Freyr

Árgangur

Freyr - 01.07.1950, Blaðsíða 9

Freyr - 01.07.1950, Blaðsíða 9
FRE YR 175 vanist henni. En nokkuð annað gildir um börn. Fyrir þau er eiginlega lífsnauðsyn að fá mjólk af einhverju tagi þegar móður- mjólkin þrýtur. Á meðal þeirra þjóða, sem ekki nota mjólk, er það venjan, að börnin séu á brjósti þangað til þau eru tveggja til þriggja ára gömul og fá enga mjólk úr því. En þegar brjóstamjólk móðurinnar sleppir tekur við riis. Móðirin tyggur riis en við það blandast hann munnvatni henn- ar. Þetta er fæða barnsins er móðurmjólk- inni sleppir. Til allra lukku er riisgrjóna- rækt mjög útbreidd á meðal þeirra þjóða, sem ekki hafa mjólkurpening, en riisgrjón eru auðmeltust allra korntegunda. ★ í Japan hafa ýmsar efnaðar ættir tekið upp venju vestrænna þjóða, fengið sér kýr og drekka eða borða mjólk úr þeim. Auð- vitað verður að fá kýrnar úr annarri heimsálfu, það gengur ekki að nota til mjólkurframleiðslu sömu kýrnar og ann- að fólk þar í landi hefir til plæginga. Nei, framandi kýr verða það að vera og fram- andi siður — mjólkurnotkun í daglegu fæði — það hlýtur að fara saman. í frönsku nýlendunni Annam hefir verið unnið að því að kenna fólkinu að neyta mjólkur. Þar var byrjað með niðursoðna mjólk á sjúkrahúsum, fæðingarstofnunum og barnaheimilum. Mjólkinni var hellt úr dósum. Það var auðvitað nokkuð annað en að sjá hana koma í bogum úr kýrspenum, og þessvegna auðveldara að kenna fólki að hagnýta mj ólk á þann hátt, það var króka- leið, en hvað um það. Á þennan hátt er þó framkvæmanlegt að kenna milljónum Qianna að neyta mjólkur. Eina lausnin í því máli er að framleiða mjólkina á staðn- um og hafa kýrnar á staðnum og mjólka Þær daglega, rétt eins og við eigum að venjast. En þá strandar á því, að í hinum þéttbyggðustu löndum er landrýmið svo lítið, að ekki er hægt að hafa svipað því þann kúafjölda, sem vera þyrfti til þess að nokkuð munaði um mjólkina. Og svo mundi það óaðskiljanlegt, að minnsta kosti í byrjun, að hafa sömu gripi til mjólkurframleiðslu og til plæginga. Þar þarf gjörbyltingar við af ýmsu tagi unz vélar koma til jarðvinnslu, fólkið hefir lært að búa við málnytupening og lært að nota mjólk. Á vissum landssvæðum gæti fólkið ekki lifað, ef þar væri bú- fjárrækt að mun, hún krefst meira land- rýmis, en þar er á hvern íbúa, þar sem þéttbýlast er. Sé jurtafæðu neytt getur hver flatareining landsins þó viðhaldið lífi fleiri einstaklinga en gerist í búfjár- ræktarlöndum, en mjólkin er jafn nauð- synleg fyrir því. Hindúar hafa sérstöðu á meðal mjólk- urneytenda. Hjá þeim eru kýrnar heilagar skepnur og kenningar Hindúa, um lögmál lífsins, girða fyrir slátrun og kjötneyzlu. En mjólkina mega þeir drekka að ósekju. Á Indlandi er nóg af kúm. En þar eð ekki má slátra þeim, eru margar þeirra auðvit- að gamlar. Og svo eru fóðrunarskilyrðin víða afleit. Þetta tvennt er nóg til þess að fyrirbyggja nokkra verulega mjólkurfram- leiðslu, þó að á það skyldi leggja stund að einhverju leyti. Mjólkur er neytt, það er satt, en framleiðslan er svo lítil, samanbor- ið við gripafjölda þar í landi, og samanbor- ið við mannfjölda, að til vandræða horfir. Ársnyt kýrinnar þar, er aðeins nokkur hundruð lítrar. Og menn losa sig við kálf- ana eins fljótt og hægt er, reka þá til skógar, en stoppa svo upp kálfa og hafa standandi heima, kúnum til ánægju, því að álitið er að sú ánægja geri það að verk- um, að kýrnar mjólki þó ögn skár.

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.