Freyr - 01.07.1950, Side 33
FRE YR
199
dögum. Samfara þessu sjást einatt meltingar-
truflanir og stundum gula.
b) Listerella sýklar hafa fundizt hér á landi
í veikum hænsnum og hrossum með lifrar-
bólgu. Erlendis er sýkill þessi valdur að veiki
í ýmsum öðrum húsdýrum og jafnvel mönnum.
c Eigi mun hafa tekizt að finna hina eigin-
legu orsök veikinnar, er hún gerði hvað mest-
an usla á Hvanneyri á sínum tíma. Hins vegar
hefir mjög svipaðrar veiki orðið vart víðsveg-
ar um land síðan, og virðist orsök þeirrar
veiki vera ákveðinn sýkill, Listerella mono-
cytogenes. Telja margir, er kynntust veik-
inni á Hvanneyri, að hér sé um hina sömu
veiki að ræða, enda þótt það verði aldrei
sannað. Þó skal þess getið, að veiki sú er
nefndir sýklar valda, getur hagað sér mjög
mismunandi. Stundum ber mest á lömunum,
svipað og áður er lýst, í öðrum tilfellum eru
deyfð, meltingartruflanir og vanfóðrun mest
áberandi, og enn getur fósturiát verið það
sem mest ber á.
d) Þess munu nokkur dæmi, að kindur sem
jafnvel hafa fengið allverulegar lamanir hafi
lifað af veikina, ef þær hafa notið sérstak-
lega góðrar aðhlynningar, en oftast munu
þær bera einhver merki veikinnar. P. P.
Sp. 32.: Ég hefi heyrt minnzt á, að rann-
sóknastöðin á Keldum hafi verið að gera til-
raunir með nýtt lyf, sem á að gera sauðkind-
ur ónæmar gegn gamaveiki.
Ef þetta lyf er til, því er það ekki reynt í
stórum stíl á garnaveikissvæðunum?
S. J.
Svar: Út af fyrirspurn um bólusetningu
gegn garnaveiki skal þetta tekið fram:
Tilraunastöðin á Keldum hefir undanfarin
3 til 4 ár gert tilraunir með nýja tegund af
bóluefni gegn garnaveiki í sauðfé. f efni þetta
eru notaðir dauðir sýklar. Að undirbúnings-
tilraunum loknum var bóluefni þessu dælt í
hóp kinda á garnaveikissvæði og hefir því ver-
ið haldið áfram. Er ætlunin að fá úr því skor-
ið, eða a. m. k. að fá ábendingu um, hvort það
ruuni duga til að framkalla nægilegt ónæmi
gegn garnaveikisýkingu undir náttúrlegum
skilyrðum.
Úr þessu er ekki skorið enn. Efni þessu verð-
ur ekki dreift um landið í stórum stíl nema
það sannist með nokkurnvegin öryggi, að
það komi að haldi.
Örugg reynsla um gagnsemi bóluefnis fæst
ekki nema hægt sé að hafa við hlið bólusettu
dýranna samanburðarhópa óbólusettra dýra
undir samskonar skilyrðum. Af augljósum á-
stæðum verður því ekki komið við í mjög stór-
um stíl.
Björn Sigurðsson.
Bœndanámskeið
var haldið á Hólmavík í maímánuði. Mættu
þar Ragnar Ásgeirsson og Björn Bjarnarson,
ráðunautar Búnaðarfélags fslands. Á nám-
skeiði þessu víttu bændur þá afstöðu Ríkisút-
varpsins til erindaflutnings Búnaðarfélags
íslands í Útvarpið, sem ráðandi hefir verið.
Töldu þeir það „skömm hinu ráðandi afli í
fjölvirkasta menntaskóla landsins, sem Út-
varpið er“.
Smjör-
og smjörlíkisneyzla Dana var 30 kg á íbúa
á árunum 1935—39 að meðaltali á ári. Á sama
tíma var tilsvarandi neyzla 21.3 kg á íbúa í
Svíþjóð. Nú er neyzla Svía 25—26 kg smjör og
smjörlíki um árið, af því um 15 kg smjör. Við
íslendingar erum svipað staddir og Svíar, þ.
e. við framleiðum aðeins smjör til innanlands-'
neyzlu. Miðað við sömu neyzlu smjörs, hér og
þar, mundi þurfa 375 kg mjólkur til smjör-
framleiðslu fyrir hvern íbúa landsins (reiknað
25 kg mjólkur = 1 kg smjör) en með núver-
andi afurðamagni gæti meðalkýrin fullnægt
smjörþörf 7 manna. Séu um 140 þúsund
manns í landinu þarf þá 20 þúsund kýr til