Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.2005, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.2005, Blaðsíða 32
32 MÁNUDAGUR 15. ÁGÚST2005 Menning DV Fyrir fáum vikum var greint frá því hér á síðunum að væntanleg væri á markað frá Bjarti skáldsag- an Dauðinn og mörgæsin eftir Andrej Kúrkov í þýðingu Áslaugar Agnarsdóttur. Nú er sagan komin út og er önnur bókin í hinni merku ritröð neon sem er með tónaðri brúnleitri kápu en áður voru þær jafnan í skærum litum. SÖgU- svið er Úkraína ý’ eftir að Sovét- ríkin hafa lið- ast í sundur. Viktor, hæglát- ur rit- höf- undur, býr í blokk Ammíj Krtuíov Ritfregn Og heldur mörgæs sem hann hefur tekið í fóstur úr fjárvana dýragarði Kænugarðs. Einn daginn er hann ráðinn í lausa- mennsku við dagblað til að skrifa minningargreinar um mik- ilsháttar menn sem blaðið vill hafa til taks þegar viðkomandi hrekkur upp af. Höfúndur fjallar um fjarstæðu- kenndan veruleika eftir fall jám- tjaldsins. Ktirkov kemur hingað á bókmenntahátíð í haust. Sagan hefur verið þýdd á fjölda tungu- mála á síðustu árum og fengið góða dóma. Leiðbeinandi verð kr. 1980 en sagan er 235 bls. að lengd. Bjartur hefúr nú hafið útgáfu í nýrri röð til viðbótar við Svörtu bæk- urnar og Neon. Það er Hnot- skum - ritröð um vís- indaleg efni. Fyrsta bókin er komin út og segir þar frá gen- um. f Lífaflífí fjallar Guðmundur Eggertsson um rannsóknir manna á erfðaefninu, allt frá því að þær hófust á sfðari hluta 19. aldar og til þessa dags. Skýrt er hvemig genið er úr garði gert og hvemig það starfar í lifandi frumu. Síðast en ekki síst er sagt frá þeim umdeildu rannsóknaraðferðum sem kennd- ar em við erfðatækni og frá hug- myndum manna um að nýta þær, aðferðir til lækninga og jafttvel breytinga á erfðaefni mannsins. Dr. Guðmundur Eggertsson var prófessor í líffræði við Háskóla íslands á ámnum 1969-2003 og kenndi þar einkum erfðafræði, jafnframt því að stunda rannsókn- ir í sameindaerfðafræði. Guð- mundur hefur birt fjölda greina um rannsóknir sínar og fræðasvið í íslenskum og erlendum tímarit- um og er virtur fræðimaður á þessu sviði á alþjóðlegum vett- vangi. BolshoMeikhúsið að hruni komið Slðla sumars var tilkynnt að Bolshoi-leikhúsinu I Moskvu yrði lokaö vegna viðgerða sern áttu að kosta Iitlar25 billjónir rúblna sem lætur nærri að séu 60 milljarðar króna. Þetta voru engin tlðindi fyrir Rússa. Það hefur verið talað um síðan 1990 að húsið, sem er 180 ára gamalt, þyrfti viðgerða við. Það vantar nýtt raf- kerfi og brunakerfi f húsið. Það er ekki talið öruggt lengur og því var því lokað. Sex sva/a salinn verður að laga, endurbæta grunn og útveggi og byggja sviðið á ný.Áætlað varað viðgerðin tæki þrjú ár. Nú hefur fjármaáaráðherra landsins tilkynnt að fé skorti til viögerðanna, hvort 9 billjónir dugi ekki? Hug- myndum hans hefur verið báglega tekið þvlþótt víða ríki eymd I gamla Sovét hefur Bolshoi-leikhúsið yfir sér yfirbragð frægðar. Þar voru fluttar óperur og ballettar sem þykja ein helsta stoð hámenningar þar í landi. Umsjónarmenn viðgerðanna hafa hótað að segja af sér efþeir fá ekki fjármagn sem þarf. Þetta minnir óneitaniega á viðhald Islenskra stórhýsa ríkisins sem eru svo vanhaldin Iárlegu viðhaldi að á nokkurra ára fresti er ódýrara að byggja ný hús en laga þau gömlu, sem ersamtgert. Er það bara skrök og grobb að íslenskum höfundum gangi vel á erlendum mörkuð- um? Stundum er látið að því liggja. Raunin virðist vera önnur á þeim mörkuðum sem íslenskir höfundar eru hvað fyrirferðarmestir á. Sjón, Einar Már og Arnaldur Indriðason eiga allir bækur á dönskum haustmarkaði en bókaútgáfa þar í landi reiðir sig ekki síður á þýdda virta höfunda en heimamenn. Andstætt venjum hér á landi þá taka nýjar bækur að streyma á danska markaðinn þegar á haust- mánuðum. Yfirlit Politilken um spennandi titla sem koma inn á markað á næstu vikum bera með sér að danskur bókamarkaður er ekki síður opinn fyrir þýddum verkum en nýjum frá dönskum höfúndum. Efn- isval danskra bókaútgefenda er víð- feðmara en þekkist hér á landi sem má skýra með stærri markaði. Þeir Einar Már og Arnaldur hafa áður sent frá sér bækur á danskan markað, Einar er þar með sterka stöðu og Bítlaávarpið er þar væntan- legt, en Röddin eftir Arnald er næst á dagskrá hjá dönskum útgefanda hans. Skuggabaldur eftir Sjón hefur verið þýdd vegna tilnefningar til Norðurlandaráðsverðlauna hans og er nú að koma út í Danmörku. Fróðlegt er að skoða hvernig ís- lenskar útgáfur á þýðingum hafa í sumum tilvikum komið út á undan dönskum. Þannig er Blinda eftir Jose Saramago að koma út í haust en hefur verið fáanleg hér á annað ár. Ian McEwan sendi í vetur sem leið frá sér Saturday sem vakti nokkuð umtal hér heima í sumar og var víða lesin, en ekki hefur heyrst að forlag hans hér á landi stefni á þýðingu verksins. Hún er væntanleg í danskri þýðingu strax í haust, eins og ný saga Kazuo Ishiguros. Báðir eru til- nefndir til Booker-verðlauna fyrir þessi verk. Léttari skáldsögur eru fyrirferðar- miklar. Doðrantur Susönnu Clarkes /onathan Strange & Dr. Norrell hef- Eínar Már Guðmundsson rit- höfundur Hann lagði snemma á ferli sínum ríka áherslu á að koma verkum slnum á framfæri erlendis og leitaði til gamals kennara slns úr háskólanum sem þýddi fyrst Ijóðabækur hans á dönsku. ur selst þokkalega hér á síðasta ári og verður fáanlegur í danskri útgáfu í haust. Þar verður líka hægt að lesa í þýðingu verk á borð við sögu Joseph O’Connors Star of the sea, um flótta fra vestur um haf út af hung- ursneyðinni, sem kom út 2002. Jos- eph hefur verið virkur lengi á írlandi sem höfundur og nýtur þar álits. Bretinn Louis de Bemieres sem þekktur er fyrir Captain’s Corelli’s Mandolin á nýja sögu á dönskum markaði í haust, Birds without wing sem kom út 2004. Bretinn Easton Ellis sendi frá sér söguna Lunar Park fyrir stuttu og kemur hún strax í haust á dönsku. Það er líka tilfellið með nýja skáld- sögu Johns Irving Until I find you. Philip Roth vakti mikla athygli í fyrra fyrir Plot against America sem er væntanleg. Greinarhöfúndur Politiken um haustútgáfúna gerir mikið úr fyrir- framgreiðslu fyrir réttinn á metsölu- bók eftir Raymond Khoury sem þræð- ir troðna slóð Dans Brown. Fyrir hana greiddu danskir útgefendur 5 millur sem þykir hátt þar í landi. Norskir höfundar em sumir síð- komnir á danskan markað; Karl Ove Knausgaard var verðlaunaður 1998 fyrir Ude af verden og birtist loks í haust á dönskum markaði. Aðrir em skjótari; Jan Kjærstad sendir frá sér Konge af Europa um netkóng sem gerist útigangsmaður. Annar verð- launakóngur, Lars Saabye Christen- sen fær þýtt eftir sig smásagnasafn, Oscar Wildes elevator. Þetta þykja helstu tíðindin af markaði þýddra bóka í Danmörku í haust og er það merki um nokkra verðleika að þessar þrjár íslensku sögur skuli taldar í hópi þeirra at- hyglisverðustu sem á þann markað berast, eins og sjá má af í hvaða hópi þær em taldar í Politiken í gær. j Arnaldur Indriðason rithöfundur I Veigengni hans á erlendum mörkuð- um eykst stöðugt þrátt fyrir aðhann I verði að keppa við mörg vinsæl og I fræg nöfn frá stærri málsvæðum. | Sjón rithöfundur Skáldið og súrr- 1 ealistinn hefur mörg járn f eldinum. INúnaerhann að leggja lokahönd á j teiknimynd fyrir alþjóðamarkað, | Onnu og skapsveiflurnar. Þrælmenntaðar konur í tónlist frá gleymdum tíma Barrokk í Laugarnesi W Heike ter Stal, Jóhanna Halldórs- dóttir ,Steinunn Arnbjörg Stefáns- dóttir og Guðrún Óskarsdóttir Það heldur áfram hljómleikahaldi I safni Sigurjóns annað kvöld en þá verð- ur leikin Itölsk barokktónlist eftir átta tónskáld þess tíma. Þau Jóhanna Hall- dórsdóttir alt, Heike terStal teorba, Steinunn Arnbjörg Stefánsdóttir barokkselló og Guðrún Óskarsdóttir semball spila. Jóhanna sérhæföi sig I flutningi á barokk- og endurreisnartónlist að loknu námi. Jóhanna hefur sótt nám- skeið á sviði barok- og endurreisnar- tónlistar og komið reglulega fram með ýmsum tónlistarhópum IÞýskalandi og Sviss bæði sem einsöngvari og þátttak- andi I kammertónlist.Síðastliðið sumar var hún ráðin söngkona við þýska hóp- inn Penalosa Ensemble sem sérhæfir sig I að flytja endurreisnartónlist.Jó- hanna syngurmeð Rinascente í Nes- kirkju. Heike ter Stal er fædd i Aachen í Þýskalandi. Hún stundaði gltarnám og nám í tónlistarkennslufræðum í Hannover. Að námi loknu fór áhugi hennar á hljóðfærum barokk- og end- urreisnartímans vaxandi og 1996 hóf hún nám á lútu og teorba (chittarone) við Alte Musik-deild Tónlistarháskólans ÍTrossingen. Heike kemur reglulega fram meðýmsum afvirtustu barokk- og endurreisnar hópum Þýskalands sem eru eftirsóttir víða um Evrópu. Steinunn Arnbjörg Stefánsdóttir hóf sellónám hjá Hauki Hannessyni og síð- ar hjá Gunnari Kvaran og lauk einleik- araprófi 2000. Þá hélt hún til náms I París. Frá haustinu 2003 hefur hún lagt stund á barokksellónám sem og kammertónlist, gregorsöng, barokk- dans og sitthvað fleira. Ytra leikur hún með ýmsum hópum, sér f lagi barokk- og spunatónlist. Hér heima hefur hún m.a. leikið með Sinfóníuhljómsveit ís- lands og Sinfóníuhljómsveit Norður- lands og kammersveitinni ísafold. Guðrún Óskarsdóttir lauk píanó- kennaraprófi frá Tónlistarskólanum I Reykjavík og nam semballeik hjá Helgu Ingólfsdóttur. Framhaldsnám stundaði hún í Amsterdam í Basel og París. Guð- rún hefur leikið inn á hljómdiska og komið fram sem einleikari, meðleikari og þátttakandi í kammertónlist á fjöl- mörgum tónleikum á Islandi og víða i Evrópu. Hún hefur unnið með Islenska dansflokknum og hjá Islensku óperunni og spilar reglulega með Bach- sveitinni í Skálholti, Caput hópnum, Kammer- sveit Reykjavíkur og Sinfóníuhljómsveit Islands. Tónleikarnir hefjast klukkan 20.30. Kaffístofa safnsins er opin eftir tónleika.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.