Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.2005, Síða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.2005, Síða 12
12 MÁNUDAGUR 15. ÁGÚST2005 Fréttir DV Einar Örn Thorlacius, sveitarstjóri í Reykhólahreppi, er ekki sáttur við hversu langan tíma það tekur lögreglu að bregðast við uppákomum í hreppnum. Reykhólahreppur er í umdæmi Þórólfs Halldórs- sonar, sýslumanns á Patreksfirði, í rúmlega 200 kílómetra Qarlægð. „Maður hugsar nú bara almennt til löggæslumála um landið," segir Einar Örn Thorlacius, sveitarstjóri í Reykhólahreppi. í hreppnum búa ríflega 300 manns en athygli vekur að engin lög- regla er starfandi á staðnum, hvorki héraðs- né fastráðin. Á hinn bóginn er hreppurinn í umdæmi Sýslumannsins á Patreksfirði, sem er 200 kílómetra í burtu. Það tekur því lögregluna rúma tvo tíma að komast til Reykhóla þegar eitthvað gerist. Lögregluembættið í Búðardal er var fyrstur á vettvang, en Búðardalur næst Reykhólum, eða í rúmlega 50 mínútna akstursfjarlægð. í því um- dæmi er þó einungis einn lögreglu- maður fastráðinn og er honum ekki ætlað að sinna Reykhólum. íbúar í Reykhólahreppi hafa miklar áhyggjur af slæmu ástandi í löggæslumálum. „Það sér það hver maður að þetta er hlutur sem við þurfum að taka á," segir Einar Örn. Hann segir að vegurinn sem Pat- reksfjarðarlögreglan þarf að keyra sé frumstæður: „Senniiega einhver frumstæðasti vegur á íslandi." Á staðinn 12 tímum seinna Lögreglan á Patreksfirði kom á staðinn einum og hálfum tíma eftir banaslys sem varð um síðustu helgi. Eini fastráðni lög- reglumaðurinn í Búðar- dal er í 50 mínútna fjarlægð á meðan Patreksfjörður er í rúmlega tveggja tíma íjarlægð. „Þetta fór vel fram fyr- ir tilviljun, en það verður ekki aUtaf svoleiðis," segir Einar og vottar að- standendum alla sína samúð um leið. Einar segir einnig að gott dæmi um að það skipti máli að hafa lög- reglumann í hreppnum sé skothríð- in sem varð á Reykhólum í fyrra. Þá gekk Benedikt Bragason berserks- gang á staðnum með riffil að vopni. Lögreglan kom á staðinn 12 tímum síðar en þá var byssumaðurinn á bak og burt. Slökkvilið en ekki lögregla íbúar Reykhólahrepps segja nauðsynlegt að löggæslumálin verði endurskoðuð. Einnig er bent á að í bænum sé einn fullbúinn slökkvibíll og allt að tíu manna Þórólfur Halldórsson Sýslumaöuri á Patreksfíröi. Um- dæmi hans nær til Reykhóla en er aö margra mati í of mikilli fjarlægö. „Það er einnig aug- Ijóst að hættan á lög- brotum er mun meiri efmenn vita að lög- gæslan sé slök/'segir Einar. lið. Þetta tekur sveitarstjórinn undir: „Það er einnig augljóst að hættan á lögbrotum er mun meiri ef menn vita að löggæslan er slök,“ segir Ein- ar. „Það er eðlilegt að þessi mál séu í sífelldri skoðun hjá okkur. Auðvitað reynum við að vera eins mikið á ferðinni og unnt er,“ segir Þórólfur Halldórsson. Hann segir þó að engin algild lausn sé á þessum málum. „Þó er náttúrulega mjög æskilegt að hafa lögreglumann starfandi í Reykhóla- hreppi," segir hann og bætir þó við að um sé að ræða töluverða fjár- muni. Ekki fundað ennþá „Eftir skothríðina á Reykhólum var ákveðið að taka upp viðræður um málið en það hefur ekki orðið af þeim ennþá," segir Einar sveitar- Einar öm Thorlacius Sveitarstjóri i Reykhóla- hreppi. Segir aö aögeröa t sé þörf til aö bæta löggæslu i hreppnum. stjóri. Hann segir að nú sé tími til kosið verður um sameiningu sveit- kominn að hann fari á fund Bjöms arfélaga á svæðinu í haust. Ef af Bjamasonar dómsmálaráðherra og sameiningu yrði gætu lögreglumál á ræði þessi mál. Þórólfur sýslumað- svæðinu batnað. ur segir að forsendur geti breyst ef gudmundur@dv.is Löggurí sýslum íslands Sýslumaðurinn á Akranesi Stærð sýslu- manns- umdæma íkm2 9 km2 Fjöldi fbúa 2001 5.655 Fjöldi lög- reglu- manna 2004 12 Fjöldi lögreglu- manna pr. km2 1,33 Sýslumaðurinn á Akureyri 3.890 km2 20.011 32 0,008 Sýslumaðurinn á Blönduósi 7.048 km2 3.453 13 0,002 Sýslumaðurinn í Bolungarvfk 109 km2 999 5 0,045 Sýslumaðurinn í Borgarnesi 5.276 km2 3.840 11 0,002 Sýslumaðurinn í Búðardal 2.421 km2 790 5 0,002 Sýslumaðurinn á Eskifirði 2.750 km2 4.830 21 0,007 Sýslumaðurinn í Hafnarfirði 220 km2 29.238 39 0,17 Sýslumaðurinn á Hólmavík 3.513 km2 859 4 0,001 Sýslumaðurinn á Húsavík 17.836 km2 5.423 4 0,0002 Sýslumaðurinn á Hvolsvelli 7.971 km2 3.223 15 0,002 Sýslumaðurinn á Höfn 6.281 km2 4.452 9 0,001 Sýslumaðurinn á (safirði 3.127 km2 16.500 16 0,005 Sýslumaðurinn í Keflavfk 729 km2 23.518 36 0,049 Sýslumaðurinn á Keflavíkurflugvelli 90 km2 1.037 47 0,52 Sýslumaðurinn f Kópavogi 80 km2 23.518 26 0,325 Sýslumaðurinn á Ólafsfirði 209 km2 1.037 4 0,02 Sýslumaðurinn á Patreksfiröi 2.605 km2 1.834 8 0,003 Sýslumaðurinn í Reykjavfk 747 km2 122.235 271 0,36 Sýslumaðurinn á Sauðárkróki 5.544 km2 4.411 16 0,003 Sýslumaðurinn á Selfossi 8.999 km2 12.285 28 0,003 Sýslumaðurinn á Seyðisfirði 13.562 km2 4.730 16 0,001 Sýslumaðurinn á Siglufirði 155 km2 1.560 7 0,045 Sýslumaðurinn í Snæfellsbæ 1.815 km2 4205 15 0,008 Sýslumaðurinn í Vestmannaeyjum 16 km2 4.522 13 0,8125 Sýslumaðurinn íVík 7.701 km2 1.093 6 0,0007 Tölur um stærð umdæma eru fengnar úr IS 50V gagnagrunni Landmælinga (s- lands. Tölur um fólksfjölda eru byggðar á skýrslu dómsmálaráðherra frá árinu 2002: Um stöðu og þróun löggæslu í landinu. Tölur um fjölda lögreglumanna eru byggðar á ársskýrslu Ríkislögreglustjóra frá ár- inu 2004 og ber að hafa í huga að hér er átt við alla þá sem eru á launaskrá, óháð því hvort þeir eru f tímabundnum störfum, frá störfum vegna veikinda eða af öðr- um sökum. V.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.