Freyr - 01.07.1950, Blaðsíða 5
FÉLAGSTÍÐINDI
STÉTTARSAMBANDS BÆNDA
Opið bréf íil bænda
»
Bréf það, er hér fer á eftir, hefir Páll
Zóphóníasson, ráðunautur, sent öllum
formönnum nautgriparœktarfélaganna,
en þar sem ritstjórn Freys hefir litið svo
á, að það eigi erindi til allra þeirra, er
búskap stunda, hefir hún fengið leyfi
til að birta það. Ritstj.
Herra formaður. Kæri vin.
Vegna hins breytta viðhorfs, sem skapast
hefir vegna vaxandi gjaldeyrisvandræða og
breytts gengis á peningum okkar, finn ég
ástæðu til að skrifa formönnum nautgripa-
ræktarfélaganna og benda þeim á, hver á-
hrif þetta hefir á mjólkurframleiðsluna.
Rétt teldi ég að félagsmenn fengju að heyra
efni bréfsins upplesið á fundi.
Undanfarin verðbólguár hafa allar er-
lendar vörur verið seldar lægra verði hér á
landi, en eðlilegt hefði verið og stafar það
af röngu gengi. Mismunurinn hefir verið
greiddur af ríkissjóði í ýmsum myndum, og
að því leyti, sem það hefir ekki verið gert
hefir hann orðið að skuldum hjá ríkinu
eða útflytjendum.
Nú er þessu hætt, erlendar vörur stór
hækka í verði, og fóðurbætir, sem hér skipt-
ir máli, mun allt að því tvöfaldast í verði
og má búast við, að ekki verði hægt að
flytja hann til landsins að hausti og vetri,
en verði það mögulegt þá verður hann
mjög dýr. Hið ranga gengi og lága verð-
lag, sem búið er að viðhalda árum saman,
skapaði þá eftirspurn eftir erlendum vör-
um í ýmsum myndum, að sá varasjóður,
L