Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 01.07.1950, Qupperneq 6

Freyr - 01.07.1950, Qupperneq 6
172 FRE YR sem við höfðum aflað okkur á stríðsárun- um, var uppétinn á skömmum tíma, og á því græddu m. a. þeir, sem fengu erlendar vörur á ranga lága genginu, vörur, sem voru til frambúðar. Á þessum tímum var hlutfallið milli verðlags fóðurbætis og mjólkur eðlilega mjög hagstætt fyrir bændur, og leiddi það til þess að mikið var keypt af honum og mikið gefið. Eru nokkur dæmi þess, að meiri hluti af fóðri kúnna var fóðurbætir, en heygjöfin aftur sára lítil. Eins og verð- lagið var þá var þetta rétt gert af bændum, séð frá þeirra sjónarmiði einna og þeir græddu á því. En nú er þetta breytt. Þó enginn viti nú hvert hlutfallið verður milli verðlags fóðurbætis og mjólkur, þá má full- yrða, að það verði á þann veg, að ekki komi til mála að kaupa hann, þó hann fá- ist, til þess að spara með honum heygjöf, eins og menn hafa gert í stórum stíl und- anfarin ár. Menn verða því að breyta um stefnu og reka kúabúin þannig, að þau gefi sem mestan arð, án þess að keyptur sé nema lítill, og ef til vill enginn, fóðurbætir. Hey- skapurinn verður að rekast með þetta fyrir augum í sumar, og undirbúningur undir vetrarfóðrun kúnna verður að miðast við þetta. Þá verður bóndinn fyrst að átta sig á því, að fáar kýr éta meira en 15 pund af töðu í mál, en það fást þær svo að segja allar til að éta. Hins vegar þurfa þær mis mikið eítir því hvað þær mjólka og hve feit mjólk- in er. Má ætla að kýr þurfi frá 8—9 kg á dag af töðu í geldstöðunni og upp í 15 kg þegar þær mjólka 15 kg á dag, og meira mjólka þær varla af tómri heygjöf. Bóndi, sem ætlar sér næsta vetur að hafa fullt gagn af sínum kúm, þarf því að haustinu að eiga nóg hey til að gefa, en getur ekki reiknað með því að geta keypt fóðurbæti í heyja stað. Það má ætla að kýrin þurfi að meðaltali 13 kg á dag, og gerir það í 252 daga 3276 kg út úr hlöðu, en það samsvar- ar fullum 4000 kg látnum inn í hlöðuna eða 40 hestum 100 kg eins og víða er talið vetrar-kýrfóður. En til þess að fá sem mesta mjólk af þessu fóðri, má ekki gefa kúnni jafnan þunga í meisinn sinn, eða laupinn, allan veturinn heldur misjafht eftir því hvað hún mjólkar. Sé kýr rétt fóðruð getur hún af einu saman heyi mjólk- að 3000 til 3200 kg um árið, og að því ber bændum að stefna. Ég hefi nokkrum sinnum bent á það, að með því að gefa nokkurn hluta af heygjöf- inni sem vothey, má fá kúna til að éta meira hey, og halda á sér hærri nyt, en ef gefið er tómt þurrhey, en um mikinn mun er hér ekki að ræða. Þá hefi ég líka sagt frá því, að kúm má gefa tómt vothey sé það ekki mjög súrt. í því sambandi hefi ég allvíða sagt frá Halldóri sál. á Höfða í Grunnavíkurhreppi, sem nokkrum sinnum, í búskap sínum, verkaði allt hey sitt sem vothey og gaf það öllum skepnunum með ágætum árangri. Til frekari staðfestingar á þessu skal ég nú nefna, að 1949 — í fyrra — var einni kú, sem bar í janúar, gefið þetta: 343 kg af þurri töðu 6867 — af votheyi og 105 — af fóðurbæti. Hún komst í 19 merkur eftir burðinn, fékk þá 1 kg þurrhey 39 kg vothey og 1 kg fóð- urbæti. Ársnytin varð 3612 kg mjólk með 4.35% fitu (6 mælingar). Þessi kýr var á Vestfjörðum, en þar nota bændur lang mest votheysgerð. Annar bóndi þar gaf kúm sínum að meðaltali 905 kg af þurri töðu og 5926 kg af votheyi. Fóðurbæti gaf hann engan. Meðalnytin hjá honum var tæp 3000 kg með 4.28% fitu. Þessi dæmi, ásamt fjölda mörgum öðrum, sýna ykkur að þið getið fengið um og yfir 3000 kg nyt án þess að gefa fóðurbæti og að þið þurfið ekki að láta töðuna fara í hrakning ef þið eigið nógar votheysgryfjur og notið vot- heysgerðina þegar við á. Með þessu vildi ég þá minna ykkur á að ætla nú nóg hey fyrir kýrnar, en reikna ekki með því, að þið gefið hverri 1500—2000 kg af heyi og svo 600—1200 kg fóðurbæti, eins og ýmsir hafa gert. Það verður áreið- anlega ekki hœgt að vetri. En nú eru til margar kýr, sem mjólka meira en 15 merkur í mál eftir burðinn, og

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.