Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.2005, Page 8

Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.2005, Page 8
8 FÖSTUDAGUR I. JÚLÍ2005 Fréttir DV Neyðarlínan meðvanda- málalínu Neyðarlínan og Reykja- víkurborg hafa komist að samkomulagi um að sú fyrrnefnda muni svara fyrir Símaver Reykjavíkurborgar utan skrifstofutíma svo nú ætti að vera unnt að ná í einhvern innan borgarinn- ar allan sólarhringinn, þó með fyrirvara um alvarleika mála, en ákveðið ferli fer í gang sem skilgreint var í samvinnu aðilanna tveggja. Fólk þarf þó ekki að hringja með vandamál sín í sjálfa neyðarlínuna, eða 112, heldur mun númer Síma- versins 411-1111 vera í opið allan sólarhringinn. Hrafn bíður átekta Umhverfis- svið og fram- kvæmdasvið Reykjavíkur- borgar hafa fengið erindi Hrafns Gunn- laugssonar varð- andi heyskap á Laugar- nestanga til umfjöllunar frá borgarráði. Hrafn skrifaði borgarráði opið bréf vegna málsins en hann vill að fífl- um og sóleyjum á Laugar- nestanga verði hlíft við slætti. Ekki var tekinn efnis- leg afstaða til málsins í borgarráði. Búist er við að umhverfis- og fram- kvæmdasvið skili áliti sínu á erindi Hrafns eftir helgi. Heitur pottur, sólpallur, glæsilegur garður fyrir hundana. í heilsubænum Hvera- gerði eru ný heimkynni fegurðardrottningarinnar og athafnakonunnar Lindu Pétursdóttur. Fyrir rúmar tuttugu milljónir hefur hún fest kaup á látlausu par- húsi. Þar mun Linda, sem komin er átta mánuði á leið, ala upp barnið sitt. ; : L. aíí . A v Linda Pétursdóttir við 'TOP r nýja húsið Býríheilsu- bænum, skammt frá for- eldrum sínum. Æ A Gallabuxna- deila heldur áfram Margir af helstu for- kólfum golfíþróttarinn- ar hér á íslandi hafa lagt orð í belg í umræðu um gallabuxur á vef golfara, kylfmgur.is, og kváðu sumir fast að orði. Til dæmis skrifaði Jóhann Gunnar Stefánsson, framkvæmdastjóri GKG, að margir myndu fara hjá sér við að sjá mann mæta í gallabuxum í Reykjavíkurmaraþonið, eða einhvern sem væri að kvænast. „Flugmað- ur í millilandaflugi, lög- reglumaður og knatt- spyrnumaður myndu allir eiga svolítið bágt í gallabuxum í sínu starfi eða sporti. Gallabuxur eiga ekki heima á golf- velli undir neinum kringumstæðum," skrif- ar framkvæmdastjór- inn. Fegurðardrottningin Linda Pétursdóttir hefur fest kaup á glæsi- legu parhúsi í heilsubænum Hveragerði. Þar mun hún ala upp barnið sitt í fjölskylduvænu umhverfí; með heitan pott, sólpall og stóran garð þar sem hundarnir hennar geta leikið listir sínar. Guðmundur Steinsson, seljandi hússins, er ánægður með nýja kaup- andann. .Auðvitað er gaman að fá Lindu í bæinn," segir Guðmundur Vignir Steinsson, seljandi parhússins á Heið- arbrún 32 í Hveragerði. Húsið er met- ið á yfir 20 miiljónir, er byggt árið 1980, sex herbergja og með stórum 20 fermetra bílskúr. Guðmundur segir Lindu ekki verða fyrir vonbrigðum. „Jú, þetta er fi'nt hús með öllum græjum, heitum potti, palli og falleg- um garði," segir hann. Barnið að fæðast Linda Pétursdóttir á að eiga í ágúst. Hún er því komin á áttunda mánuð. Hún virðist hafa ákveðið að festa rætur hér á landi og leyfa barn- inu að alast upp á íslenskri grund. Barnsfaðir hennar er kanadískur læknir sem Linda hefur ekki viljað opinbera fyrir þjóðinni. Sögusagnir um að hún ætli að flytja aftur til Kanada þegar barnið fæðist eru, miðað við kaup hennar á nýja hús- inu, ekld á rökum reistar. „Jú, þetta er fínt hús með öllum grjæum. Heitum potti, palli og fallegum garði." Dugnaðarkona „Meðgangan gengur bara prýði- lega og ég held að aUt sé í topp- standi," sagði Linda í viðtali við DV í apríl. Þá var nóg að gera hjá henni. Ásamt rekstri baðhússins sinnri hún velunnarastörfum og bjó í öllum hamaganginum heima hjá foreldr- um sínum á Ásgarði í Grímsnesi. Linda mun hafa hugsað til þess þeg- ar hún ákvað að Hveragerði yrði hennar heimabær að fjölskyldan byggi skammt frá; afi og amma eiga því auðvelt með að heimsækja bamabarnið. Nýr kafli Linda mun ekki hafa staðgreitt húsið og vill Guðmundur Vignir ekld tjá sig um endanlegt kaupverð. Mið- að við bmnabótamat hússins hefur það ekki farið á minna en tuttugu milljónir sem er þó lítið miðað við hið uppsprengda verð á höfuðborg- arsvæðinu. Linda hefur ávallt þótt glúrin í íjármálum og ekki mikið fyr- ir eyðslu. Með kaupunum og nýju bami hefst nýr kafli í ævintýralegu lífi Lindu, konunni sem íslenska þjóðin elskar. simon@dv.is Örn SteinarViggósson féll í gólfið á veitingastaðnum Players og missti bjórglas Sýknaður af bjórglaskasti dómi. Ólöf Pétursdóttir kvað upp dóminn í Héraðsdómi Reykjaness í gær. „Það sannaðist þarna að þetta var óviljaverk hjá mér,“ segir Örn Steinar. Hann bað Ólaf afsökunar strax eftir atvikið á Players og sagðist lítið skilja hvers vegna málið væri svo umfangsmikið. gudmundur@dv.is „Ég er mjög sáttur og ánægður með þennan dóm," segir örn Stein- ar Viggósson, ríflega tvítugur Reyk- víkingur sem í gær var sýlcnaður af ákæm um að hafa kastað bjórglasi í andlit Ólafs Loga Jónassonar á skemmtistaðnum Players í Kópa- vogi þann 31. janúar 2004. Málsatvik voru á þá leið að Öm var á ferð með föður sínum og félaga á veitinga- staðnum. Hann segist hafa hrasað og að glasið hafi flogið í loftið í sömu andrá og hann greip í föður sinn við fallið. Ástæður sýknu em meðal annars þær að engin vitni urðu að því þegar Örn átti að hafa kastað glasinu, fyrir utan mann sem sá einungis glas á lofti og ekki hægt að sanna að um viljaverk hafi verið að ræða. Ólafur lagði fram bótakröfu að upphæð 353.642 kr og var henni vísað frá Hvaö liggur á? „Akkúrat núna iþessum töluöu oröum var ég aö rifa hurðarspjaldið afbílnum mínum segir Davíð Smári Harðarson, söngvari og að því er virðist einnig sjálflærður bifvélavirki. „Annars er maður að kynna plötuna. Ég er að syngja á Ólafsvík á laugardag, á Akureyri um verslunarmannahelgina og svo er margt annað ídeiglunni."

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.