Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.2005, Blaðsíða 17
DV Fréttir
MIÐVIKUDAGUR 7. SEPTEMBER 2005 17
Fluttur til Frakklands Frönsk
yfirvöld komu Frakkanum Gilles
Marschall til hjálpar oghann
ætlaði að fíytja til Parísar.
Travolta flottur John Travolta kom til hjálp-
ar á flugvél sinni og fíaug með hjálpargögn til
New Orleans. Hann heilsaði upp á björgunar-
sveitir með konu sinni, Kelly Preston.
Líkin enn á floti Borgarstjóri
New Orleans óttast að fjöldi líka
til viðbótar komi I Ijós þegar
borgin veröur þurrkuð upp.
Tómur leikvangur Nánast all-
ir ibúar borgarinnar hafa nú yf-
irgefið hana.
„Ég mun finna út hvað fór úrskeiðis," sagði
Bush ígær. „Það er nægur tími tii að finna það
út. Ameríka verður að vera viðbúin öðrum
hörmungum. Hvortsem þau verða af náttúr-
uríhar hendi eða vegna gereyðingarvopna
Nasistar
lúmskir
Breska þjóðskjalasafnið í Kew
setti í gær mynd til sýnis. Á henni
sést hvernig sérhannað
súkkulaðistykki nasista úr seinni
heimsstyrjöld inniheldur
sprengiefhi. Nasistar höfðu alls
kyns áætlanir um hvernig væri
hægt að lauma sprengiefni inn í
Bretland til skemmdarverka.
Meðal annars í súkkulaðinu og í
dauðum rottum.
Forseti Zimbabwe ævareiður vegna Hollywood-myndar
Mynd Nicole Kidman CIA-áróður
Zimbabwe hefur ásakað aðstand-
endur Hollywood-myndarinnar The
Interpreter um að halda uppi áróðri
gegn Robert Mugabe forseta fyrir
CIA.
Upplýsingaráðherra landsins,
Chen Chimutengwende, sagði að
myndin, sem Sidney Pollack leikstýrði,
væri illa dulbúin árás
á Mugabe. í
henni leikur
Nicole Kid-
man túlk
hjá Sam-
einuðu
þjóðun-
um sem
Kidman er Túlkurinn Myndin var sýnd á Islandi íapril og Zimbabwe Ijúlí.
Robert Mugabe Feri
heimsókn til Sameinuðu
þjóðanna I næstu viku - al-
veg eins og i myndinni.
hlerar áætlun um launmorð á afn'sk-
um forseta. Chimutengwende sagði
þetta hreinan áróður. „Þetta er merki
þess að óvinir Zimbabwe hvíl-
ast ekki. í myndinni fer afríski
forsetinn í heimsókn til Sam-
einuðu þjóðanna. Forseti okkar
fer í heimsókn þangað í næstu
viku. Þetta eru augljós tengsl
við herra Mugabe og hluti af stans-
lausri árás CIA. Við munum hins vegar
sigra þá og hina nýju nýlendustefnu.
Við sigruðum gömlu nýlendustefnuna
áður."
The Interpreter var sýnd í kvik-
myndahúsum í Harare, höfuðborg
Zimbabwe, í júlí. Stjómarandstaðan
segir ásakanimar vænisýki.
Bylting á
Satúrnus
Bandarískir og evrópskir
vísindamenn kynntu í vik-
unni nýja uppgötvun varð-
andi hringi Satúrnusar.
Hingað til var haldið að
þeir væm gerðir úr hörðum
ísmolum en í ljós kom að
þeir em úr mjúkum snjó-
boltum. Þá em nokkrir
hringir samfelldir í kringum
plánetuna og bregðast við
þyngdarafli tungla plánet-
unnar. Vísindamennirnir
sögðust aldrei hafa séð
annað eins.
Rússar í geim
á morgun
Á morgun tekur rúss-
neska geimflaugin Soyuz-
U á loft frá Baikonur-geim-
stöðinni í Kazakhstan.
Geimflaugin kom sér fyrir
á skotpallinum í gær en
hún inniheldur vistir og
tæki fyrir alþjóðlegu geim-
stöðina. Á meðan Banda-
ríkjamenn eru í sámm
vegna tæknibilana í flaug-
um sínum halda Rússar
geimferðum mannkyns á
lofti.
Bannað að
stela á netinu
Hinn frjálsi netheimur
tónlistar og kvikmynda
varð fyrir áfalli í fýrradag
þegar ástralskur
dómari
G&á&tsbC&lEZ
skiptifor-
ritið Kazaa ólöglegt.
Hann skipaði eigendum
forritsins, fýrirtækinu
Sharman Networks, að
breyta því þannig að ekki
verði hægt að hala ólöglega
niður. Tónlistarútgefendur
hoppuðu hæð sína í loft
upp af kæti í kjölfarið.
Söguleg ást
Sögulegt skref verður
tekið í sjónvarpssögu
Singapore seinna í vik-
unni. Þá fer fyrsti stefnu-
móta- og ástarmálaþáttur
landsins, Love Airways, í
loftið. Honum stjórnar Dr.
Wei Siang Yu, sem er sjálf-
skipaður ástarfræðingur.
Meðstjórnandinn fannst í
Svíþjóð en hún heitir
Cecilia Larson.