Freyr - 01.07.1950, Page 25
FRE YR
191
JÓNMUNDUR ÓLAFSSON,
kjötmatsformaður:
Meðferð á sláturfénaði
Meö því að meðferð á sláturfénaði er
allt of víða í miður góðu lagi, tel ég rétt
og nauðsynlegt að fara um það mál nokkr-
um orðum, ef það mætti verða til þess að
vekja áhuga þeirra aðila, sem hér eiga
hlut að máli, til umhugsunar og aðgeröa
í rétta átt. Fyrst og fremst beini ég þessum
orðum mínum til þeirra bænda, sem sauð-
fjárbúskap stunda og starfsmanna þeirra,
sem að þessari atvinnugrein vinna, jafnt
til smalans á afréttinum og þess manns,
sem aflífar skepnuna í banaklefa slátur-
hússins.
Hverjum manni ætti að vera það ljóst, að
mannleg skylda er að sýna hverri skepnu
tilhlýðilega góða meðferð eftir því sem
unt er og hverri dýrategund er eðlilegt,
og er slík framkoma við dýrin vissulega
einn göfugasti kostur hvers manns. Efna-
leg afkoma bænda er líka meira og minna
undir því komin að búpeningur þeirra sé
vel með farinn, bæði hvað fóðrun og alla
meðferð snertir. Þetta eru staðreyndir, sem
ekki verða hraktar. 111 meðferð á sauðfén-
aði, sem slátra á hverju sinni, frá því að
leitir hefjast til slátrunardags, valda miklu
um gæði afurðanna. Þess vegna vil ég
skýra fyrir bændum, hvaða afleiðingar
slæm meðferð á sláturfénaði, í hvaða
mynd sem er, getur haft í för með sér við
gæða-flokkun kjötsins og annarra afurða
þess. Það er ekki einungis skerðing á laun-
um þeirra manna, sem atvinnu þessa
stunda, heldur líka ómannúðleg meðferð
á skepnunum og spilling á nauðsynlegri og
eftirsóttri neyzluvöru.
1. Fjárrekstur.
Nauðsynlegt er að fara vel með sauðfé
í rekstri. Gangnamenn á afrétti verða að
varast að ofþreyta það. Að hundbeita féð
mikið hefnir sín síðar, og er sjálfsagt að
gera það ekki að svo miklu leyti, sem þess
er ekki brýn þörf. Það fé, sem ofþreytist
og verður örmagna, þarf margra daga hvíld
áður en því er slátrað, ef sýnilegir gallar
á kjötinu eiga ekki að korna fram. Slíkar
kjötskemmdir stafa af því, að ganglimir
hafa bólgnað, og þá sérstaklega bógarnir,
og getur þetta orðið í það stórum stíl, að
kjötið verði óneyzluhæft. Við gæðamat á
kjötinu getur enginn kj ötmatsmaður geng-
ið framhjá þessum skemmdum, og er það
algengt, að kjöt fellur í mati af þessum or-
sökum. Sé fé rekið svo hart, að það þreyt-
ist eða jafnvel örmagnast, léttist það og
leggur af ótrúlega fljótt, og auk þess er
þreyttu fé miklu hættara við ýmsum
meiðslum, sem svo síðar kemur fram sem
skemmdir á kjötinu, og rýrir gæði þess.
Varast ber að féð hlaupi á hindranir s. s.
gaddavírsgirðingar, skurði, garða o. þ. h.,
því slíkt veldur æfinlega einhverjum
meiðslum, meira eða minna. Það er ljót
sjön að sjá kroppa af þeim kindum, sem
mikið hafa flækst í gaddavírsgirðingum, og
ætti ekki að þurfa að lýsa því fyrir mönn-
um, þvílíkur skaði það er, sem af því leiðir.
Ef margra daga rekstur á fénu er fyrir
hendi, til sláturhúsa, verða dagleiðirnar
alltaf, undantekningarlaust, að miðast við
það, að féð þreytist ekki um of, og hafi
nægan tíma til þess að bíta og hvíla sig.
Sérstaklega er nauðsynlegt að hvíla fé eftir
að það hefir verið rekið yfir vatns miklar
ár til þess að láta síga úr því og jafna sig
vel eftir það volk, sem af því leiðir. Að
hundbeita þreytt fé nær engri átt og vara
ég alveg sérstaklega við því hér, vegna
þeirra afleiðinga sem mér eru kunnar af
þeim sökum. Undir slíkum kringumstæðum
verður fyrst og fremst að sýna skepnunni
fyllstu nærgætni, samhliða því, að kosta
kapps um að afuröirnar verði í sem beztu
ásigkomulagi þegar þær koma á markað-
inn. Rekstramenn, og aðrir slíkir, verða að
hafa vakandi auga fyrir öllu þess háttar og
viðhafa ýtrustu nærgætni í starfi sínu, því
nóg er það samt sem skepnan hrekst í löng
um rekstri vegna óviðráðanlegra atvika,
svo sem af óhagstæðu veðri, torfærum og
þ. u. 1. Það skal viðurkennt í þessu sam-