður en hann sneri sér að ritstörf-
um. Fyrsta bók hans, Knots and
crosses, kom út árið 1987 og slðan
hefur hann sent frá sér á þriðja tug
bóka. lan Rankln hefurfyrir löngu fest
sig I sessi sem einn helsti spennu-
sagnahöfundur Breta og er um þessar
mundir á hátindi ferils slns, en Refskák
er önnur bóka hans sem þýdd er á (s-
lensku en um jólin kom út bókin Með
köldu blóði.
Metsöluskáldið
lan Rankín
Rax kominn á önnur mál
Það er eitt teikna um að sumarið sé í nánd
að íslensku forlögin taka að senda á markað
gjafabækur fyrir erlenda gesti. Iijá Máli og
menningu er komin út ljósmyndabókin Raxa
frá síðasta ári, Andlist norðursins. Hún er nú
fáanlega með enskum, frönskum og þýskum
texta og hefur að auki verið endurprentuð í
þriðja sinn fyrir íslenska kaupendur. Segir í
frétt forlagsins að vænta megi útgáfu erlendis á
fleiri málum hjá erlendum utgáfum. Það er
gleðilegt því bókin er fallegur gripur og hafði
útgáfa hennar hjá Máli og menningu dregist úr
hófi.
Ragnar Axelsson hefur um árabil verið í
ffamvarðasveit íslenskra fféttaljósmyndara.
Hann hefur starfað við Morgunblaðið frá
1976 og farið víða um heim í leit að
myndefni. Iiann hefur lagt mesta vigt í
vinnu sinni að festa myndir af fólki við
norðurhöf. Myndir bókarinnar eru frá ís-
iandi, Færeyjum og Grænlandi.
Ljósmyndir Ragnars hafa birst í þekkt-
um blöðum og tímaritum; Life, National
Geographic, Le Figaro,
Stem og Time. Þá hefur
hann hlotið á þriðja tug við-
urkenninga á árlegum sýn-
ingum íslenskra blaðaljós-
myndara auk virtra erlendra
verðlauna fyrir verk sín.
Ragnar Axelsson
Ijósmyndari og hans
glæsilega myndabók
frá norðurslóðum er
kominn út á erlend-
um tungum.
Uppbyggingu er aö ljúka á Parísartorginu í Berlín þar sem áður var dauðasvæðið í
kringum Berlínarmúrinn.
Listaakademían þýska fær nýtt aðsetur
I
a I
m'A ^ / j
1 \
i ■ ~
• 1 '; r
■ ! ■ 1 - J i y
Á laugardag var hátíð í Berlín
þegar nýtt hús var vígt fyrir Listaaka-
demíuna þýsku, greindu erlendir
fjölmiðlar frá um helgina. Húsið
stendur við hlið Brandenborgar-
hliðsins og er einn síðasti áfanginn í
endurbyggingu hinnar fornu mið-
borgar Berlínar. Það stendur á sama
stað og eldra hús stóð sem hýsti
Listaakademíuna frá 1907 til 1937
þegar Albert Speer, ríkisarkitekt
Hitlers, lét rýma húsið og lagði það
undir teiknistofur sínar en þar vom
unnar næstu árin áætlanir um
helstu byggingarafrek þýska ríkisins.
Byggingin skemmdist mikið í átök-
unum um Berlín og lenti síðar á
mörkum austur- og vesturhluta
Berlínar.
Með vígslu húss Listaakademí-
unnar og minnismerkisins um hel-
förina þar skammt frá er að mestu
lokið endurbyggingu við Parisier
Platz við enda hinnar sögufrægu
götu Unter Den Linden. Húsið er
hannað af Guenther Behnisch og er
að mestu úr gleri en notar hluta af
eldra húsinu. Einungis er ólokið
byggingu bandaríska sendiráðsins.
Listaakademían þýska er sögu-
fræg stofnun. Hún var sett á laggirn-
ar 1696 og hana skipuðu mestu and-
ar þýsku þjóðarinnar. Hana skipa nú
370 meðlimir og em þeirra á meðai
Guenther Grass, leikskáldið Harold
Pinter, Norman Forster arkitekt, Jor-
ge Semprun, spænski rithöfundur-
inn og breska tónskáldið Harrison
Birdwhistíe. Er þetta til marks um þá
stefnu þýskra yfirvalda að kalla til al-
þjóðlegs samráðs í störfum akadem-
íunnar.
Akademíur listanna er víða starf-
andi í Evropu. Þeir hafa í gegnum
U'ðina verið íhaldsamar stofnanir, en
em ríkisstjórnum til ráðuneytis um
þjóðarheiÚ og stöðu listanna í sam-
félagsskipuninni. Þýska ákademían
var vettvangur harðra deilna á veld-
istíma þjóðernissinna í Þýskalandi.
Þaðan vom reknir með „skömm"
listamenn á boð við Thomas Mann
og bróðir hans Hermann, málararn-
ir Max Liebermann og Kathe
Kollwitz.
Ókeypis aðgangur á
Ódauðlegt verk
Áhugaleikhús atvinnumanna hefur sýnt
„Ódauðlegt verk um Stjórn og Stjónleysi"
nokkrum sinnum í Klink & Bank í Brautarholt-
inu. Verða næstu sýningar í kvöld klukkan 21 og
á morgun klukkan 21. Er ókeypis aðgangur að
sýningunum. Gengið er inn frá Stakkholtinu.
Verkið er unnið eftir hugmynd Steinunnar
Knútsdóttur sem jafnframt er leikstjóri verksins.
Verkið skoðar mannlegt eðli í gegnum hug-
myndina um stjóm og stjórnleysi og spyr um
leið áleitinna spurninga um tilvist mannsins, til-
gang lífsins og guðlegt inngrip.
Áhugaleikhús Atvinnumanna er ekki gróða-
fyrirtæki og hefur því valið að sniðganga pen-
inga. Enginn aðgangseyrir er tekin og
verðmæti þau sem í verkefninu liggja -
hugvit, sköpunarkraftur, fagmennska
og áhugi á framsæknu íslensku leik-
húsi - eru framlag hópsins, einskonar
fjárfesting inn í leikhús framtíðarinn-
ar. Verkið einblínir á innihald hug-
mynda og leikinn með leikhúsformið.
Leikarar i sýningunni em Árni Pétur
Guðjónsson, Aðalbjörg Árnadóttir,
Lára Sveinsdóttir, Orri Huginn
Ágústsson, Ólafúr Steinn Ingunnar-
son og Ólöf Ingólfsdóttir.