Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.2005, Page 4
4 MÁNUDAGUR 15. ÁGÚST2005
Fréttir 0V
Harður
árekstur í
Hafnarfirði
Harður árekstur varð á
Strandgötu £ Hafnarfirði
síðdegis í gær. Samkvæmt
upplýsingum frá Lögregl-
unni í Hafnarfirði slasaðist
enginn en fólksbíll og lítill
jeppi lentu saman. Báðir
bflamir em taldir ónýtir og
vom dregnir í burtu með
krana. Strætóbiðskýli í göt-
unni skemmdist einnig
þegar annar bflanna
kastaðist á það við árekst-
urinn.
Nýrfrétta-
miðill á
Akureyri
Nýr netfr éttamiðiil var
nýlega tekinn í gagnið á Ak-
ureyri þegar heimasíðan Ak-
ureyri.net var opnuð. Á síð-
unni verða fréttir fyrir Norð-
lendinga á öllum aldri auk
umfjallana um íþróttir,
menningu, skemmtanalíf og
fleira. Ritstjóri vefjarins er
Helgi Már Barðason en
Pedromyndir ehf. er eig-
andi. Nú hafa Norðlending-
ar um þrjá netmiðla að velja
en netmiðlamir Aksjon.is og
Dagur.net em einnig til
staðar fyrir norðan.
Fangelsið á
Akureyri
stækkað
Samþykkt hefur verið að
stækka fangelsið á Akureyri
og hafa teikningar nú verið
kynntar í umhverfisráði. í
dag samanstendur fangels-
ið af átta klefum en sjö
þeirra eru afar litlir. Tveir
klefar eru til viðbótar sem
einkum em hugsaðir fýrir
gæsluvarðhaldsfanga. Sam-
kvæmt teikningu munu tíu
rúmgóðir klefar verða í
fangelsinu en auk þess
mun ný heimsóknarað-
staða líta dagsins ljós.
Mikiö hefur gengið á hjá embætti tollstjórans í Reykjavík. í byrjun sumars úr-
skurðaði Persónuvernd að Tollstjórinn hefði rofið friðhelgi einkalífs starfsmanns.
Kjaradeilur hafa valdið því að átta lögræðingar innan sömu deildar hafa sagt upp á
aðeins átján mánuðum. Jafnframt er enn kurr meðal starfsmanna um ráðningu
Guðrúnar Hólmsteinsdóttur sem forstjóra innheimtusviðs.
Starfsemi llstjópans
í Revkjavík í lamasessi
Mikill vandræðagangur hefur
verið á tollstjóraembættinu í
Reykjavík að undanförnu.
Snorri Olsen, tollstjóri í
Reykjavík, neitar því þó að
eitthvað óeðlilegt sé í gangi.
Hann segir átta uppsagnir lög-
fræðinga á innheimtusviðinu
á aðeins átján mánuðum eiga
sér eðlilegar skýringar. Kjara-
deilur munu þó hafa verið
raunverulega ástæðan því
taxtinn í útifjárnámi, óvin-
sælasta starfinu innan emb-
ættisins, var lækkaður.
Átta lögfræðingar hafa sagt upp
störfum hjá innheimtusviði Toll-
stjórans í Reykjavík á sfðustu átján
mánuðum. Snorri Olsen, tollstjóri í
Reykjavík, neitar því þó að starfs-
menn séu óánægðir, flestir hafi látið
af störfum af eðlilegum orsökum.
Heimildir DV hjá tollstjóranum
herma þó annað.
Átta hættir á átján mánuðum
Að sögn heimildarmanna DV
komu upp deilur milli starfsmanna á
innheimtusviðinu og yfirmanna um
kjaramál. Starfsmenn áttu erfitt með
að sætta sig við að taxtinn í útifjár-
námun hefði verið skertur. Útifjár-
nám er þegar starfsmenn banka
uppá heima hjá fólki sem skuldar.
Það munu vera mjög óvinsæl verk-
efni og fannst starfsmönnum því fá-
ránlegt að lækka taxtann þar. í
ofanálag komu upp ýmiss konar
smáatriði sem mögnuðust upp
vegna kjaradeilunnar. í kjölfar upp-
sagnar átta lögfræðinga hjá sviðinu
er niðurstaðan minni skilvirkni í
innheimtu gjalda.
Það er ekki eingöngu á inn-
heimtusviðinu sem er skortur á lög-
fræðingum því á tollheimtusviði
starfa undir eðlilegum kringum-
Eðlilegar skýríngar Snorri Olsen
tollstjóri í Reykjavlk segir málin eig
sér eðlilegar skýringar. Fyrrverandi
starfsmenn hafna þvi hins vegar.
stæðum fjórir lögfræðingar. Aðeins
einn lögfræðingur er við störf þar
um þessar mundir. Milljarðar fara í
gegnum deildina á hverju ári.
Umdeild ráðning
Það var ekki til að bæta andrúms-
loftið á innheimtusviðinu að mikill
kurr var og er enn á meðal starfs-
manna vegna ráðningar Guðrúnar
Hólmsteinsdóttur í starf forstöðu-
manns innheimtusviðs. Guðrún
hefur gegnt starfinu í tæplega eitt og
hálft ár. Þegar hún sótti um var
Tryggvi Axelsson, núverandi for-
stöðumaður Neytendastofu, einnig
meðal umsækjenda. Guðrún og
Tryggvi eru bæði með MBA-próf í
lögfræði en þar að auki er Tryggvi
héraðsdómslögmaður og með
stjómunarréttindi og því hæfari í
starfið að mati margra starfsmanna.
Stirt á nrailli
tollsins og fíknó
Þrír reynslumestu mennirnir á
sviði ffkniefnamála hjá Tollgæsl-
unni hafa allir verið færðir til í
starfi. Starfsmenn fullyrða að
samskipti Tollgæslunnar og fíkni-
efnalögreglunnar séu nú orðin lít-
il sem engin.
í viðtali við RÚV þann 6. ágúst
hafnaði Snorri Olsen þessari stað-
hæfingu og sagði að aðeins væri
um tímabundið vandamál að
ræða. Örðugleikar hefðu skapast
vegna tilflutninga manna í starfi.
Snorri vildi ekki fara nánar út í
ástæðu þessara tilfærslna.
Persónunjósnir
í nóvember á síðasta ári var Rósa
Lind Björnsdóttir, starfsmaður á
innheimtusviði, neydd til að undir-
Mlldð gengur á Það hefur mikið genqið
á hjá Tollstjáranum í Reykjavík. Átta lög-
I fræðingar hættir og neikvæður dómur
[ Persónuverndar koma þar við sögu.
rita uppsagnarbréf en hún hafð
unnið hjá embættinu í sex ár.
starfsviðtali í nóvember í fyrra va
Rósa látin undirrita yfirlýsingu þes:
efnis að hún heimilaði tollstjóra ai
afla upplýsinga úr málaskrá lög
reglunnar um hana. Hún taldi hin:
vegar að verið væri að biðja un
upplýsingar úr sakaskrá. Naft
hennar var hins vegar að finna ;
málaskránni vegna rannsóknar ;
sambýlismanni hennar.
Persónuvemd úrkurðaði þani
26. maí að Tollstjóranum í Reykjavfl
hefði verið óheimilt að afla þessar;
upplýsinga á grundvelli friðhelg
einkalífsins.
Lengri og ánægðari!
Svarthöfði hefur aldrei verið á
móti lýtaaðgerðum. Það er einhver
gamall stóðhestur í honum sem
gjóir augum á sjónvarpið þegar
dömur með sneisafull brjóst af
sflikoni hrista sig til. Þó er honum
slétt sama þó konur hafi barminn
sem móðir náttúra gaf þeim, ef þær
hafa gott hjartalag og kunna að
baka pönnsur.
Svarthöfði er þó sérstaklega
fylgjandi aðgerðum þegar fólk á
erfitt með falla inn í fjöldann út af
sérkennum sínum. Meðfæddum
sérkennum. Árdís Hulda Henriksen
er ein þeirra sem hefur átt erfitt
c> Svarthöföi
með að falla inn í fjöldann útaf
hæðarskorti. Hún sagði í Helgar-
blaði DV að henni þætti sárt þegar
fólk glápti á hana og hefur í hyggju
að breyta því. Hún ætlar að láta
lengja sig. Það þykir Svarthöfða
virðingarvert. Kjörkuð kona sem
tekur af skarið. Kærastinn hennar
er líka í skýjunum með lengingu
sinnar heittelskuðu. Þó hún bendi
kankvís á að hún ætli ekki að ná
honum í stærð.
Satt að segja þekkir Svarthöfði
þjáningar Árdísar Huldu að ein-
hverju leyti. Svarthöfði hefur nefni-
lega oft þótt fullstuttur í annan
endann, dansandi kringum dverga-
mörk. Hann hefði eflaust lent í ein-
elti hér á árum áður ef hann hefði
ekki kunnað að slá allhressilega frá
sér. Seinni ár hefur Svarthöfði þó
stækkað ört, en ekki á lóðrétta
veginn.
Svarthöfði minnist þess þegar
dvergurinn Helgi lét lengja sig í
Arabalöndum. Þá læddist viss öf-
und að Svarthöfða, Helgi þorði að
láta verða af því sem Svarthöfði
hafði íhugað um árabil. Nú hefur
Árdís Hulda einnig tekið af skarið.
Eftir situr Svarthöfði, smár en síkát-
ur.
Árdís Hulda hefur nú látið lengja
sig um 9 sentimetra og er enn að.
Til hamingju!
Svarthöföi
Hvernig hefur þu þaö?
„Ég hefþað afar gott," segir Hanna Birna Krístjánsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðis-
flokks en hún gefur kost á sér iannað sætið á framboðslista flokksins Iprófkjöri fyrir
borgarstjórnarkosningar.„Helgin hefur verið afar ánægjuleg og að stórum hluti farið í
að taka á móti góðum kveðjum og stuðningi vegna ákvörðunar minnar um aö gefa
kostámérí annað sætið fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. “