Freyr - 01.07.1950, Qupperneq 17
FRE YR
183
stéttarmálefni sín og önnur áhugamál, að
þeir hafa yfirleitt verið andvígir gengis-
lækkunarleiðinni til úrlausnar á verðlags-
öngþveiti þjóðarinanr. Má og færa til þess
nokkur rök, að verðhjöðnunarleiðin hefði
að m. k. í bráðina orðið þeim öllu hentari,
en í meginatriðum falla þó áhrif þessara
tveggja úrræða alveg saman, ef ná ætti
sambærilegum árangri með hvora fyrir sig.
★
Nú hafa hagfræðilega menntaðir menn,
bæði þeir, sem sérstaklega voru til þess
kvaddir að gera álitsgerð og tillögur til úr-
bóta í þessum málum, og aðrir hérlendir,
virzt verða sammála um það, þrátt fyrir á-
greining um önnur mikilsverð atriði, sem
mál þetta snerta, að eins og áhrif verð-
bólgunnar væri orðin gagngerð og víðtæk
hér, væri ekki nema ein leið fær út úr
verðlagsöngþveitinu: þ. e. gengislœkkun.
Hefir nú meirihluti Alþingis fallist á þetta
sjónarmið og staðfest það með lagasetn-
ingu um breytta gengisskráningu o. fl. Má
reyndar, út af fyrir sig, fagna því, að ekki
var lengur tvístigið á aðgerðum í málinu,
hvort sem menn fella sig að öllu við aðal-
úrræði í því, eða telja hliðarráðstafanir
heppilegar eða fullnægjandi til varanlegs
árangurs eða ekki. Er það trúa mín, að
bændastétt landsins muni, jafnvel öðrum
fremur, sýna þegnskap gagnvart þeim að-
gerðum, sem verður að gera, svo fremi að
treysta megi röggsamri og réttlátri fram-
kvæmd þeirra, jafnvel þó önnur úrræði
hefði verið henni hagkvæmari frá þröngu
stéttarsjónarmiði. Má og vera, að þau úr-
ræði, sem virzt gátu bændastéttinni hag-
felldust í bráð, yrði það ekki í lengd, ef
þau þyngdi að kjörum og kaupgetu ann-
arra stétta í landinu, sem hún þarf að
hafa viðskipti við, og á mest undir að skapi
afurðum landbúnaðarins greiðan og nær-
tækan markað.
★
í álitsgerð þeirra tveggja hagfræðinga,
sem fyrrv. ríkisstjórn kvaddi til þess að
gera tillögur í þessu máli, er því haldið
all eindregið fram, að gengislækkun, ásamt
afnámi verðlagseftirlits og því nær allra
viðskiptahafta, geti, jafnvel í einu vet-
fangi, leyst alla hnúta, sem riðnir eru á
fjármála- og viðskiptaþræði þjóðarinnar,
þannig, að enga teljandi kjaraskerðingu
leiði af þeim aðgerðum, eða byrðar, sem
jafna þurfi niður. Án þess að á nokkurn
hátt sé haldið uppi vörn fyrir haftastefnu
undanfarinna ára, eða framkvæmd hennar,
verður naumast lagður trúnaður á þá
kenningu, að lagfæring á verðlags- og við-
skiptaöngþveiti þjóðarinnar kosti engar
fórnir, né kjaraskerðingu. Gegn því stend-
ur fyrst og fremst sú staðreynd að lífskjör
þjóðarinnar undanfarið hafa myndast og
mótast af því, að meiru var eytt en aflað
var, og þannig sköpuð fjárráð, sem ekki er
að vænta að leggist til í framtíðinni, þar
sem innstæður stríðsáranna eru upp-
gengnar, og láns- og styrktarfé einnig
gengið til þurrðar, og stendur naumast til
boða aftur. Þó verulegur hluti þessa eydda
fjármagns hafi orðið til að skapa varanleg
verðmæti, þá gekk þó nokkur hluti þess til
daglegrar eyðslu, og því veldur það bæði
beinni og óbeinni kjaraskerðingu að þurfa
að hverfa frá slíkri verðmætasköpun (fjár-
festingu) og miða lífskröfurnar einungis
við það, sem þjóðin getur aflað árlega, þó
með stórlega bættum gögnum sé, bæði til
lands og sjávar.
Með hliðsjón af því, sem nú var sagt,
verður það að teljast alltof mikil bjartsýni
og nálgist jafnvel léttúð, að halda því að
þjóðinni að viðskiptaólagið verði lagfært
án þess af leiði tilfinnanlegar byrðar og
kjaraskerðingu, fyrst um sinn. Fyrirfram
er ástæðulaust að ætla að bændastéttin, og
það fólk, sem bundið hefir framtíð sína
við landbúnaðinn, muni mögla yfir því að
taka á sínar herðar tiltölulegan hluta
þeirra afleiðinga. Samkvæmt hlutarins
eðli er hvorki hægt að mæla né vega þá
þátttöku fyrir. Ei að síður er ástæða til, nú,
þegar löggjöfin um þetta efni liggur fyrir,
að virða fyrri sér í hverju og á hvern hátt
framkvæmd hennar muni koma fram á
hendur bændastétt landsins, og öðru því
fólki, sem landbúnað stundar. Jafnframt,