Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.2005, Qupperneq 16

Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.2005, Qupperneq 16
16 FÖSTUDAGUR 1. JÚLÍ2005 Sport DV Burley þjálf- ar Hjálmar Hjálmar Þórarinsson er búinn aö fá nýjan framkvæmdastjóra þvf George Burley var í gær ráðinn þjálfari skoska liösins Hearts. Burley, fyrrum stjóri Ipswich og Derby County, gerði tveggja ára samning við Hearts og er þriðji þjálfari þess á níu mánuðum. Burley er bjartsýnn á að liðið njóti velgengni á næstu árum og er markmiðið að liðið komist í sama flokk og Glasgow-liðin tvö, Rangers og Celtic, eru í. Það er vonandi að Hjálmar fái tækifæri undir hans stjóm en svo má geta þess að fyrir skömmu gengu tveir ungir íslenskir leikmenn til iiðs- ins, Eggert Gunnþór Jónsson og Haraldur Björnsson. Kaladze fer hvergi Þá er það orðið algjörlega Ijóst að bakvörðurinn Kakha Kaladze fer ekki til Chelsea því hann skrif- aði undir nýjan samning við AC Milan. i’essi landsLiðsmaður frá Georgíu skrifaði í gær undír samning til ársins 2010. Það mun- aði sáraiitlu að liann færi til Chel- sea, en á síðustu stundu strandaði það vegna þess að þeim bresku fannst 8 milijóna punda verðmiði of liár fyrir þennan vinstri bak- vörð. Evrópumeist- arar dæmdir niður Hið fornfræga þýska hand- boltalið, Tusem Essen, mun ekki fá leyfi til að leika í þýsku úrvals- deildinni á næsta keppnistíma- bili. Sérstakur keppnisleyfadóm- stóll kvað upp dóm sinn í gær og voru forráðamenn félagsins ein- faldlega of seinir til að ganga frá sínum málum, en fyrir þremur dögum leit út fyrir að þeir hefðu bjargað sínum fjármálum. En ailt kom fyrir ekki. Essen hefur leikið í deild þeirra bestu í Þýskalandi í 26 ár, þrisvar orðið Þýskalands- meistari og þrisvar bikarmeistari sem og Evrópumeistari einnig þrisvar. Nú síðast fagnaði liðið sigri í EHF-keppninni því það vann sigur á Magdeburg í tveimur úrslitaleikjum. GuðjónValur Sveinsson hefur leikið með lið- inu undanfarin ár en skipti yfir í Gununersbach nú á vormán- uðunum. Þótt peningar séu ekkert vandamál gengur hvorki né rekur hjá Jose Mourinho, stjóra Chelsea, að finna sér framherja að skapi. Liðið þarf framherja sem er í heimsldassa enda er Di- dier Drogba í sjálfu sér eini framherjinn sem eftir er í liðinu. Eiður Smári Guðjohnsen telst nú vera miðvallarleikmaður, Mateja Kezman er á leiðinni til Atletico Madrid og Mikael Forssell er farinn til Birmingham. Þá er Argentínumað- urinn Hernan Crespo enn á mála hjá liðinu og telst hann vissulega framherji í heimsklassa en hann var á síðasta tímabili hjá AC Milan sem lánsmaður og vill hann ólmur fá að vera þar áfram. I Leitin að næstu stórstjörnu liðsins hefur gengið illa. Allir heitustu framherjar Evrópu hafa verið orðaðir við liðið, en enn hefur ekki p verið gengið frá neinum samningum. Auðæfi Romans Abramovich hafa landað mörgum stór- stjörnum að ótöldum stjómarformanni Man- chester United og yfirmanni íþróttamála hjá Tottenham - Peter Kenyon og Frank Amesen. Alls hefur liðið eytt meira en 200 milljónum punda í nýja Ieikmenn, en leitin að hinum varaframheijanum hefur ekíd enn borið árangur. Didier Drogba olli vonbrigðum í ár og hef- ur jafnvel verið talað um að láta hann fara fyrir annan betri í skiptum ef því væri að heilsa. Sex helstu stjörnuframherjar Evrópu létu ekki segjast. Þeir em Adriano (Inter Milan), Samuel Eto'o (Barcelona), Thierry Henry (Arsenal), Andriy Shevchenko (AC Mil- \ an), David Trezeguet (Juventus) og Fern- ando Torres (Atletico Madrid). Óstað- K- festar fréttir herma að Chelsea hafi i samtals boðið 335 milljónir punda í * þessa sex leikmenn - vissulega mjög ásættanleg fjárupphæð. En þeir em enn allir hjá sínum félögum og spyija menn sig hverju sætir. Kötturinn í sekknum? f Austurríski landsliðsmaður- inn Emanuel Pogatetz sem Middlesbrough var að kaupa á yfir höfði sér sex mánaða keppnisbann í alþjóðlegum fót- bolta. Hann var samnings- bundinn þýska liðinu Bayer Leverkusen en lauk tímabilinu s hjá Spartak Moskvu. í sinum síðasta leik fyrir félagið átti hann eina hryllilegustu tækl- ingu sem sést hefur í rússneska boltar.um eftir aðeins 15 mín- útna leik. Hann tæklaði tvítugan leikmann, Jaroslav Haritonskiy, sem var að Ieika sinn fyrsta leÚc. Afleiðingamar urðu þær að hann tvífótbrotnaði og mun ekki sparka í bolta næsm mánuði. Rússneska knattspyrnusambandið ákvað að dæma Pogatetz í sex mánaða keppnisbann og er líklegt að FIFA geri það leikbann al- EÉ&þjóðlegt. Pogatez er ÍTjL.; nýbúinn að skrifa If' undir fimm ára 'q£5 saming við Middles- brough. ■'M- jose Mourinho Leitin að nýjum | framherja Chelsea gengur erfiðlega. Nordic Photos/Getty flvj Emirafei ir eru ennþa Þessir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.