Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.2005, Page 29

Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.2005, Page 29
DV Fréttir MÁNUDAGUR 15. ÁGÚST2005 29 Úr bloggheimum Ég þegi „Ég stend á mótum Laugavegs og Klapparstígs og fylgist meö Gay Pride skrúðgöngunni. Árni Magnússon gengur fram- hjá. Við hliðina ámér heyrist karl- maðurá þrítugsaldri segja við kær- ustu sína:„Sérðu! Þarna er mennta- málaráðherra!" Ég þegi." Atli Bollason - bollason.blog- spot.com Póetískt „Aiiavega, Ibrahim Ferrer er dáinn, og það er leiðinlegt. Ég verð að viðurkenna, að mérþóttisér- staklega gaman, jafnvel Ijóðrænt, að sjá fréttina um Björgólf Thor og ísinn framan á DV um daginn. Póetískt er kannski réttara orð, en Ijóðrænt. Stundum, og bara einstaka sinnum, verða breyskleikar guðanna lýðum Ijósir. Guð lét andskotann gabba sig I Jobsbók - féll í freistni - Þór þurfti að klæðast kvenhami til að endur- heimta Mjölni, að lokum fékkAkkiles eitraða ör í hælinn - og stundum lenda ríkustu menn í heimi iþví að eiga ekki innistæðu fyrir ís.* Eiríkur Örn Norðdahl blog.central.is/amen Situr og syrgir „Afhverju er ég á Laugarvatni? Af hverju eru bara til fimm vikna gamlir Moggar niðri i staffaeldhúsi? Af hverju var Eiríkur Örn Norðdahl fyrsti fjölmiðillinn sem sagði mér að Ibrahim Ferrer væri dá- inn? Ó mig auma, þessi andlitsfríði sjarmör sem eitt sinn blikkaði litlu systur úr glugganum á rútu. Ég slekk á Sigur Rós. Einnar mínútu þögn í lobbíinu." Krístin Svava Tómasdóttir blog.central.is/sacredshit Berlínarmúrinn reistur Þennan dag árið 1961, tveimur dögum eftir að hafa hindrað aðgang milli Austur- og Vestur-Berlínar með gaddavír, hófu stjómvöld í Austur- Þýskalandi byggingu Berlínarmúrsins. Hann varð fimmtíu kílómetra langur, úr steinsteypu og gaddavír. Berlínarmúrinn hafði það hlutverk að stöðva vaxandi flóttamannastraum frá Austur-Þýskalandi til Vestur- Þýskalands. í ágúst 1961 flúðu að meðaltali tvö þúsund Austur-Þjóð- verjar yfir til vestursins á hveijum degi. Margt flóttamannanna var vel mennt- að fólk sem mikill missir var að og hafði þetta slæm áhrif á efnahagslífið í Austur-Þýskalandi. Við lok sfðari heimsstyijaldarinnar var Þýskalandi skipt á milli sigurvegar- anna. Höfuðborginni Berlín var sömu- leiðis skipt, jafnvel þótt hún væri inni á miðju svæði sem Sovétríkin fengu í sínar hendur. Bretar, Frakkar og Bandarikjamenn sameinuðu þá hluta sem þeir fengu í Vestur-Þýskaland. Þegar múrinn var reistur 1961 hafði spennan magnast mjög á milli austurs og vesturs. Bætt var við Berlínarmúrinn út árið 1961. Hann þjónaði hlutverki sínu vel og sífellt færri náðu að flýja yfir til vestursins. Frá 1961 til 1989, þegar múrinn var rifinn, höfðu aðeins um fimm þúsund manns náð að flýja yfir. Enn fleiri höfðu verið teknir höndum áður en þeir komust yfir og 191 var drepinn við flóttatilraun. Undir lok níunda áratugarins voru Sovétmenn komnir svo að fótum fr am að þeir treystu sér ekki tfl að verja kommúníska stjómkerfið í evrópsku Lesendur DV eru hvattir til að senda okkur tölvupóst á netfangið ritstjorn@dv.is og láta í Ijós skoðanir sínar á málefnum liðandi stundar. Vond þjónusta í Bónus í Kringlunni Reiður viðskiptavmm úr Bónus hringdi: Ég fór í Bónus í Kringlunni á dög- unum til þess að kaupa mér matvæli eins og gengur og gerist. Ég hef farið víða um land og verslað meðal ann- ars í Bónus á Egilsstöðum og Akur- eyri en aldrei hef ég kynnst eins lé- legri þjónustu og í Bónus í Kringl- unni. Ekki nóg með það að ég hafi þurft að bíða í röð í 12 mínútur. Heldur mætti ég leiðindaviðmóti hjá afgreiðsludrengnum. Hann lét sem hann sæi ekki viðskiptavinina og hlustaði á Ipod og söng með. í stað- inn fyrir að sinna viðskiptavinum sem borga fyrir hans þjónustu. Því- lík ósvífni og yfirlæti. Bónus hefrir gert margt gott fyrir neytendur og get ég ekki kvartað yfir vöruverðinu í verslunum þeirra. Ég er þó ekki tilbúin að mæta svona hroka og stælum fyrir lægri mjólkur- lítra. Þá er allt eins hægt að hafa sjálfsafgreiðslu í þessum verslunum, ef þetta á að vera svona. Kannski er rétta lausnin að þeir Jón Ásgeir og Jóhannes faðir hans hækki launin hjá þessum aumingj- ans starfsmönnum í Bónus. Ein- hverra hfluta vegna grunar mig að drengurinn með Ipod-spilarann hafi Lesendur ekki verið á neinum forstjóralaun- um. Einhvers staðar heyrði ég að þessir krakkar sem vinna þama fái aðeins eina kaffipásu yfir daginn, tvær ef vel liggur á yfirmönnum. Hvað sem því líður vfl ég senda vinsamleg tflmæli til verslunarstjóra Bónus í Kringlunni og biðja hann að taka Ipod-spilara af starfsmönnum sínum. Útlendingar í sturtu! Guðnýhringdi: Mér firmst óþolandi að útlending- ar geti farið ofan í sundlaugar án þess að þrífa sig fyrst. Á sumrin fyllast laugar landsins af þreyttum og oft illa lyktandi ferðamönnum sem sjaldn- ast stoppa við í sturtunum áður en þeir stinga sér ofan í vatnið. Á meðan sundverðir standa vörð um að ís- lensku börnin þrífi sig almennilega áður en þau fara út í laugina komast útlendingamir upp með að sleppa sturtunni eða í mesta lagi bleyta sig í sundfötunum. fslensku bömin vita að þau eiga að þrífa sig áður en þau fara ofan í og þau fara langflest eftir þeim reglum svo verðimir geta sleppt Lesendur því að fylgjast með þeim. Oft finnst manni eins og þeir nenni einfaldlega ekki að útskýra fyrir útlendingunum að þeir verði að þrrfa sig án sundfata og horfi því í aðra átt á meðan þessir gestir koma sér í laugina. Grey útlendingamir geta ekkert að þessu gert. Þeir vita einfaldlega ekki betur þótt skilti hangi uppi um ingum i sturtu að mati lesanda. alla veggi. Mér finnst tími kominn tfl að baðverðim- ir h'ti af bömunum og einbeiti sér að siða til þetta ágætis fólk sem oftar en ekld er einmitt komið í sund til að þrífa sig eftir langa vem í tjaldi eða á reiðhjóli á leið sinni um landið. Ég skfl alveg að þeir vflji nota þessar laugar enda flestar íslenskar sundlaugar tfl fyr- irmyndar. Við skulum halda þeim þannig og láta alla þrífa sig áður en þeir stinga sér ofan í vatnið. í dag árið 1936 hófust fram- lcvæmdir við byggingu Háskóla íslands þegar tíu atvinnulausir stúd- entar byrjuðu að grafa fyrir grunninum. Bygg- ingin var formlega tek- in í notkun 17. júní 1940. lepprikjunum með valdi. Hinn 9. nóv- ember 1989 gerðist sá heimssöguiegi atburður, að Berlínarmúrinn, sem hafði staðið ffá árinu 1961, tákn frelsis og óffelsis, var brotinn niður af fbúum Austur-Berlínar. Smáu samfélögin virka Nú hallar sumri og ferðalögum fækkar, skólamir byrja og bömin komast í rétta rútínu, ferðaþjón- ustan minnkar og fólk endar góða samvem á mismunandi hátt. Ég er stödd á Höfn í Hornafirði og upp- lifði hátíð við Jökulsárlón þar sem vertinn þakkaði sínu fólki samver- una með þvílrkri sýningu af flug- eldum og upplýstum jökum og sveitungar vom með ball á eftir. Þetta hefur hann gert um nokk- urra ára skeið og fólk í nágranna- byggðum leggur á sig klukku- stundaralcstur um miðnætti til þess að taka þátt í þessu með þeim og er stemmingin mjög góð. Mér er sem ég sæi höfuðborgar- búa gera þetta í rigningunni eins og var við lónið núna á laugar- dagskvöld. Þetta sýnir hvað lands- byggðarfólk lætur sig varða vel- gengni náungans og samkenndin er eins og rauður þráður þegar komið er í smærri samfélög. Ef þú ert að byggja þá hjálpa menn hver öðmm og miðla af þekkingu sinni fyrir nú utan hvað frjálsræðið er meira hjá börnunum. Hið unga og hæfileikaríka fólk ætti að prófa að vera á svona stöðum í þessum litlu samfélögum. Það em nánast allir eitthvað númer. Erfiðast í myrkrinu „Þetta tekur náttúrulega á enda veðrið búið að vera misjafnt," segir Kjartan Jakob Hauksson, kafari og sjó- maður sem mun fljótlega ljúka ferð sinni hringinn í kringum landið á ára- báti. Þegar blaðamaður heyrði í Kjart- ani var hann staddur á Stokkseyri en þangað kom hann á laugardagskvöld- ið eftir að hafa róið í 30 tíma samfellt. Aðferðin sem Kjartan notar er svokall- aður ólympískur róður þar sem fæt- urnir em einnig notaðir. „Ég ræð stíft og er ekkert að dóla við þetta enda get- ur maður aldrei treyst veðrinu," segir Kjartan, sem er að láta gamlan draum rætast. „Þetta hefur verið gamall draumur hjá mér og í leiðinni undirbúningur fyrir að róa yfir Atlantshafið," segir Kjartan Jakob, en hann stefnir á ferð yfir Atlanshafið á næstu tveimur til þremur ámm og ætlar hann sér að róa einn án fylgdarbáts. „Ég mun einfald- lega taka með mér slatta af mat og leggja af stað.“ Er hringferðinni lýkur Fjölskyldan erstundum hrædd um mann, aðal- lega mamma og börnin, en þau láta sig hafa þetta enda ýmsu vön. verður Kjartan sá fyrsti sem róið hefur hringinn f kringum landið án aðstoðar frá mótor eða segli, en á ýmsu hefur gengið í ferðalaginu. Hann lagði upp- haflega af stað frá Reykjavík í byrjun sumars en varð að byrja aftur eftir að hafa eyðilagt bátinn í brimi á Horn- ströndum. Seinna lagði hann svo aftur af stað ffá Grindavík á sjómannadag- inn. „í heildina séð hefur veðrið verið afar gott en þetta er samt alltaf erfitt í myrkrinu um nætur," segir Kjartan og bætir við að það hjálpi að hann sé al- veg laus við myrkfælni. „Fjölskyldan er stundum hrædd um mann, aðal- lega mamma og bömin, en þau iáta sig hafa þetta enda ýmsu vön. Ég starfa sem kafari og sjómaður og þau því vön að ég sé annað hvort úti á sjó eða ofan í sjó." Kjartan býst við að vera kominn til Reykjavíkur fyrir næstu helgi enda vill hann ekki missa af hátíðahöldunum á menningarnótt. „Það má segja að ég sé kominn af því að erfiðasta kaflan- um er lokið. Héðan af verður þetta auðvelt. Svo er bara að skella sér á ball um kvöldið." ,, . „„ wpröa fvrstur allra til að róa umhverfis Island. Hann er jrtan Jakob H“uks*on því vanur sjónum. Ferðin er hluti af undirbúningi f“rl °c ft/Hrferð hans yfir Atlantshafið á árabáti. Kjartan ætlar að róa áður ófarna ð yfír hafið. Hann býst við að leggja af stað í leiðangurinn eftir tvö til þrju ár.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.