Freyr

Árgangur

Freyr - 01.07.1950, Síða 7

Freyr - 01.07.1950, Síða 7
FRE YR 173 Um mjólkurframleiðslu og mjólkurneyzlu Ef viö reiknum með, að íbúar landsins séu 140 þúsundir og að bændur þessa lands eigi 30 þúsund mjólkandi kýr, sem gefi að meðaltali um 2500 lítra af mjólk um ár- ið, þá reynist niðurstaðan sú, að mjólkur- framleiðslan sé um 75 milljónir lítra sam- anlagt á ári. Þegar frá þessu mjólkur- magni er dregið það sem kálfarnir drekka og svo það sem hellist niður í fjósi og á leiðinni frá framleiðanda til neytanda, þá verða eftir handa fólkinu, um 500 litrar á hvern íbúa landsins. Sumt af þessu magni er neytt sem mjólkur, úr sumu er gert skyr og smjör, en hvað um það, — það mun ekki vera langt frá lagi að svona sé það. Tölurn- ar eru auðvitað ekki nákvæmar en í stór- um dráttum nægilega nákvæmar til þess að vekja eftirþanka í sambandi við þau atriði, sem á er drepið í eftirfarandi. Við sláum því þá föstu strax, að hver kýr sér 5 manns fyrir mjólk og mjólkuraf- urðum. Og mjólkin og skyrið og aðrar mjólkurvörur, er svo sjálfsagður þáttur í daglegri fæðu hvers einasta manns, sem á annað borð má neyta þessara fæðuefna, og svo ómissandi efni til daglegrar mat- reiðslu, að húsmóðirin veit naumast hvern- erfitt verður að fóðra þær rétt, fáist enginn fóðurbœtir. Kýr, sem t. d. fer í 20 merkur þarf, auk 15 kg af ágætri töðu, eða tilsvar- andi af votheyi, um 1 kg fóðurbætir í mál, í viðbót við heyfóðrið, eigi hún að halda nytinni á sér og geldast eðlilega. Fáist fóð- urbætir, og hugsanlegt er að einhverja ögn verði mögulegt að flytja til landsins, á vit- anlega að gefa hann sem viðbót við hey- fóðrið, þeim kúm, sem fara í hærri nyt en svarar til heygjafarinnar, og það er eklci líklegt annað en það borgi sig þar sem mjólkursala er, enda þó enginn viti nú um hlutfallið milli verðlags mjólkurinnar og fóðurbætisins. En hvort það borgar sig sér bóndinn alltaf á því, að fyrir hvert 1 kg af fóðurbæti fær hann um 2,5 kg mjólk, gefi hann fóðurbætinn rétt, þ. e. rétt blandað- an, og kúnni aldrei meira en hún þarf dag- lega til að halda á sér nytinni, sem hún þá er í. Fóðurbætisgjöfin á svo að minnka eftir því sem kýrin geldist, svo aldrei sé gefið meira en sem svarar þörf kýrinnar. Fáist engin fóðurbætir verður að taka því, en þá fæst ekki fullt gagn af beztu kúnum. Með því að sá smituðu smárafræi í túnin, nota súgþurrkun, gera vothey, nota yfirbreiðslur o. s. frv., má vafalaust bæta töðuna frá því sem nú er almennt, og get- ur kýrin þá haldið á sér hærri nyt, en hér er gert ráð fyrir, en það verður varla gert í vor, svo að verulegu gagni komi næsta vetur, en þar sem ætla má að gjaldeyris- vandræðin vari nokkur ár, og skortur verði því á fóðurbæti á næstu árum, ber að stefna að því að bæta töðuna, svo að kýrin geti haldið sem mestri nyt á sér án fóður- bætisgjafar. Á þetta hefi ég nú viljað benda, svo að þið getið hugsað um það og séuð frekar við því búnir næsta haust, að fóðurbætir verði lítt eða ekki fáanlegur, og ef hann fæst, þá rándýr. Með beztu óskum um farsælt starf á sumrinu, vona ég það megi færa ykkur ánægju, og það er alltaf mest um vert að finna gleði í starfinu, og ánægju með til- veruna. Páll Zó'phóníasson,

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.