Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.2005, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.2005, Blaðsíða 23
DV Sport ÞRIÐJUDAGUR 24. MAÍ2005 23 Ljót tækling Páls Hjarðar hjá ÍBV í fyrrakvöld batt enda á fótboltasumarið hjá Keflvíkingnum Ingva Rafni Guðmundssyni, en þetta er ekki í fyrsta sinn sem Páll sendir mann á spítala. Ljótt atvik átti sér stað á Hásteinsvellinum í Vestmannaeyjum í leik ÍBV og Keflavíkur í fyrrakvöld, þegar Páll Þorvaldur Hjarðar tvífótbraut hinn unga og efnilega Ingva Rafn Guðmundsson hjá Keflavík, með þeim afleiðingum að'hann mun ekki leika knatt- spyrnu aftur í bráð. Páll Hjarðar vill lítið tjá sig um málið en dómari leiksins, Kristinn Jakobsson, hefur viðurkennt að Páll hefði átt að fá að líta rauða spjaldið fyrir brot sitt. Þegar atvikið er skoðað í sjón- varpi sést hvernig Ingvi rekur bolt- ann framhjá Páli og hyggst hlaupa framhjá honum, en PáU fer í háska- lega tveggja fóta tæklingu og hafnar á sköflungnum á Ingva, sem stendur í fótinn þegar höggið lendir á hon- um og því kemur ekki á óvart að hann skyldi brotna svo illa. Vitað er að heimamenn eru ekki par hrifnir af broti Páls og viðurkenna fúslega að hann hafi átt skilið að vera vikið af leikvelli fyrir það. DV Sport náð'i tali af Ingva í gær- morgun þar sem hann lá í sjúkra- rúmi á Landspítalanum í Fossvogi eftir aðgerð um nóttina og fær ekki að vita að fullu um batalíkurnar fyrr en eftir um tvær vikur. Ekki bitur „Það er búið að koma fyrir pinn- um í fótinn á mér núna og ég fæ að fara heim í dag. Svo kemur fram- haldið ekki í ljós fyrir en eftir um tvær vikur,“ sagði Ingvi, en ljóst er að hann mun ekki leika knattspyrnu í sumar, því það tekur yfirleitt um þrjá til fjóra mánuði að jafna sig að „Svona lagað getur auðvitað gerst í fót- bolta en ég er hissa á að þessi maður skuli komast upp með svona mikið því mér skilst að ég sé þriðji maðurinn sem hann fótbrýtur í leik." fulluaf meiðslum eins og þessum. Við spurðum hann út í viðbrögð hans við tæklingu Páls í leiknum. ■ „Svona lagað getur auðvitað gerst í fótbolta, en ég er hissa á því að þessi maður skuli komast upp með svona mikið því mér skilst að ég sé þriðji maðurinn sem hann fótbrýtur í leik. Maður getur samt ekkert verið að svekkja sig á þessu og ég er ekkert bitur út í hann. Mér finnst samt skrítið að hann fái ekki rautt spjald fyrir að fótbrjóta mann í leik og mér finnst að mætti alveg skoða það að setja hann í bann fyrir þetta," sagði Ingvi. Guðlaugur Baldursson, þjálfari ÍBV, sagði Eyjamenn harma atvikið í fyrradag. „Við erum mjög leiðir yfir þessu og höfum beðið alla hlutað- eigandi afsökunar. Páll er mjög sleg- inn yfir atvikinu og það var aldrei ásetningur hans að slasa mótherja sinn,“ sagði Guðlaugur í samtali við DV Sport í gær. Páll vill lítið tjá sig Páll Hjarðar vildi lítið tjá sig um atkvikið í fyrra- kvöld þegar blaðamaður hafði samband við hann í gær, en sagði þó að honum þætti leiðinlegt að Ingvi skyldi meiðast svo illa. „Eg óska peyjanum góðs bata og mér þykir þetta leið- inlegt," sagði Páll og neit- aði að tjá sig frekar um málið. baldur@dv.is Fötbraut félaga slnn á æfingu seeSrSrdA-ASteÍnarsson hjá Keflavík PáH ? ðl-ð Wtni að öðru eins hjá Pali Hjarðar. „Eg man eftir þvf að á æf- mgu með U-21 árs landsliðinu árið 2000, sirufrÍBV hí' Str/°jaði Pál1 niður félaga sinn i IBV-liðmu á þeim tíma, Hjalta Jonsson, með þeim afleiðingum að hann fótbrotnaði, svo að þetta er ekkert ny- n*mi hJa honiun- Mér fmnst með ólík- , nfd m kÖ hann fái ekki rautt sPJ'ald og jafnvd bann fyrir svona háttalag og hLn reymr ekki emu sinni að tala við mann- inn og biðja hann afsökunar eða klappa honum á kollinn eftir þetta. Þannig var það í bæði skiptin og ég verð að segja að mér finnst það ekkimjöggóðfram- koma," sagði Guðmund- ur, félagi Ingva í Kefla- víkurlið- mu. ■njC 11 r. —„ —3K I Páll eyollagoi ferii Davíðs Davíð Búason, sem lék með Bruna frá Akranesi á sínum tíma, kynntist Páli Hjarðari þegar Bruni spilaði gegn ÍBV í Reykjaness- höllinni í deildarbikar KSÍ árið 2000. Davíð fór fótbrotinn af velli rétt undir lok fyrri hálfleiks eftir viðskipti sín við Pál og sagði í samtali við DV í gær að brotið á Ingva Rafii hefði verið bamaleikur viö hliðina á brotinu á honum sjálfum. „Ég tvíbrotnaöi því bæöi sköflungurinn og sperrileggurinn fór í sundur. Ég spilaði ekki fótbolta í eitt ár á eftir og þurfti þá að hætta. Ég gat ekki spilað og fór í golfið. Hann eyðilagði ferilinn fyrir mér,“ sagði Davíð. Hann sagðist aldrei hafa séð Pál þegar Eyjamaðurinn fótbraut hann. „Hann kom aftan mér eins og sláttuvél og tæklaði mig mitt á milli hnés og ökkla," sagði Davíð. Hefði átt að fá rautt spjald eftir á að hyggja hefði hann átt að vts pt£ bSS » pálkfmu' að honum og ég sé að hann ermeðloPP ina niðri við jörðina og mer symst hann Slan tímann ætla í boltann, eins og eg sé hetta begar það gerist. Nákvæmlega a augnablikinu sem þetta gerist ákveð ég aögefa Páli guh spjald fynr brouð, þa var mitt fyrsta mat á brotinu og ég fer eft‘ ir því. Ég geri mér svo fljótlega greinfyrir aðskaðhm er mikiU og brotið alvarlegra enffitúí fyrir í fyrstu, en maður getur ekki dæmt eftir skaðanum sem verður af brotinu, heldur verður maður að dæma eftir því hvað gerist á augnablikinu sem það á sér stað. Ef ég hefði séð brotið á sama háttog égsáþaðísjón- varpinu eftir á, hefði ég vísað Páli af velli» Sfja'd PállHjarðarfékkgult spjald fynr að Mfótbrjóta Ingva Rafn Guðmundsson og verðurþvímeð gegn Islandsmeisturum FH fnæsta leik. DV hafði samband við Knattspymusamband íslands til að forvitnast um hvort hægt væri að refsa eitthvað meira fyrir brot Páls Hjarðar en gula spjaldið sem dómari leiksins, Kristinn Jakobsson, gaf honum á HásteinsveUi á sunnudaginn. „Ákvarðanir dómarans eru óhagganlegar. Þannig eru bara reglurnar, það gUda aðrar regl- ur um atvflc sem dómari sér ekki en í þessu tU- felli sá Kristinn atvikið og því getur leikmaður- inn ekki fengið neina refsingu frá okkur. Það er grátlegt þegar leUcmenn meiðast alvarlega, ekki síst þegar efnilegur unglingalandsliðsmaður er á ferðinni," sagði Geir Þorsteinsson, fram- kvæmdastjóri KSÍ, sem gat þó ekkert sagt um hvort athugasemdir yrðu gerðar við Kristin Jak- obsson dómara sem lét nægja að gefa Páli gula spjaldið fyrir brotið.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.