Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.2005, Page 28
Eskimo Models á íslandi sér um ráðningarnar á íslandi fyrir kvikmyndina Flags of our fathers. Nú er verið að leita
að karlmönnum sem eiga rætur sínar að rekja til Austurlanda til þess að leika japanska hermenn.
Clint Eastwood vantar 25
karimenn af austurienskum
uppruna í stórmyndina
Stórmyndin Flags of our fathers fer í tök-
ur á íslandi í haust. Aðstandendur myndar-
innar eru um þessar mundir aö leita að
leikurum í hópsenumar í myndinni. Eins
og áður hefur komið fram er verið að leita
að fjöldanum öllum af karlmönnum í
hlutverk bandarískra karlmanna. Nú er
komið á daginn að leitað er að karlmönnum
af austurlenskum uppruna sem
leikið gætu hlutverk Jap-
ana í myndinni.
Þeir eru víst ekkert svakalega marg-
ir á íslandi
Alexía Björg Jóhannes-
dóttir ráðningarstjóri leitar |
að karlmönnum af öllum
stærðum og gerðum.
nerurou seö þennan?
Eskimo Models leitar að
austurleskum karlmönn-
um í hlutverk japanskra
hermanna
„Já, við erum að leita að austurlenskum
karlmönnum til þess að leika 25 Japana.“
segir Alexía Björg Jóhannesdóttir, ráðning-
arstjóri hjá Eskimo Models „í rauninni
geta þeir verið frá Taívan eða Tælandi.
Við værum rosa glöð ef við gætum fengiö
_ menn frá Japan en þeir eru víst ekkert
jpg' svakalega margir á íslandi. Þetta þurfa
* bara að vera einhverjir sem geta komið í
stað Japana." Alexía segist hafa litlar
áhyggjur af því að finna réttu mennina í
rullurnar þrátt fyrir að fáir karlmenn reki
rætur síðar til Japan hér á landi. Hún seg-
ir einfaldlega: „Það er allt hægt ef viljinn er
fyrir hendi."
Amerískir hermenn leika ameríska
hermenn
Alexía segir stríðan straum stríðsmanna
hafa legið inn á skrifstofu Eskimo. „Við
erum búin að fá mjög mikið af karlmönnum
á skrifstofuna í myndatöku. Það eru örugg-
lega um fjögur hundruð manns búnir að
koma.“
Það eru ekki bara íslendingar sem fá að
spreyta sig í leiklistinni. „í fyrradag vorum
við hjá amerísku hermönnunum á Keflavík-
urveÚi. Þar fengum við einhverja 80-90
menn. Við verðum einmitt með myndatöku
í Keflavík á sunnudaginn. Þannig að við
erum ennþá að
leita að ýmsum
stærðum og gerðum af karlmönnum."
Prufum fyrir Flags of our fathers lýkur
þann fimmta júlí.
Vanir menn í textahlutverkin
Eskimo leitar einnig að fimmtán karl-
mönnum í textahlutverkin sem eru 15 tals-
ins en öll misstór „Menn þurfa ekkert endi-
lega að vera menntaðir leikarar." segir
Andrea Brabin, framkvæmdarstjóri Eskimo
Models. „Við fáum talkennara frá Banda-
ríkjimum til þess að hjálpa leikurum með
textann sinn og bandaríska hreiminn. Við
. J
hvetjum alla til að
leikari í
um.“
Stærri hlut
verkin eru I
höndum Holly-
wood-leikara og segir
Alexía Björg Eskimo
ekki koma nálægt
þeim ráðningum
„Það er ekki í gegn
um okkm-. Brad Pitt er
alveg hættur að
vera á skrá hjá
okkur," segir hún
og hlær.
um þau. Það getur
nefnilega leynst
Pað leynist leikari í|
öHum segir Andrea
Brabin, framkvæmda-1
stjóri Eskimo Models.
K
laugarAs
Sýnd kl.3,530,8og 10J0-P0WER u»
Sýnd kl. 4,630,9 og 11:30-P0WER y.u
Frá leikstjóra
Boume Idcntit
Frá leikstjóta
Boume Identit
Sýnd kl. 4 og 6
upside
WU.53t),*09l£M
llUnnU.S-Jt.tnlO-JO
Synd kl. 3, S30,8 og 1(h20 Sýndkl.10
www.laugarasbio.is
SýndU.3J0,5^S,8o9l0U0
SýndU.8og10:4S
WTWÆa
HUGSAOUSIORi
guesswhoj
Live8-tónleikarnir eru haldnir víðsvegar um
heim á morgun. Nína Brá Þórarinsdóttir
hjúkrunarfæðingur ætlar sér að mæta eld-
hress á tónleikana í London.
Fer á Live8 á
afmælisdaginn
„Ég er rosalega spennt fyrir
því að fara á Live8, enda eru
þetta engir venjulegir hljómleik-
ar. Bróðir minn var svo heppinn
að vinna tvo miða á netinu og
ákvaö að bjóða mér,“ segir Nína
Brá Þórarinsdóttir hjúkrunar-
fræðingur. „Það vill líka svo
skemmtilega til að ég á afmæli
sama dag og tónleikarnir eru svo
þetta verður ein stór veisla! Ég
hef að visu aldrei farið á tónleika
„Það vill svo skemmti-
lega til að ég á afmæli
sama dag og tónleik-
arnir eru svo þetta
verður ein stór veisla!“
af þessari stærðargráðu og er ég
því algjör grænjaxl í þessum mál-
um,“ tekur Nína fram og hlær.
Tónleikar með tilgang
Nína segir það mikið lán að
geta mætt á tónleika sem þessa
til þess aö sýna málefninu stuön-
ing og þykir henni ánægjulegt
hversu margir tónlistarmenn
eru tilbúnir að gefa vinnu sína
af þessu tilefni. „Það er ekki
ólíklegt að ég eigi eftir að
gleyma mér í öllum látunum á
tónleikunum sjálfum. En þetta
vekur mann samt sem áður til
umhugsunar varðandi stöðu
mála í þróunarlöndunum. Það er
því frábært að geta mætt á tón-
leika sem hafa alvöru tilgang,"
segir Nína.
Fáir íslendingar fara
„Ef ég er fullkomlega hrein-
skilin, er ég ekki viss um að ég
væri að fara á hljómleikana ef
mér hefði ekki verið boðinn
miði. En það hefði þá bara verið
vegna þess að mér hefði líklega
ekki dottið það í hug enda er
umfjöllun um tónleikana frekar
ný af nálinni hér á landi og veit
ég ekki um neina íslendinga sem
eru að fara,“ tekur Nína fram.
„Hins vegar mæli ég hiklaust
með þessu og verða þetta eflaust
ekki síðri tónleikar en margt
annað sem er í boði. Um að gera
að drifa sig og styðja gott mál-
efni. Svo er þetta lika einstakt
tækifæri til að hlýða á allt þetta
lið á sama stað.“
Skráir sig á stuðningslista
„Það vekur áhuga fólks að ég
er að fara á tónleikana og oft er
verið spyrja mig úr spjörunum.
Mest hlakka ég til að sjá Cold-
play, sem er ein af mínum uppá-
haldssveitum, Sting og Trav-
is. Annie Lennox er að
vísu ekki efst á list-
anum en það er
auðvitað úr
mörgu öðru að
velja,“ segir Nína
og tekur fram að
hún ætli að skrá
sig á póstlista og
stuðningslista
Live8 um leið og
hún kemur
aftur heim.
iris@dv.is