Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.2005, Síða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.2005, Síða 18
18 MÁNUDAGUR 15. ÁGÚST2005 Sport DV Bentí landsliðið Darren Bent, sóknarmaður Charlton, hefur verið kallaður inn í enska landsliðshópinn sem leik- ur á mið\ikudaginn vináttulands- leik gegn Danmörku. Hann kem- ur inn í hópinn í stað Andy John- son sem meiddist í 1-1 ja&iteflis- leik Crystal Palace gegn Norwich í ensku l.deildinni á lattgardag eftir aö hafa skorað jöfriunarmark Palace. Alan Smith hjá Manchest- er United baðst undan því að koma inn í hópinn í staðinn fyrir Bent þar sem hann aetíar sér að leika heilan leik með varaliði fé- lagsins á þriðjudag til að koma sér í gott leikform. Bent hefur aldrei leikið með A-landsliði Englands en hann kemur úr U21 landslið- inu, hann er í fantaformi um þessar mundir og skoraði tvö mörk í 3-1 sigri Charlton í úrvals- deildinrú á laugardag. Juve vill Cassano Juventus heldur áfram að revna að fá sóknarmanninn Ant- onio Cassano frá Roma en hann verður samningslaus eftir tímabil- ið. i orráðamenn Roma hafa verið að reyna að fá Cassano til að skrifa undir nýjan samning en það gengur erfiðlega. Heyrst hef- ur að þeir hafi hótað því að gevma hann á bekknum heilt tímabil ef hann skrifar ekki undir samning sem allra fyrst. Juventus er að reyna allt sem félagið gemr til að fá Cassano en nýjasta útspilið er það að bjóða Roma að fá Fabrizio Miccoli í * Mfer skiptum en hann hefur gefið það skýrt til kynna að hann sé ekki sátt- ur við að verma varamannabekk- inn f Tórínó. Reiknað er með þvi að Juventus bíði með að koma með tii- boð þar til við lokunar félaga- skipta- gluggans. "/ Ásthildur skoraði Ásthildur Helgadóttir, krratt- spyrnukona með Malmö í Sví- þjóö, skoraði fyrsta mark sinna mann er liðið bar sigurorð af Sunnena í sænsku úrvalsdeild- inni. Malmö er í öðru sæti deild- arinnar með 37 stig, rétt eins og Umea sem sitja á toppi deildar- innar með öllu betra markahlut- fall en Malmö. Djurgárden, and- stæðingar Vals f 2. umferð Evr- ópukeppni félagsliða, er f þriðja sæti með 24 stig eftir 13 umferðir, Woodgate að spila á ný Jonathan Woodgate, leikmað- ur Real Madrid, mun marka end- urkomu sína eftir að hafa verið meiddur í sextán mánuði raeð þvf að leika með unglingaliðum Real Madrid fyrst um sinn - drengjum sem eru fjórtán og fimmtán ára gamlir. ..Unglingamir eru ekki jafn sterkir og fullorðnir knatt- spymumenn og hentar það Woodv betur fvrst um sinn. Hann verður að ná sjálfstrausti sínu aft- ur jafnt og þétt og gleyma þeim meiðslum sem hafa hrjáð nann." Woodgate fór meö aðalliðinu f tveggja vikna æfingaferð ti! Aust- urríkis en lék ekkert þar. Þrír leikir fóru fram í Landsbankadeild karla í gærkvöldi. KR vann loksins sigur í Frostaskjóli er liðið vann ÍBV, 1-0. Þá vann Grindavík Fylkismenn heldur óvænt, 3-0, og Fram gerði sér lítið fyrir og vann upp á Skaga, 2-1. I Markaskorarinn Sigmundur Kristjdnsson skoraöi mark KR i leiknum. Loksins sigur hjá KR „Við stefhdum að því að spila góðan fótbolta hér í dag og það tókst og mér fannst þessi sigur fyllilega sanngjarn," sagði Kristján Finn- bogason, fyrirliði KR-inga, sem unnu góðan 1-0 sigur á ÍBV í gær og eru því að verða komnir í þokkaleg mál í deildinni, á meðan ÍBV er áfram f bullandi fallbaráttu. Nokkur batamerki var að sjá liði KR í leiknum og greinilegt að Sigur- steinn Gíslason er að ná að setja sitt handbragð á leik liðsins, þar sem boltinn er farinn að ganga betur manna á milli. Það var þó aðeins þrumufleygur Sigmundar Kristjáns- sonar sem skildi liðin tvö að í gær og þó KRingar hafi verið betri aðilinn á Hart barist Gunnar Þúr Gunnarsson og Hjörtur Júllusson. DV-mynd Brink vellinum, áttu Eýjamenn nokkur hættuleg færi í leiknum og KR getur þakkað markverði sínum Kristjáni Finnbogasyni fyrir að hafa fengið þrjú stig í gær. Þrátt fyrir sigurinn í gær vill Krist- ján ekki meina að KR sé komið á lygnan sjó. „Næstu tveir leikir eru gríðarlega mikilvægir og eru gegn liðum sem eru fyrir ofan okkur í töfl- unni, þannig að þeir verða mjög erf- iðir,“ sagði fyrirliðinn eftir leikinn. Fram klifrar upp töfluna Framarar halda áfram á sigur- braut og í gær unnu þeir verðskuld- aðan 2-1 útisigur á Skagamönnum. Daninn Bo Henriksen heldur áfram að skora og hann kom Fram yfir í gær eftir sendingu frá Andra Fannari Ottósyni. Það var eina mark fyrri hálfleiks en á 65.mínútu jöfnuðu Skagamenn úr ansi vafasamri víta- spyrnu. Garðar Örn Hinriksson dæmdi Eggert Stefánsson brotlegan og á punktinn fór Hjörtur Hjartar- son og skoraði af miklu ör- yggí- Eftir þetta mark þá vökn- uðu Skagamenn og sýndu fi'n tilþrif án þess þó að ná að skora. Sigurmark leiksins kom síðan á 80.mínútu en þá var það Viðar Guðjónsson sem skoraði gott mark með vinstri. Síðustu mínútumar léku Framarar einum færri því Jo- hann Karlefjard fékk að líta rauða spjaldið fyrir tveggja fóta tæklingu. Sigur Framara var fyllilega verð- skuldaður en þeim langaði mun meira í stigin þrjú og þau fengu þeir á endanum. Liðið hefur leikið mjög vel í undanfömum leikjum og er á miklu skriði um þessar mundir. sjá batamerki á liðinu fyrr en á síð- ustu tíu mínútum leiksins, en þá höfðu Grindvlkingar þegar gert út um leikinn með sjálfsmarki Guðna Rúnars Helgasonar. Grindvíkingar áttu sigurinn fyllilega skilinn í gær og er allt annað að sjá til liðsins í dag, eri var í 8-0 tapinu gegn FH á dögunum. iEf menn rífa sig ekki upp eftir 8-0 tap, geta þeir bara fundið sér eitthvað annað að gera,“ sagði Óli Stefán Flóventsson, leikmaður Grindavíkur eftir leikinn. Grindavík berst enn Grindvíkingar hafa ekki sagt sitt síðasta í botnbaráttunni í sumar, en í gær tóku þeir slakt lið Fylkis í kennslustund á heimavelli sínum í Grindavík. Leikurinn fór frekar ró- lega af stað, en eftir rúmlega halftímaleik skoraði Óskar Öm Hauksson eitt af fallegri mörkum sumarsins með hjólhestaspyrnu og nýskipaður sóknarmaður liðsins, Óli Stefán Flóventsson bætti við öðm marki þeirra gulklæddu nokkmm mínútum síðar. Þrátt fyrir tvær skiptingar í hálfleik hjá Þorláki þjálf- ara, virtist lið Fylkis áhugalaust og þunglamalegt og í raun var ekki að LANDSBANKADEILDIN KR-lBV 1-0 Grindavlk-Fylkir MÉSI (A-Fram 1-2 Staðan: FH 13 13 0 0 39-5 39 Valur 13 10 0 3 27-9 30 ÍA 14 6 2 6 17-18 20 Keflavík 13 5 5 3 24-27 20 Fylkir 14 5 2 7 23-25 17 Fram 14 5 2 7 15-20 17 KR 14 5 1 8 15-21 16 Grindavík 13 3 3 7 14-28 12 Þróttur 13 2 4 7 15-21 10 IBV 13 3 1 9 10-25 10 Gunnar Heiðar Þorvaldsson stendur sig vel í Svíþjóð: Aftur þrenna og er kominn á spjöld sög „Ég held að við emm tveir sem höfum tvisvar skorað þrennu á sama tímabilinu síðan að sænska úrvals- deildin var stofnuð,“ sagði Gunnar Heiðar Þorvaldsson, hæstánægður með þrennuna sem hann skoraði í 6-0 sigurleik Halmstad á botnliði Sundsvall. Auk þess að skora mörkin þrjú lagði Gunnar Heiðar tvö mörk upp til viðbótar og átti hann því þátt í fimm af sex mörkum liðsins. „Það var allt á öðmm endanum eftir leik- inn,“ segir Gunnar Heiðar. „Ég fór svo í nokkur sjónvarpsviðtöl og tugi blaðaviðtala eftir leikinn og vissi ég ekki hvaðan helmingurinn af því fólki kom,“ segir hann og hlær. „Maður brosti bara og hafði gam- an." „Þetta var roslega mikilvægur leikur fyrir okkur. Við emm frekar neðarlega í deildinni sem stendur sem er alveg ótrúlegt miðað við mannskapinn sem liðið hefur. Hlut- irnir hafa ekki verið að ganga upp hjá okkur í síðustu leikjum en við ætluðum að sýna í dag hvað við get- um og við vildum sýna að við ættum ekki heima í þessum hluta deildar- innar. Það eru núna átta umferðir eftir og ég tel það afar ólíklegt að við munum ekki halda sæti okkar í deildinni." Gunnari líkar vistin vel í Svíþjóð en hann hefur nú unnið sér inn sæti í byrjunarliði Halmstad eftir að hafa vermt varamannabekkinn í upphafi tímabils. Hann varð reyndar fyrir smávægilegum meiðslum ekki alls fyrir löngu og missti af þremur leikj- um. Hann minnti þó all rækilega á sig í dag. eirikurst@dv.is „Ég fór í nokkur sjónvarpsviðtöl og tugi blaðaviðtala Gunnar Heiðar Þorvaldsson Skoraöi þrennu ööru sinni i sum- ar meö sænska liöinu Halmstad.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.