Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.2005, Side 23

Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.2005, Side 23
J3V Sport MÁNUDAGUR 15. ÁGÚST2005 23 f Sumarið hef- ur svo sannar- lega verið far- sælt fyrir tennis- kappann Arnar Sigurðsson sem varð í gær íslandsmeistari níunda árið í röð. Arnar hefur unnið frábær afrek á árinu og ljóst að framtíð hans í heimi íþróttarinnar er björt. A heimsmælikvarða „Þetta veitti mérmikið sjálfstraust og sýndi að vegurinn er ekki svo langur." [slandsmeistarinn Arnar Sigurðsson lyfti um helgina sinum níundan íslandsmeist- aratitli í tennis í röð. Hann bar sigurorð af Raj Bonifucius i úrslitaleiknum eins og svo oft áður. Arnar Sigurðsson varð í gær íslandsmeistari í tennis níunda árið í röð en hann er 23 ára og má með sanni segja að hann sé á hraðri uppleið í tennisheiminum. í síðasta mánuði varð hann fyrstur íslendinga til að komast á heimslista atvinnumanna í einliðaleik en þeim magnaða áfanga náði hann eftir mót í Kassel í Þýskalandi sem var liður í ATP-mótaröðinni. Nokkrum dögum síðar vann hann sigur á einum af 100 bestu tennisleikurum heims. Það er mikið afrek að komast inn á heimslistann en Arnar segist þó hafa haft það á tilfinningunni að það myndi gerast, það hefði bara verið spurningin hvenær. „Þetta small saman á þessu móti í Þýskalandi þegar ég og Andri Jóns- son fengum fyrstu stigin í tvfliðaleik. Ég komst síðan í gegnum undan- keppnina og í sjálfa aðalkeppnina þar sem ég vann í fyrstu umferð í hörkuleik fyrir firaman fulla stúku af áhorfendum. Þetta var ákveðið spennufall þar sem ég var búinn að bíða lengi eftir því að komast inn á þennan lista. Það er svo rosalegur flöldi manna að berjast um þetta," sagði Amar. Ótrúlegt afrek Fljódega eftir þetta firækna afrek hélt Arnar til keppni á Davis Cup þar sem hann vann eitt mesta íþrótta- afrek íslendings á árinu þegar hann sigraði keppenda sem hefur verið á topp 100 yfir bestu tennisleikara heims síðustu tíu ár. Arnar og íris íslandsmeistarar Það kom fáum á óvart er Amar Sigurðsson, TFK, og íris Staub, TFK, urðu um helgina íslandsmeistarar í tennis en bæði unnu þau úrslita- leild sína mjög örugglega. í tvenndarleik sigurðu þau Jón Axel Jónsson og íris Staub, bæði úr TFK, en Arnar Sigurðsson og Davíð Halldórsson, TFK urðu íslandsmeistarar í tvfliðaleik karla. Andri Jónsson, sem tapaði fyrir Raj Bonifacius í undanúrslitum, vann Davfð í leik um þriðja sáetið í einliðaleik karla. Andri knúði fram sigur í oddalotu sem hann vann með átta settum gegn sex. „Þetta er maður sem hefur unnið sér inn yfir 200 milljónir í verðlaunafé um tíðina og svo hefur hann einnig fengið fjárhæðir í gegnum samninga við íþróttafyrirtæki og slrkt. Stuttu áður en ég.vann hann var hann að leggja menn sem eru meðal tíu bestu í heiminum," sagði Amar en þetta er mesta afrek íslensks tennis- leikara hingað til. Vakti mikla athygli Þessi sigur Arnars vakti athygli víða og til dæmis .greindu dagblöð sem gefin eru út í Kalifomíu í Bandaríkjunum frá þessu en þar er Amar í skóla. „Þetta veitti mér mikið sjálfstraust og sýndi að vegurinn er ekki svo langur. Ég hef keppt við níu sem em nú meðal 150 bestu í heim- inum og hef unnið þrjá af þeim. Það sýnir að allt er hægt ef vfljinn er fýrir hendi," sagði Amar sem hefur átt frábært sumar svo ekki meira annað sagt. „Það hefur gengið vel í sumar. Ég setti mér ákveðin markmið, eins og t.d. að komast inn á atvinnu- mannalistann. Það hefur verið mik- ill stöðugleiki hjá mér í sumar og ég tel mig vera orðinn heil steyptari leikmann." Markaskorari í fótbolt- anum Arnar byrjaði níu ára gamall í tennis en hann var einnig liðtækur í fótbolta og var á sínum tíma markakóngur Shellmótsins. Hann valdi þó tenn- is framyfir og sér ekki eftir því. Hann ætlar sér að hella sér af krafti út í atvinnumannaferilinn þegar hann hefur lokið skólagöngu í Bandaríkjunum en þar á hann eitt ár eftir. Hann hefur spflað í banda- rískum háskólatennis með frábær- um árangri og var valinn leikmaður ársins í skólanum sínum. Nánast all- ur hans tími fer í tennis og skólann en hann uppsker svo sannarlega eins og hann sáir. „Eftir áramót þá keppi ég hveija einustu helgi frá lokjanúar þar til um miðjan Ég hef sett mér markmið sem ég ætla að taka í skrefum og vonandi held ég áfram á þessari braut," sagði Arnar. elvar@dv.is h\TT

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.