Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.2005, Side 11

Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.2005, Side 11
I»V Fréttir FÖSTUDAGUR h JÚLÍ2005 17 ! :: . „ ; Sí-Í>' |S ||||l -v- ;«s! ^*|l«|i zi3'‘ e1- '■‘,í,„ '<<’V?!''|' ' ' „4ð meðaltali líða 1-2 mán- uðir frá því dómur fellur og þar til menn hefja afplán- vegna almannahagsmuna, vísar Valtýr til nágranna- landanna. „í raun er þetta mjög skammur tími sem tekur að koma mönnum í afþlánun. ís- land er eitt fárra landa þar sem ekki er bið eftir fangavist en til dæmis er hún upp í þrjú ár i Noregi." simon@dv.is Ibúar við Irabakka segjast hafa varað félagsmálayfirvöld án árangurs við Sigurði Jónssyni. Hann var fyrr í vikunni handtekinn eftir að hafa verið kærður fyrir að hafa leitað á 4 ára gamla telpu. Sigurður beið þess að hefja afplánun eins árs fangelsisdóms sem hann fékk fyrir kynferðisbrot gegn 13 ára dreng og 17 ára geðsjúkum unglingspilti. Nágrannar vnru búnir aö vara við barnaperra „Þetta eru rhistök hjá Félagsþjónust- unni. Hún hefði átt að gera okkur kunn- ugt um þessar tithneigingar mannsins." mm 1 \ Wí-Wcrí ' ! I i . 1 i1 Móðir stúlkunar, sem Sigurður Jónsson hefur verið kærður fyrir að leita á, er æf yfir að Sigurður hafi fengið að búa óá- reittur nálægt bömum hennar. íbúar að írabakka 6 taka und- ir með henni og segja út í hött að dæmdum kynferðisafbrota- manni sé úthlutað félagslegu húsnæði í blokk þar sem nær eingöngu barnafólk býr. DV fór í gær og heimsóttu kon- una sem lagði nú í vikunni inn kæru á hendur Sigurði. Hún gerði það eftir að dóttir hennar sagði frá einhverju sem kveikti samstundis viðvörunarbjöllur. „Ég fór rakleitt til lögreglu og lagði inn kæru,“ seg- ir móðirin. „Það var ekki fyrr en þá að ég komst að því að maðurinn sem búið hafði við hliðina á mér síðustu ár væri dæmdur kynferðis- afbrotamaður." Móðirin hefur ekkert sofið Sigurður Einarsson átti eftir að afplána dóm sem hann fékk í Hæstarétti fyrir kynferðisbrot gegn 13 ára dreng og 17 ára geðsjúkum unglingspilti þegar hann var kærður. Hann var þó handtekinn skömmu síðar og hefur hafið af- plánun. Móðir stúlkunnar var í upp- námi þegar DV ræddi við hana í gær. „Ég hef ekkert sofið í fjóra daga," segir hún og leggur hendur fyrir andlit sér. Það er að segja frá því dóttir hennar kom heim og sagði henni frá Sigurði. íbúar vildu Sigurð burt fbúar við írabakka, sem DV ræddi við í gær, skilja ekki hvers vegna Sigurður Jónsson gat ekki fengið einhverja aðra félagslega íbúð - fjarri þeim barnaskara sem býr í blokkinni þeirra. Þeir segja að maður sem dæmdur hafi verið týrir að leita á 13 ára dreng eigi að fá húsnæði annars staðar. Þar sem færri börn búa. Eins og gullkista Einn móðirin í blokkinni hefur margoft gert athugasemdir en fékk sífellt þau svör frá Félagsþjónust- unni að ekkert væri hægt að gera. „Þetta hefur verið eins og gull- Jdsta tyrir hann," segir önnur móðir sem, eins og aðrir íbúar, veigraði sér við að koma fr am undir nafni. Þegar blaðamanni verður litið út um gluggann sér harm hvað móðirin á við því fjöldi bama er að leik á nærliggjandi róluvelli. Mistök Félagsþjónustunnar Sigurður Kr. Friðriksson, fram- kvæmdastjóri Félagsbústaða hf., er leigusali íbúanna við írabakka. Hann skilur áhyggjur fólksins og tekur undir með þeim að mörgu leyti. „Við heyrðum fyrst af þessu máli á mánudaginn," segir hann um mál Sigurðar Jónssonar. írabakki 6 Hér haföi dæmdur barnaníðingur hreiðrað um sig. „Nágrannamir höfðu þá samband við okkur og lýstu áhyggjum sín- um.“ Sigurður segir að Félagsþjónust- an hefði átt að láta vita af stöðu mála svo hægt hefði verið að finna manninum annað heimifi. „Þetta em mistök hjá Félagsþjónustunni. Hún hefði átt að gera okkur kunn- ugt um þessar tillmeigingar manns- ins. Það fólk sem býr hjá okkur á að búa við öryggi hvað þetta varðar." Lítið um svör Ragnar Þorsteinsson, forstöðu- maður Félagsþjónustunnar í Breiðholti sagðist ekkert þekkja til málsins þegar DV innti hann eftir svörum í gær. Hann sagði að stutt væri síðan hann hefði hafið störf hjá Félagsþjónustunni og þekkti því ekki til verklagsreglna í tilfell- um sem þessum. Ragnar vísaði á Lám Björnsdóttir forstöðumann Velferðarsviðs Reykjavíkurborgar en ekki náðist í hana í gær þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. andri@dv.is Dagur Hilmarsson vann mál gegn auglýsingastofunni Góðu fólki Gott fólk greiði Degi Hilmarssyni rúmar tvær milljónir „Ég skil ekld af hverju ég á að skulda honum þessa peninga," segir Gunnlaugur Þráinsson, fram- kvæmdastjóri auglýsingastofunnar Góðs fólks. Gott fólk var í fyrradag dæmt til að greiða Degi Hilmarssyni fýrrverandi starfsmanni sínum rúmar tvær millj- ónir með dráttarvöxtum. Dómarinn fellst á kröfur Dags um að hann eigi inni laun fýrir febrúarmánuð, krónur 500.000, auk hlunninda, orlofs- greiðslna og annars samkvæmt starfssamningi. Þá koma inn í þetta kröfur Dags um að hann eigi inni greiðslur fyrir fýrirtæki í sinni eigu, auglýsingastofu þar sem Dagur starf- aði á áður en hann hóf störf á Góðu fólki. Stefnda er jafnframt gert að greiða 900 þúsund í málskostnað. Dagur var staddur úti í Lúxem- borg þegar DV ræddi við hann. „Ég er sáttur við dóminn. Leitaði réttar míns í þeirri trú að réttlætið myndi sigra að lokum." Gott fólk kom með gagnstefnu og krafðist þess að Dagur endurgreiddi stofunni fyrirfram greidd laun og hafnaði allir sök meðal annars á þeirri forsendu að Dagur hefði orðið uppvís að alvarlegu trúnaðarbroti. Á þetta féllst dómurinn ekki. DV Qallaði um málið fyrir rúmu ári en þá var sagt frá því að þrír af lyk- ilmönnum Góðs fólks, Sveinn L. Jó- hannsson, Hjörvar Harðarson og Dagur Hilmarsson hefðu sagt störf- um sínum lausum og var viðskilnað- urinn fremur hráslagalegur. Allir áttu þeir þá að baki áralangan feril hjá Góðu fólki. Var málið einkar nötur- legt í ljósi þess að uppsögnin kom á þeim sama tíma og Gott fólk fagnaði á fmark-hátíðinni þar sem stofan vann til verðlauna í sjö flokkum af tíu. Gunnlaugur hafði áhyggjur af því að Dagur og aðrir sem sögðu upp á sama tfrna hefðu á brott með sér mildlvæga viðskiptavini. Þær áhyggj- ur reyndust á rökum reistar, meðal annars flutti Sfrninn viðskipti sín í kjölfarið til Nonna og Manna. Samkæmt Dómabók gerði Dagur ráð fyrir að vinna út uppsagnarfrest- inn en Gunnlaugur gerði honum að taka föggur sínar vegna meints trún- aðarbrests. jakob@dv.is Tekist á um fast- eignir í Bolungavík Bæjarráð Bolungarvíkur hafn- aði einu kauptilboði í húseign í eigu bæjarins og vísað öðru til umfjöllunar í húsnæðisnefnd. Telur fulltrúi minnihlutans í bæj- arstjórn að þegar tilboð berist í húseignir bæjarins sé mikilvægt að ná samningum vegna fjárhags- stöðu bæjarins. Fulltrúar meiri- hlutans telja að vegna breyttra aðstæðna á fasteignamarkaði sé nauðsynlegt að húsnæðisnefnd geti fjallað um málið. Boðið hafi verið í tvær húseiginir og var ann- að boðið innan við 60% af verð- mati fasteignasala. Engin dæmi séu til um slíkt hlutfall.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.