Freyr

Árgangur

Freyr - 01.07.1950, Síða 22

Freyr - 01.07.1950, Síða 22
188 FRE YR Rýið ærnar Undanfarin ár hefir sú ómenning, eöa sá ósiður, færzt í aukana, að bændur hafa vanrækt að rýja ær sínar og látið þær vera í ullinni til haustsins. Um allt land hefir maður séð ullarærnar, og kveður svo rammt að þessu, að sumstaðar sést önnur hver œr í ull með vegum í byggð, þegar komið er fram á engjaslátt. Þetta er ósiður, sem á að leggjast niður með öllu. Tvent er það, sem bændur bera fyrir sig til réttlætingar á þessari breytni sinni. Annað er það, að ullarverðið sé svo lágt, að það borgi ekki kostnaðinn við smöl- un og rúning ánna. Hitt er það, að lömbin verði vœnni séu ærnar ekki teknar úr ull- inni að vorinu. Hvorugt þetta er rétt, að minnsta kosti ekki miðað við það ullarverð, sem verður nú í vor. Þar sem fé er fátt, en landrými mikið, má vera að það kunni fljótt á litið að sýnast svo, sem ullin borgi ekki fyrirhöfnina við rúninginn og smölun- ina. En sé betur aðgætt mun það þó ekki vera tilfellið, og kemur þar margt til greina. Mjög oft er það, að ærin týnir nokkru af reyfinu með því að hafa það til haustsins, svo ullin ódrýgist, og mun það ekki tekið með í reikninginn þegar fullyrt er að ullin borgi ekki rúninginn. Ær, sem ganga i ull, þrífast ekki eins vel og hinar, sem rúnar eru að vorinu, fóðrast því verr og þola verr beit framan af vetri, og munu menn ekki heldur aðgæta það er þeir eru að halda fram haustrúningum. Ullin, sem er á kindinni sumarlangt, þófnar og er aldrei eins góð verzlunarvara og hin, sem af henni er tekin að vorinu, og þó þetta komi ef til vill ekki alltaf fram í því, að ullin flokkist ver, þá kemur það þó fram

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.