Freyr - 01.07.1950, Side 28
194
FREYR
verða gagnfræðingur, væri þess nokkur
kostur. Og góður vilji er löngum sigursæll.
Honum tókst að draga saman fyrir vænt-
anlegum skólakostnaði, settist I Möðru-
vallaskóla 1901 og útskrifaðist þaðan 1903,
þá efstur af sínum sambekkingum.
Hugstæðustu námsgreinar hans voru ís-
lenzka og íslandssaga. í íslenzkunni náði
hann þeirri leikni, að óvíst er hvort lang-
skólagengnu mennirnir rita betra mál en
hann. í tómstundum sínum, síðar í lífinu,
hefir hann lesið mikið af bókum, og þá
sérstaklega bækur sögulegs efnis, íslenzk
ljóð og fornbókmenntir okkar, og er þar
manna bezt að sér, og þó sérstaklega í
Sturlungu, sem hann virðist kunna
spjaldanna á milli.
Að loknu námi á Möðruvöllum hvarf
Páll aftur heim í átthagana og stundaði
ýmiskonar störf, svo sem barnakennslu,
vinnumennsku, verkstjórn o. fl. Allsstaðar
fékk hann þann vitnisburð, að hann væri
sérstaklega trúverðugur og samvizkusam-
ur við störf og við verkstjórn, stjórnsam-
ur og útsjónarsamur í bezta lagi.
1908 kvæntist Páll fyrri konu sinni, Þór-
eyju Eiríksdóttur frá Bót, mætri og stór-
merkri konu. Byrjuðu þau búskap að Vífil-
stöðum vorið eftir, bjuggu þar saman í 11
ár, en þá missti hann konu sína, en bjó
þar áfram þar til hann tók við ráðsmanns-
stöðu við Eiðaskóla vorið 1923. Á Vífils-
stöðum bjuggu þau hjón myndarbúi. Á
Eiðum var Páll til 1946, er hann fluttist
til Reyðarfjarðar. Árið 1927 giftist hann
síðari konu sinni, Dagbjörtu Guðjónsdótt-
ur frá Saurum í Helgafellssveit. Á Eiðum
stundaði hann nokkuð kennslu, og þótti
sérstaklega góður sögukennari. Það ræður
að líkindum, að í öllum þremur hreppun-
um, sem Páll hefir dvalið, hefir honum
verið falið að fara með trúnaðarstöður fyr-
ir sveitarfélögin, s. s. hreppsnefndarstörf,
sáttasemjarastörf, störf fyrir búnaðarfé-
lögin o. s. frv. og alls staðar farizt það
þannig úr hendi, að allir hafa vel við unað.
Mikinn og áhrifaríkan þátt hefir Páll
átt í félagssamtökum bænda á Austur-
landi. Samvinnumaður hefir hann alltaf
verið, og setið í stjórn Kaupfélags Héraðs-
búa um langt skeið. Hefir hann þar þótt
tillögugóður, og ráð hans heilladrjúg. Fyrir
félagsins hönd hefir hann oft verið full-
trúi á aðalfundum SÍS, og þar sem annar-
staðar þótt gjörhugull.
í stjórn Búnaðarsambands Austurlands
hefir hann verið síðan Benedikt sál. Blön-
dal dó, og formaður þess síðan Björn á
Rangá lét af formannsstörfum. Það féll
því í hlut Páls, sem formanns Búnaðar-
sambandsins, að skipuleggja ræktunar-
samböndin á Austurlandi og ganga frá
samþykktum þeirra, koma starfsemi þeirra
af stað o. s. frv. Og í hans hlut kemur nú
líka að gangast fyrir því, að byggingarsam-
þykktir verði gerðar um búnaðarsam-
bandssvæðið, og unnið eftir þeim. Og þó
þar hafi þyngst fyrir fæti vegna þess gjald-
eyrisástands, sem hefir verið skapað í
landinu (nýskapað) þá efast enginn, sem
til þekkir, um, að Páli muni farast það starf
vel úr hendi, því allir viðurkenna sam-
vizkusemi hans og vandvirkni, og vita, að
hann er laginn að koma málum fram.
Mjög hefir Páll verið riðinn við stofnun
og starf Húsmæðraskólans á Hallorms-
stað, og er nú um nokkurra ára skeið bú-
inn að vera formaður skólanefndarinnar.
Frá 1927 til 1946 var hann þingmaður
Norð-Mýlinga. En þá fékkst hann ekki til
að gefa kost á þingsetu lengur og var þó
hart eftir sótt og kosning öldungis viss.
Mun þar mestu hafa ráðið, að hann kenndi
sér nokkurs heilsubrests, og treysti sér ekki
í erfið ferðalög, sem óhj ákvæmilega fylgja
fundahöldum fyrir þingmenn. Á þingi var
Páll hvers manns hugljúfi. Hann krufði
málin til mergjar, og var samvinnugóður
og lipur í nefndarstörfum. Kom þar fram
gjörhygli hans, vandvirkni og samvizku-
semi. Fylginn sér var hann í þeim málum
sem han tók að sér forustu í, og ræðumað-
ur var hann svo að af bar.
Og nú er Páll að byrja áttunda áratug-
inn. Enn er hann fullkomlega starfhæfur
og dómbær bæði á sín störf og annarra,
og við vinir hans vonum að svo verði hann
til hinztu stundar. En gömlu eikunum er
hættara við falli en þeim yngri. Þess vegna
berum við, sem unnum bændasamtökun-