Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.2005, Blaðsíða 39

Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.2005, Blaðsíða 39
DV Síðast en ekki síst MIÐVIKUDAGUR 7. SEPTEMBER 2005 39 Síðast en ekki síst Hervareinu sinniTunglið Það brann. 101 Reykjavík er staður unga mannsins. Sjálfur er ég ungur, en ekki svo ungur að ég ætti að búa í hundrað og einum. Bjó reyndar aldrei í hundrað og einum. En var mikið með annan fótinn þar. Það var vegna þess að vinir mínir ýmist bjuggu þar eða voru mikið með annan fótinn þar. Við áttum hundrað og einn. Maður gat farið í bæinn á laugar- dagskvöldi og gengið inn á hvaða bar sem er og yfirleitt hitti maður einhvern vin sinn. Fór með honum á annan bar, þar sem við hittum fleiri vini og svo koll af kolli. Þetta gátum við í nokkur ár, en svo fór að halla undan fæti. Menn fundu sér konur. Konur fundu sér menn. Fólk hvarf upp í Grafarvog, þar á meðal ég sjálfur. Þegar ég hætti að sjást í hund- rað og einum var mikið spurt eftir mér. Yngri bróðir minn bar mér þau skilaboð að ég væri kallaður Sigurjón „heitinn" af útvöldum barflugum hundrað og eins. Þessar barflugur urðu síðan eftir. Maður kinkar til þeirra kolli í dag, en ekk- ert meira. Sigurjón Kjartansson skrifar í DV mánudaga, þriðjudaga, miðvikudaga og fimmtudaga. En svo hafa líkamnast ný eintök af okkur vinunum. Menn sem hugsa svipað, eru svipaðir í útíiti en heita annað. Menn sem eru í hljómsveitum sem heita annað. Menn sem skrifa bækur sem heita annað. Þegar ég geng inn á Prikið eða 22 finnst mér ég vera í tímavél. Ég fer á Sirkus og hitti sjálfan mig. Halló, hver ert þú? Ég er þú sjálfur árið 1992 vinur minn. Frflcað. I Hressó var einu I sinni mitt han- | gout Slðan varð það MacDonalds. Sigurjón Kjartansson fór í miðbæ Reykjavíkur og hitti sjálfan sig. Hon- um varð ekki um sel. Ny eintök hafa líkamnast Ný eintök afokkur vinunum. Það verður sól í dag og ekki úr vegi fyrir hinn vinnandi mann að njóta blíðunnar. Hitatölurnar sýna manni að besta veðrið verður á höfuborgarsvæðinu. Þar fer hitinn upp í ein tíu stig. Eina slæma.i kortinu er morgunfrost. Það gæti þurft að skafa af rúðum. Gola Kaupmannahöfn 23 París 29 Alicante 28 Ósló 18 Berlín 28 Milanó 21 Stokkhólmur 23 Frankfurt 29 New York 27 Helsinki 20 Madrid 25 San Francisco 20 London 24 Barcelona 27 Orlando/Flórída 34 með Eiríki Jónssyni • Páll Magnússon, nýr útvarpsstjóri Rík- isútvarpsins, veltir nú vöngum yfir því hvort hann eigi að skipta út þeim húsgögnum sem prýða skrifstofu hans í Efstaleiti. Eins og fram hefur komið hér í blað- inu em húsgögnin á skrifstofu út- varpsstjóra í stíl Loðvíks fjórtánda og voru keypt til landsins í tíð Vilhjálms Þ. Gíslasonar sem var útvarpsstjóri um miðbik síðustu aldar. Þykja hús- gögnin ekki klæða Pál Magnússon sem hefur einfaldan smekk og velur aðeins það besta. Páll segist þó frekar vera á því að hann fái sér ný húsgögn og hefji þar með löngu tímabæra til- tekt í Ríkisútvarpinu öllu... • dint Eastwood er að ljúka tökum á mynd sinni í Sandvík og hafa marg- ir komið við sögu. Aðeins einn ís- lendingur fær að segja nokkrar setn- ingar í myndinni en þar fer Hilmar Guð- jónsson, ungur og efnilegur Seltimingur sem skýtur þar með öðmm þraut- þjálfuðum leikurum eins ogJóhanniG. Jóhannssyni og fleir- um ref fyrir rass. Ekki er vitað hvað Hilmar fékk að segja hjá Eastwood en það vom þó nokkur orð. Annars er Hilmar þekktastur fyr- ir að hafa leikið Rauða ljónið hjá KR um langt skeið... • Rithöfundurinn Vigdís Grímsdóttir hefur tekið sér hvíld frá skriftum í bili og hafið störf á skrifstofu Jóhanns Páls Valdimarssonar, JPV-útgáfu, enjó- hann er einmitt út- gefandi Vigdísar. Að auki undirbýr Vigdis nýja þáttaröð fyrir útvarp þar sem hún og Þorvaldur Friðriksson ræða við áhugavert fólk um heima og geima... • Samningaviðræð- ur standa yfir á út- gáfu á gömlum upptökum með söng Bjarkar Guömundsdóttur sem hljóð- ritaðar vom löngu áður en heims- frægðin sóttí hana heim. Á ýmsu hefur gengið í samningum þessum enda stefnt á útgáfu á heimsvísu og dollaramerkin víða farin að blika í augum þeirra sem að standa... • Gulli trommuleikari íVínyl er svo gott sem fluttur til Kaupmannahafhar til að geta verið meira í samvistum við konu sína sem þar er í námi. Flýgur hann heim til að spila með Kidda tvíbura- bróður sínum og öðr- um félögum íVínyl og gengur bara vel eftir tilkomu Iceland Express. Gulli og Kiddi em sem kunn- ugt er bræður Móeiðar Júníusdóttur sem fer á mis við að flytja í sumarhöll Eyþórs Amalds í Hveragerði eftir að hún skildi við hann... • Tómas Tómasson hamborgara- kóngur gerir það gott með Ham- borgarabúllu sína við Ægisgarð og reyndar víðar um landið. Tómas íylgist vel með þegar hamborgarar eru annars vegar og sást til hans um daginn þar sem hann sat og snæddi einn slíkan á Grillhúsi Guðmundar í Tryggvagötu. Ekki fer sögum af hvern- ig smakkaðist nema hvað að Tommi kláraði borgarann... 5«. -

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.