Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.2005, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.2005, Blaðsíða 27
DV Fréttir MIÐVIKUDAGUR 7. SEPTEMBER 2005 27 v Úr bloggheimum Er Skjern Seifoss Jótlands? „Það eru staðfestar tölur komnar í hús. 13 klippistofurog 5 ijóskofar. Þetta eru ótrúiegar tölur í 10 þúsund manna sam- féiagi.Sammtsem áður hef ég hvorki séð vel klipptann eða vel brúnann einstak- ling.JafnvelJeppe, sem virðist vera með svalari gaurum hér, er hvorki brúnn né vel klipptur. Held þessar stofur og kofar séu eign mafí- unnar í Skjern sem sér um alla landa- sölu i bænum. Hefgrun um að þær séu þvottastöðvar fyrir landapeninga mafíunnar.Ætla að skoða þetta betur og komast til botns íþessu máli..." Vignir Svavarsson bloggar frá Dan- mörku -blog.central.is/svignir Súpermódel í Indverskum leigubíl „En svo um 7 leytið akvaðum við að fara heim. Það var furðulegasta leigu- bila ferð sem eg heffarið I leigubilstjorinn varæði 55 ara indverji ekkert sma mikil dulla svona horaður haldandi utan um alltofstort styri half tannlaus og alltafhlæj- andi skildi ekkert I ensku, Kerry alltafað strjuka honum um höfuðið og hann bara hlo. svo var buið að rigna svo mikið að það var komið floð sum staðar eg var nu orðin frekar smeyk þar sem við vorum föst alvegi 30 min." Tinna Bergsdóttir skrifar frá Ind- landi blog.central.is/thegirlz Rónar Reykjavikur ofstoltir „Einn afþeim alstærstu kostum sem fylgja því að búa á Islandi er sá að þar er engin stétt betlara og þar afleið- andi er maður afar sjaldan ónáðaður afveirusýkt- um eiturlyfjasjúkling- um biðjandi um harð- unnið klinkið manns. Af einhverjum ástæð- um virðastþeir tugir róna og umrenninga sem vafra um niðurnídd almenningstorg miðbæjarins vera ofstoltir til að leita til ölmusa al- mennings og eiturlyferu hreinlega of dýr til aið fíklarnir geti stundað skipu- lagt betl, enda myndi taka marga mánuði að skrapa saman í gramm af kóki." Kjartan Ólafsson sendiherrasonur kjartanelli-industries.com Þjóðverjar sprengja London í tætlur Þýski flugherinn gerði 7. septem- ber árið 1940 miklar loftárásir á London. Fyrstu tvær af mörgum. Hundruð borgara létust og fjölmarg- ir aðrir slösuðust. Hlutar borgarinn- ar lágu í rúst eftir árásirnar. Fyrri árásin kom í eftirmiðdag- inn. Þá sprengdu Þjóðverjar aðal- lega í hinu þéttbýla East End hverfi. Ljóst var að hernaðarleg skotmörk skiptu ekki máli heldur að brjóta al- menning niður. Um 300 þýskar vélar réðust á borgina í einn og hálfan tíma. Borgin var í ljósum logum. Þegar myrkrið féll yfir voru það síð- Flugorrusta Á þessari mynd, sem er tekin i London kvöldiö 7. september 1940, sést hvernig þýskar og breskar flugvélar hring sóluðu i orrustunni yfir borginni. Lesendur DV eru hvattir til að senda okkur tölvupóst á netfangið ritstjorn@dv.is og láta í Ijós skoðanir sínar á málefnum líðandi stundar. Ánægð með nýtt hátæknisjúkrahús Símasalan Færirokkur I nýtt hátæknisjúkrahús, Sundabraut og niður- greiðslu á skuldum. Lesandi hringdi: Ég er mjög ánægð með hvernig ríkisstjórnin ætlar að eyða pening- unum sem fengust fyrir sölu á Sím- anum. Sérstaklega er ég ánægð með að það eigi að reisa nýjan há- tæknispítala fyrir hluta af pening- unum. Ég held að það sé mikil þörf á því og ég vona að nýi spítalinn verði til þess að fólk þurfi ekki leng- ur að fara til útlanda í aðgerð eins og margir hafa þurft að gera. Það hlýtur að vera erfitt fyrir fólk sem er að fara í hjartaaðgerð að þurfa að fara í hana í útlöndum langt frá ást- vinum sínum. Svo er það líka miklu dýrara. Það væri miklu sniðugra að hér á íslandi væri svo góð heil- Lesendur brigðisþjónusta að fólk kæmi hing- að frá öðrum löndum að leita sér lækninga. Maður vonar bara að það verði ekki svo dýrt að reka þetta sjúkrahús að það verði bara lokað heilu og hálfu sumrin eins og sumar deildir á hinum spítölunum. Eitthvað af peningunum á svo að eyða í að gera nýja Sundabraut. Ekki veit ég svo sem hvernig hún á að vera en hún hlýtur þó að verða mikil bót á samgöngum í höfuð- borginni og ekki veitir af. Mestur hluti af peningunum fer svo í að borga skuldir sem er gott að mínu mati. Það er alltaf skynsamlega að eyða peningum sem maður fær í að borga skuldir. Engir geðfatlaðir í Helvíti Óskar Loftsson skrifar. Ég las að meirihluti íslendinga vill ekki búa við hiiðina á geðfötluð- um. Ég hughreysti ykkur með því að það verður enginn geðfatlaður við hliðina á ykkur í Helvíti. Kannski verður heldur enginn múslimi við hliðina á ykkur þar heldur. Ég verð ekkert sorgmæddur þegar þið farið til Helvítis því þaðan komið þið upphaflega og þar líður ykkur best. Satan Hefur enga geðfatlaða hjá sér I Helvíti, heldur Óskar Loftsson fram. í daq Mósaíkmyna Gerðar Helgadóttur á Tollstöðvar- húsinu afhjúpuð 1973. í henni eru milljónir marg- litra steina. an þessir sömu logar sem beindu næsta flugvélahópi Þjóðverja á rétt- an stað. Sá var mun stærri og seinni árásin entist í átta tíma. Þá mátti vart heyra þögn á milli sprengja. í loftinu yflr borginni börðust breskir flugmenn heiftarlega við Þjóðverja og náðu á endanum að hrekja þá á brott. Alls voru 88 þýskar og 22 breskar vélar skotnar niður þennan dag. Framsóknarmaður segir lón Einarsson skrifar um ábyrgð eða ábyrgðarteysi stjórn- málamanna Hvervill ektaef íboði ergervi? Atburðimir við Mexíkóflóa í kjölfar fellibylsins Katrínar sýna vel veikleika pólitíkusa og embættis- manna í Bandaríkjunum. í stað stjómmálamanna með sjálfstæðar skoðanir, þrautreyndra í stjómun landsmálanna, er komin stétt manna sem leikur stjórnmála- menn. Menn með slétt og fellt yfir- borð, laglegt andlit, þægilega rödd, æfða framkomu og æfð svör sem samin hafa verið fyririfam af sér- stökum ráðgjöfum. Ekki of löng, ekki of stutt, ca. tuttugu sekúndur munu vera algengt viðmið. Ræður em samdar af sérstökum ræðuriturum, fengnir em lang- skólagengnir sérfræðingar til að ákveða stefnuna í tilteknum mál- um; hagfræðingar, alþjóðafræðing- ar, öryggisráðgjafar. Sérfræðingar í almannatengslmn, PR-menn, sjá um að ijölmiðlar fái tilteknar upp- lýsingar um tiltekið efrii á tilteknum tíma eftir því hvort málið eigi að „týnast", grafast undir öðmm upp- lýsingum, eða vekja athygli. í auglýsingastjómmálum skiptir fagurt og þekkt andlit meira máli en lífsskoðun eða stjómunarreynsla, æfð framkoma og hlustunarvæn rödd getur bjargað mönnum úr pólitísku kviksyndi sem rangar ákvarðanir hafa komið þeim í. Af þessu em Bandaríkjamenn að súpa seyðið þessa dagana. Því auglýsingastjómmálum fylgir ákvörðunarfælni ráðamanna. í stað þess að takast á við vandann með ákvörðunum er öðmm kennt um, fingrinum bent á einhvem annan og sagt í sífellu meö þaulæfðri flauelsröddu: „Ekki ég, ekki ég, ein- hver annar ber ábyrgðina." Bjartsýnn framkvæmdastjóri „Maður leggur af stað með það markmið að ná árangri og þótt á móti blási er vinnandi að halda áfram," segir Runólfur Ólafsson, formaður Félags ís- lenskra bifreiðaeigenda um baráttu hans fyrir lækkun álagna ríksins á eldsneyti. Hann hefur hingað til fengið neikvæð svör frá fjármálaráðuneytinu, en býst fastlega við að sann- girnis- og jafnræðissjónarmið nái að breyta fyrri skoðun fjár- málaráðherra. „Fellibylurinn Katrín og afleiðingar hans hafa ýtt við heimsmarkaðsverði svo um munar, en nú hafa Evrópu- þjóðirnar og Alþjóðaorkustofn- unin komið til bjargar og það olli eilítilli lækkun í gær á mörk- uðum. En ég vona bara að lækkunin verði til að draga úr tilkynntri hækkun bensínverðs Olíufélagsins." Enn hefur fjármálaráðu- neytið ekki svarað Runólfi, en ljóst er að ekki var um að kenna slælegri þátttöku almennings í mótmælum við skattheimm ríkisins. Um 14 þúsund manns skrifuðu undir á heimasíðu FÍB - 5% þjóðarinnar. „Að því er mér skilst af mönnum sem hafa vit á þessu eru þetta frábær við- brögð, þótt ég hefði kannski viljað sjá fleiri þarna í ljósi mik- ilvægis málsins," segir Runólf- ur. „Fyrsta skrefið er náttúru- lega að ríkið komi til móts við neytendur tímabundið, en það er ekkert sem segir okkur að heimsmarkaðsverð fari lækk- „Þótt á móti blási er vinnandi að halda áfram." andi héðan í frá, svo auðvitað er reynandi að fá lækkun skatta á bensíni til frambúðar. Það er stóraukin skattheimta ríkisins í kjölfar hækkandi verðs sem við erum að mótmæla í raun, ekki að ríkið hafi skatta á bensíni. Við höfum líka bent á þjóð- hagslega hagkvæmni þess að beina fólki að eyðslugrennri bílum, eins og dísilfólksbílum sem hafa í kjölfarið áhrif á við- skiptahalla við útlönd." íólfur Ólafsson erfeddur og uppalinn i núna Hann hefur verið framkvæmdastjóri FlB siðan 1991 og hetur ist ötuili baráttu gegn stattpíninguriWsinsál

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.