Freyr

Volume

Freyr - 01.07.1950, Page 16

Freyr - 01.07.1950, Page 16
182 FRE YR JÓN GAUTI PÉTURSSON: Hugleiðingar um gengislækkun Um síðustu áramót var svo komið, að allir heilskyggnir menn í þessu landi, og ábyrgir orða sinna, voru orðnir á einu máli um það, að ekkert undanfæri væri lengur um að hefja, án tafar, rótnæmar aðgerðir í verðlagi og viðskiptamálum þjóðarinnar. Um langt skeið hafði fjármálavagni henn- ar verið ekið beint af augum á múrvegg- inn framundan. Hemlarnir, sem draga áttu úr hraðanum, höfðu ýmist reynzt alls ó- nýtir, eða gagnslitlir. Beinum árekstrum hafði verið forðað með ráðum, sem bersýni- lega var ómögulegt að beita lengur (styrkj- um og niðurgreiðslum) og myndi ekki heldur hafa komið að haldi, eins og málum var komið. Sjúkleiki verðlags og viðskiptamálanna kom berast og tilfinnanlegast fram í því misvægi, sem var milli verðlags hjá við- skiptaþjóðum okkar annarsvegar og inn- anlandsverðlagsins hins vegar, og gerði alla afurðasölu til útlanda svo óhagstæða, að enga atvinnu, sem við útflutningsfram- leiðslu miðaðist, var hægt að reka nema með styrkjum eða ívilnunum. Þetta ástand var viðurkennt mál, og eins hitt, að orsak- anna væri að leita í áðurnefndu misvægi. Til þess að jafna úr því var ekki nema tvennt til: að lækka allt verðlag og kaup- gjald innanlands, svo framleiðslukostnað- ur félli, til jafns við það sem er í útlöndum, — eða skrá gengi íslenzku krónunnar það miklu lægra en verið hefir, að verð það sem fæst fyrir útfluttar vörur, reiknað í íslenzkum krónum á því gengi, samsvari núverandi verðlagi og kaupgjaldi innan- lands. Um aðrar leiðir gat ekki verið að velja til þess að ná því óhjákvæmilega jafnvægi, sem vera þarf milli verðlags hér innanlands og í nágrannalöndunum, ef hugsanlegt á að vera að halda uppi við- skiptum við þau, eða í samkeppni við þau, á fjarlægari mörkuðum. Þess hefir alloft orðið vart, og reyndar ekki farið dult þar, sem bændur hér á landi hafa komið saman til ráðagerða um ir hafi sama kaup. Virðist mér sem bóndan- um sé með því skorinn um of þröngur stakkur, og hljóti að hefta nauðsynlega athafnaþörf hans. Hvað þá ef hann ber raunverulega minna úr býtum eins og sennilegt má telja að verið hafi fram að þessu. Ég er ekki á móti því að verkamað- urinn fái gott kaup, því verður er verka- maðurinn launanna, en það verður bara að vera í samræmi við getu atvinnuveg- anna. Það getur aldrei gengið til lengdar að borga hærra kaup en atvinnuvegirnir þola, og ætla svo að greiða uppbætur úr ríkissjóði. Því hvaðan á að taka féð til slíkra uppbótagreiðslna? Þegar öllu er á botninn hvolft — hjá t'Mmleiðslunni, því vitanlega er það hún, sem allt verður að bera uppi. Við ís- lendingar erum nú búnir að leika þann skollaleik svo lengi, að nú er mál til kom- ið að binda enda á hann. Það mun mála sannast að undanfarin ár hafi kaupkröfur launastéttanna verið sóttar meir af kappi en forsjá, allt frá verkamanninum upp til togaraskipstjór- áns. Mundi það nokkur fjarstæða, eða ó- sanngirni, að iáta sér detta í hug að fram- vegis yrðu slíkar kröfur reknar af meiri skynsemi og þegnskap? Það sem stefna verður að er, að hver stétt og einstakling- ur innan þjóðfélagsins fái á hverjum tíma sem réttlátasta hlutdeild í þjóðartekjunum. En að því verðum við öll að vinna að sá hlutur geti orðið sem beztur.

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.