Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.2005, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.2005, Blaðsíða 10
1 0 MIÐVIKUDAGUR 7. SEPTEMBER 2005 Fréttir DV Þröstur þykir glaðlyndur og vinur vina sinna. Duglegur með eindæmum og tilbúinn að leggja mikið á sig. Þröstur á það samt til að taka góðar letitarnir þar sem honum verður lítið úr verki. Mætti vera betur skipulagður. „Það eina sem mér dett- uríhug um kosti Þrast- ar er fullkomið og algert æðruleysi í víðasta skilningi þess orðs. Það er bókstaflega ekkert sem getur komið honum úrjafnvægi. En hann drekkur ekki vatn - segir það vera bragðlaust og til- gangslaust. Ég held samt hann hefði gott af þvi." Pálmi Gestsson, samleikari og félagi. „Við Þröstur höfum unn- ið lengi saman, mjög skemmtilegur karakter, einn afþessum mönn- um sem maður er alltaf glaður og kátur I kringum. Það vella upp úr honum orðatiltæki og brandarar sem væru ófyndn- ir úr mörgum öðrum en ekki honum. Svo hefég aldrei séð hann i vondu skapi - hann get- ur alltaflyft manni upp. En því miðurfinn ég hann gallalausan svo það er ekkert hægt að segja neikvætt um manninn. Maður ætti kannski að giftast honum. Manni þætti skrýtið effólk fyndi honum eitthvað til foráttu." Björgvln Franz Gíslason, meðleikari i Þjóðleikhúsinu. „Mér finnst hann vera einn afokkar bestu kó- misku leikurum, hann hefur frábært vald á lík- amanum eins og leikar- ar þurfa að hafa. Rosa- lega vænn og góður drengur og frábær I samstarfi. Það er ekkert slæmt hægt að segja um Þröst en ég held að hann sé stundum svo góður við aðra að hann skilji sjálfan sig eftir. Hann mættisamt drekka meira vatn." Edda Heiðrún Backman, leikkona. Þröstur Leó er fæddur 23. apríl 1961. Hann hefur leikið í fjölda leikrita og kvikmynda frá því hann útskrifaðist 1986 og leikur núna í Koddamanninum í Þjóðleikhúsinu sem hefur sýningar á morgun. Árekstraalda í Eyjum Fjögur umferðaróhöpp urðu í Vestmannaeyjum í síðustu viku, en það þykir mikið í Eyjum. í einu tilvik- inu var ekið utan í mann- lausa bifreið og farið á brott án þess að tilkynna atvikið. Lögreglan leitar vitna í því máli. Þá var bíl stolið við Herjólfsgötu í bænum á sunnudaginn. Bflnum var hins vegar skilað á sama stað skömmu síðar. Lög- reglan lítur á málið sem nytjastuld og áminnir öku- menn að skilja ekki lykilinn eftir í bflum sínum og að læsa þeim, því bflum er líka stolið í Vestmannaeyjum. Sambýlisfólkið Árný Eva Davíðsdóttir og Kristinn Finnbogi Kristjánsson á Akur- eyri urðu fyrir enn einu reiðarslaginu á mánudaginn þegar Hæstiréttur ómerkti úrskurð Héraðsdóms Norðurlands eystra um meiri umgengni þeirra við tvö börn þeirra sem Barnaverndarnefnd Akureyrar er með sinni gæslu. Barnaverndarnefnd Akureyrar vann á mánudaginn mál gegn sambýlisfólkinu Árnýju Evu Davíðsdóttur og Kristni Finnboga Kristjánssyni í Hæstarétti. Nefndin áfrýjaði úrskurði héraðs- dóms um rýmri umgengnisrétt við böm þeirra til Hæstaréttar sem felldi úrskurð héraðsdóms úr gildi. hana hræðilegt sjokk. „Við erum búin að bíða eftir þessum úrskurði og þetta er hræðilegt sjokk. Við vonuðumst til að fá að halda þess- um umgengnisrétti sem við vorum komin með,“ sagði Árný Eva en úr- skurður héraðsdóms hljóðaði upp á að þau fengju að hitta son sinn tvisvar í viku, á miðvikudögum á milli 13 og 15 og á laugar- dögum frá kl. 9 til 18 og stúlkuna þrisvar í viku tvo tíma í senn. Nú fá „Við erum búin að bíða eftir þessum úrskurði og þetta er hræðilegt sjokk Sambýlisfólkið Árný Eva Davíðs- dóttir og Kristinn Finnbogi Krist- jánsson hafa barist fyrir umgengnis- rétti við börnin sín tvö við Bamar- vemdamefnd í allt sumar. Nefndin tók bömin tvö af Árnýju Evu og Kristni Finnboga þegar yngra barnið fæddist í lok maí. Síðan þá hafa þau aðeins fengið að hitta börnin sín vikulega, klukkustund í senn undir eftirliti. Þau fóm fram á rýmri um- gengnisrétt og fengu hann sam- kvæmt úrskurði héraðsdóms 5. ágúst. Ekki hlutverk dómstóla Bamaverndamefnd áfrýjaði úr- skurðinum til Hæstaréttar sem felldi hann úr gildi á þeirri forsendu að það væri ekki hlutverk dómstóla að kveða á um inntak umgengnisréttar en þeir ættu að úrskurða um það hvort ákvarðanir barnaverndaryfir- valda séu byggðar á lögmætum gmnni. Því var hinn kærði úrskurður ómerktur og málinu vísað frá hér- aðsdómi eins og stendur orðrétt í dómnum sem hæstaréttardómar- arnir Jón Steinar Gunnlaugs- son, Guðrún Erlendsdóttir og Markús Sigurbjörns- son kváðu upp. Hræðilegt sjokk DV hafði samband við Árnýju Evu í gær og spurði hana út í úr- skurð Hæsta- réttar. Hún hafði ekki fengið að sjá niðurstöð- una en sagði Haestiréttur Ómerkti úrskurð Héraðsdóms Norðurlands eystra. þau bara að hitta hvort um sig klukkutíma á viku undir eftirliti. Erfitt að halda sönsum Ámý Eva sagði að það væri erfitt að halda sönsum eftir hvert áfallið á fætur öðm. Við reynum að vera sterk en það er mjög erfitt. Ég hef sótt styrk í trúna og farið á fúndi hjá Hvítasunnusöfnuðinum. Það hefur hjálpað mér." Kristján Stefánsson, lögfræð- ingur Ámýjar Evu og Kristins Finnboga, sagði í samtali við DV í gær að nú þyrfti að bretta upp ermarnar. „Þetta er vond staða í kerfinu en við mun- um berjast áí'ram." osk- ar@dv.is Bónusmannræninginn Axel Karl Gíslason vann í Bónus Alltaf eitthvert vesen á honum" n „Ég man ekki hvernig þetta end- aði,“ segir Helgi Freyr Sveinsson um hvernig það hafi atvikast að Bónus- mannræninginn Axel Karl Gíslason hafi hætt í Bónus í Kjörgarði fyrir um einu og hálfu ári síðan. „Hvort það var sameiginleg ákvörðun eða hann hætti að mæta man ég ekki,“ bætir Helgi við. Það er óneitanlega kaldhæðni örlag- anna að frægasta afbrot Axels sé kennt við fýrirtækið sem hann eitt sinn vann hjá. Þegar DV hafði samband við Helga og spurði hvort hann myndi eftir Axeli andvarpaði hann. Þá strax varð ljóst að minningarnar voru ekki góðar. „Hann var alveg duglegur en það var bara alltaf eitthvert vesen á honum," segir Helgi um þennan fyrrum undir- mann sinn. „Undir lokin var maður samt farinn að heyra að hann væri í vafasömum félagsskap og þetta bara ijaraði út hjá honum," bætir Helgi við. Réði Axel Magnús Már Lúðvíksson knatt- spyrnumaður réði Bónusmannræningjann í Bónus á slnum tíma. „Hann var þama þegar ég tók við," segir Helgi um hvemig það hafi at- vikast að Axel hafi byrjað í Bónus. Á undan Helga var það Magnús Már Lúðvíksson, knattspyrnumaður úr Þrótti sem stjórnaði versluninni. Við- brögð Magnúsar vom þau sömu og Helga þegar hann var spurður hvort hann myndi eftir Axeli; hann andvarp- aði. Þrátt fyrir að Magnús vildi ekki tjá sig frekar um Axel og störf hans hjá Bónus gaf andvarpið upp hug hans til þessa starfsmanns sem hann réði á sínum tíma. ___ Eins og DV greindi frá í gær er Axel, þrátt fyrir að vera aðeins sextán ára gamall, á góðri leið með að verða einn afkastamesti glæpamaður landsins. Síðasta eina og hálfa árið hefur hann fengið á sig sextán ákæmr, flestar fyrir innbrot. Sama dag og Axel og fjórir aðrir numu starfsmann Bónuss á Sel- tjarnarnesi á brott hafði hann losnað úr gæsluvarð- haldi. Nú dvelur hann á Litla-Hrauni og fær engin samskipti að hafa við um- heiminn nema í gegnum lögfræðinga. Vann í Bónus Það er kaidhæðni örlaganna að Bónusmannræning- inn hafi eitt sinn unnið I Bónus. I

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.