Freyr - 01.07.1950, Side 10
176
FRI YR
Mjólkursalan þar er beint frá fram-
leiðanda til neytenda. Bóndinn — kýr-
eigandinn, teymir kúna sína og heldur á
fötunni í hendinni, þangað til hann kem-
ur að dyrum káupandans. Þá setur hann
stoppaða kálfinn fyrir framan kúna og
fer að mjólka og mjólkar mátulega mikið
handa kaupandanum, fer svo áleiðis til
næsta kaupanda, ef þá er meira að fá úr
spenum kýrinnar.
★
Hjá Hamitum, og öðru hjarðfólki í Af-
ríku, eru stórar hjarðir nautpenings vott-
ur um auðlegð ættstofnanna. Um hitt er
ekki spurt, hve mikla mjólk hver einstakl-
ingur í hjörðinni gefur. Hjarðfólk þetta
beitir mikilli nákvæmni í allri meðferð
skepnanna, og sagðir eru þeir afbragðs
dýralæknar þó að ólærðir séu. En meðferð
mjólkurinn er þar frumstæð, og mjög í
samræmi við mjaltirnar, en þær eru fyrir-
hafnasamt starf, sem karlmenn einir eru
færir um að framkvæma. Til þess að mjólka
kú, þarf þar f j óra menn — helzt eflda karl-
menn. Einn þeirra heldur við kálfinn, fyrir
framan kúna, annar strýkur og lætur vel að
kusu, sá þriðji fælir flugur og önnur skor-
kvikindi burt, en af þeim er óhemja á þess-
um slóðum, og loks er sá fjórði, sem togar
mjólkina úr spenunum. Á þessum lands-
svæðum er geymsla mjólkur örðug eða ó-
möguleg, eins og yfirleitt er í hitabeltinu og
tempruðu beltunum. En þarna er búið til
smjör. Okkur finnst ef til vill lítt þrifalega
að farið hjá sumu þessu fólki, t. d. hjarð-
fólki við Tsad-vatnið. Það notar kúahland
til þess að hreinsa ílátið, sem strokkað er í,
en það skal þó sagt um leið, að eftir þvott-
in er ílátinu brugðið á hvolfi í reykinn yfir
bálinu, sem yljar fólkinu um svalar nætur.
Það má vera að smjörið fái annað bragð en
við erum vön.
Á hásléttum Mið-Asíu, í Tíbet, er yak-ux-
inn búfé fólksins. Kýr af þessum stofni gefa
mjög feita mjólk, sem fólkið notar til
smjör- og ostagerðar. Á þessum slóðum er
loftslagið ákaflega kalt og fólkið drekkur
mikið te til þess að halda hita á vetrum. í
teið blandar það smjöri. Og til þess að
hindra húðskemmdir af völdum kulda —
til þess að forðast kal — notar fólkið smjör
í hár sitt og til þess að fita húðina með.
Og ljósmeti þar er smjör, rétt eins og olían
hjá okkur. Meira að segja er þar svo mikið
smjör, að ekki er óalgengt að það sé notað
til þess að halda leirnum saman, þegar
gerðar eru guðamyndir.
Á eyðimerkur-svæðum í Asíu og Afríku,
eru úlfaldarnir notaðir til flutninga og
einnig til þess að framleiða mjólk. Naut-
gripir þrífast mjög illa á þurrkasvæðum
og alls ekki í eyðimörkum. Þar eru úlfald-
ar góðir og úlfaldamjólk er ágæt til þess
að svala þorsta; og svo er það með hana
eins og hryssumjólk, að hún er vel hæf til
framleiðslu áfengis og til þess notuð í
nokkrum mæli.
Á sumum eyðimerkursvæðum er buffall-
inn notaður sem mjólkurframleiðandi. í
Sýríu lifir fólk t. d. mestmegnis á buffal-
mjólk og fiski.
Á túndrunum, í nánd við Norður-íshaf-
ið, er hreindýramjólkin mikilvægur þátt-
ur í fæði fólksins. Það eru að vísu ekki
stórar fötur sem þarf fyrir hverja hreins-
nyt, en fitumagnið er aftur á móti mikið,
10—20% eða fjórum sinnum meira en í
vanalegri kúamjólk. Það er von að hrein-
kálfarnir séu fljótir að vaxa, en það er líf-
eðlislögmál, að fitumagn móðurmjólkur og
vaxtarhraði ungviðisins fer saman. Hrein-
dýramjólk er ágæt til smjörgerðar, enda
sums staðar notuð til þess að gera smjör
af, t. d. hjá þjóðflokki, sem nefndur eru