Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.2005, Page 19

Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.2005, Page 19
 0V Sport FÖSTUDAGUR 7. JÚLÍ2005 79 Úrvalslið fyrr umferðar Efri röð frá vinstri: Úlfar Hinriksson þjáifari, Hólmfríður Magnúsdóttir, Pála Marie Einarsdóttir, Þóra Helgadóttir, Greta Mjöll Samúelsdóttir, Edda Garðasdóttir, Hrefna Jóhannesdóttir. Neðri röð frá vinstri: Erna Björk Sigurðardóttir, Ásta Árnadóttir, Laufey Ólafsdóttir, Guðrún Sóley Gunnarsdóttir, Margrét Lára Viðardóttir. DV-mynd Páll Úrvalslið fyrri umferðar Landsbankadeildar kvenna var til- kynnt í gær. Fjórir leikmenn frá Breiðabliki og Val eru í lið- inu en KR á tvo leikmenn og ÍBV einn. Allt stefnir í einvígi í milli Breiðabliks og Vals Edda Garðarsdóttir var valin besti leikmaður fyrri umferðar Landsbankadeildar kvenna, en veittar voru viðurkenningar fyrir góða frammistöðu í fyrri umferðinni á hádegisfundi í Iðnó í gær. „Þetta kom mér nokkuð á óvart, en það er alltaf gaman að fá svona viðurkenn- ingu. En það er mikið eftir af mótinu, og vonandi tekst okk- ur að halda okkur á toppnum til enda.“ Úlfar Hinriksson, þjálfari Breiða- bliks, var valinn besti þjálfari nm- ferðarinnar en Breiðablik trónir nú á toppi deildarinnar með fullt hús stiga. „Velgengni félagsins í sumar hef- ur ekki komið mér á óvart. Það er ffábær umgjörð í kringum kvenna- boltann hjá Breiðablik og við höfum að auki fengið stelpur til okkar sem eru góðir knattspymumenn. Ungu stelpumar hafa vaxið mikið sem leikmenn frá því í fyrra, þannig að framtíðin er björt hjá félaginu. En mótið er bara hálfnað, og við verð- um að halda áfram að standa okkur vel.“ Margrét Lára Viðarsdóttir, fram- heiji Vals, hefur spilað með liði sínu en hún kom frá IBV fyrir leiktíðina. Hún var vahn í úrvalslið fyrri um- ferðar deildarkeppninnar og er vel að því komin. „Mér finnst mikill heiður að komast í þetta lið því það hafa marg- ar stelpur verið að standa sig vel i sumar. Mér finnst þetta líka skemmtilegt framtak, því þetta eyk- ur umfjöllun um kvennaboltann sem hefur verið af skomum skammti að minu mati í sumar. En „Veígengni félagsins í sumar hefur ekki komið mér á óvart. Það er frábær um- gjörð í kringum kvennaboltann hjá Breiðablik." að vera valin í úrvalsliðið gefur manni aukið sjálfstraust, sem von- andi endurspeglast svo í góðri frammistöðu á vellinum. Einvígi Breiðablik vann Val í fyrsta leik íslandsmótsins, með fjómm mörk- um gegn einu, en bæði lið hafa unn- ið alla sína leiki eftir það. Margrét Lára hefur fulla trúa á því að Valur geti komist á toppinn. „Breiðablik er með gott lið en það erum við Valsar- ar líka. Þetta verður mikil spenna fram á síðustu stundu. Ég held að lið eins og KR, ÍBV og Keflavík eigi eftir að stela stigum af öðm hvom liðinu á toppnum, sem á eftir að setja mikla spennu í mótið." Fimm leikmenn í sérfiokki Leikmenn úrvalshðsins koma frá Breiðabliki, ÍBV, Val og KR. Fimm stelpur í liðinu fengu fullt hús stiga í kosningunni i hðið, en fjölmiðlar landsins, ásamt Landsbankanum og íslenskum getraunum, völdu leik- menn í liðið. Þær vom Þóra Helga- dóttir og Edda Garðarsdóttir frá Breiðabliki, Margrét Lára Viðars- dóttir og Laufey Ólafsdóttir hjá Val og Hólmfríður Jónsdóttir ffá ÍBV. Spennandi verður að fylgjast með seinni umferðinni þar sem aht getur gerst. FH, Keflavík og Stjarnan hafa sótt í sig veðrið með hverjum leik og má búast við því þau taki stig af liðunum í efstu sætunum. magnush@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.