Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.2005, Blaðsíða 25
DV Sálin
MIÐVIKUDAGUR 7. SEPTEMBER 2005 25
Ónógur svefn veldur offitu
Politiken hefur greint frá því að
nýjar rannsóknir bendi til þess að
ónógur svefn auki hættu á offitu.
Nýleg bandarísk rannsókn hef-
ur staðfest að fólk sem sefur alla-
jafna 7,7 klukkustundir á sólar-
hring eða lengur, er grennra en
þeir sem sofa skemur. í breskri
rannsókn var svipað uppi á tening-
num. Börnum sem sváfu illa og
órólega þriggja ára var hættara við
offitu 7 ára en þeim sem sofið
höfðu vært og lengi á fjórða ári.
Helsta ástæða þessa mun vera
virkni streituhormónsins kortisóls
hjá svefnleysingjum. Kortisól er
sterahormón sem eykst í blóði þeg-
ar fólk finnur fyrir streitu
eða er óttaslegið, og það
eykur matarlyst. Svefii-
truflanir valda streitu og
vansvefta er fólk sísvangt.
Þreyta Líkurbenda
til að ónógur svefn
geti valdið offitu.
Rósln hefur
vnargar merkingar
Rósir eru falleg blóm sem flestir hafa gam-
an af að þiggja. Litir rósanna hafa þó mis-
munandi þýðingu.
Svört rós merkir fallega þráhyggju.
Dimmrauð rós merkir skömmustu.
Rauð rós merkir ástríðufulla ást.
Bleik rós merkir fullkomna hamingju.
Appelsínugul rós merkir ást í leynum.
Gul rós merkir ást og afbrýðisemi.
Hvít rós merkir saklausa ást.
Hláturjóga er upprunnið frá ind-
verska lækninum Madan Kataria.
Þúsundir hláturklúbba hafa verið
stofnaðar í fjölmörgum löndum þar
sem sú iðja er stunduð reglulega, og
á íslandi er starfræktur Hláturs-
kætiklúbburinn, sem stendur fyrir
reglulegum hláturæfingum. DV
hafði samband við Kristján Helga-
son hláturleiðbeinanda í tilefni þess
að í dag hefjast námskeið aftur.
Kristján Helgason
hláturleiðbeinandi
Aukþess að vera hlátur-
leiðbeinandi starfar
Kristján sem þjónustu-
fulltrúi í þjónustuveri
Hafnarfjaröar og er
menntaður söngkennari.
„Við vorum með námskeið allan
síðasta vetur vikulega en eftir áramót
höfðum við þau á tveggja vikna
fresti," segir Kristján en námskeiðin
hefjast aftur í dag. Hlé hefur verið á
þeim síðan í júrn' og Kristján segir
starfsemina byrja með krafti og gert
er ráð fyrir að hafa vikulega tíma.
Hann segir aðsóknina hafa verið
jafnt og þétt góða í gegnum tíðina og
á námskeiðin mæti viss kjarni og svo
lika nýir meðlimir. Fólk kemur og fer
og allur gangur er á því hveijir mæta
en fjöldinn er yfirleitt um 15-20
manns.
Hláturinn losar um spennu
„Þetta eru æfingar sem indverski
læknirinn þróaði og við notumst við
og bætum líka við nýjum frá okkar
brjósti. Við byrjum með upphitun og
svo er rennt í hláturæfingar en við
erum með slökun og teygjur á milli
og svo er endað í hláturhugleiðslu,"
segir Kristján en hann fór á nám-
skeið hjá Madan Kataria þegar hann
kom til landsins fyrir rúmi ári síðan.
Kristján hafði áður farið á kynningu
á hláturmeðferð sem var á vegum
Starfsmannafélags Hafnaríjarðar og
greip tækifærið þegar hann heyrði af
komu læknisins.
Kristján segir kosti meðferðarinn-
ar vera hversu góð hún sé fyrir lík-
ama og sál. Hann segir mikla
spennulosun verða sem hjálpi fólki
við að vera til staðar og njóta lífsins.
Kristján segir fólk oft koma á
námskeiðið alveg í kleinu og meðvit-
að um sjálft sig en það taki um fimm
mínútur að venjast. Sporin á staðinn
eru oft þung en þegar þangað er
komið sér fólk að Jtarna er hópur af
fólki sem er til í að gera sig að fífli í
sameiningu enda eru allir að gera
það sama svo það sker sig enginn úr.
Tengsl hláturs við daglegt líf
Ásamt Kristjáni kennirÁsta Valdi-
marsdóttir hláturmeðferð í Borgar-
túninu en hún hefur verið hlátur-
leiðbeinandi síðan 2001 þegar hún
lærði hana í Noregi og hefur verið að
bjóða upp á þessa kennslu síðan.
Ásta er auk þess bókasafnskennari
og söngkennari.
Á næstunni ætla Kristján og Ásta
að bjóða upp á námskeið fyrir fyrir-
tæki sem verða lengri og stærri í
sniðum og hugmyndin er sú að pælt
verði í hvernig hægt sé að tengja
hláturmeðferðina vinnunni og dag-
legu lífi. Hláturmeðferð verður
einnig kennd við Námsflokka Hafn-
arfjarðar þar sem hægt verður að
fara á námskeið sem eru fimm skipti
hvert. Þessi námskeið munu hefjast
20. september og þar verður einnig
reynt að kenna fólki að tengja hlátur-
inn við daglegt líf.
ragga@dv.is
Kynferðisafbrotamenn og barnaníðingar
1. Flestir þeir sem fremja kynferðis-
brot þekkja ekki fórnarlambið.
Rangt. 90% barna sem lenda í kyn-
ferðislegu ofbeldi þekkja árás-
armanninn og í um helmingi tilvika
er það fjölskyldumeðlimur. Hjá
börnum yfir tólf ára aldri þekkja
80% þeirra gerandann.
2. Kynferðisafbrot eru oftast framin
gegn aðila af sama kynþætti.
Já, í flestum tilvikum fyrir utan
indíána, kynferðisglæpir gegn þeim
eru yfirleitt framdir af fólki af öðrum
kynþætti.
3. Flestir barnaníðingar nota líkam-
lega krafta til að yfirbuga fórnar-
lambið.
Rangt. f flestum tilvikum nálgast
gerendur fórnarlambið með því að
öölast traust þess og nota til þess
lymsku og lævísi en sjaldan líkam-
legt ofbeldi. Kynferðislegt ofbeldi á
börnum stendur oftast yfir í ein-
hvern tíma og eykst með tfmanum.
4. Flestir barnaníðingar finna fórn-
arlömb sín með því að hanga við
skóla og leikvelli.
Rangt. Flestir barnaníðingar níðast
á börnum sem þeir þekkja fyrir.
5. Það eru eingöngu menn sem
beita börn kynferðislegu ofbeldi.
Rangt. Flestir gerendur eru karl-
menn en konur hafa einnig orðið
uppvísar að slíku athæfi.
6. Barnaníðingar laðast einungis að
börnum og eru ekki færir um að
stunda kynlíf með fólki á sínum
aldri.
Rangt. Lítill hópur þeirra laðast ein-
göngu kynferðislega að
börnum en flestir hafa ver-
ið eða eru einnig hrifnir af
fullorðnum.
7. Fórnarlömb barnaníð-
inga skaðast aðeins ef
notað er líkamlegt of-
beldi.
Rangt. Það sem virðist
fara verst með fórnar-
lömbin er hversu illa
hefur verið brotið á
trausti þeirra.Tilfinn-
ingaleg og sálfræðileg
sár taka lengri tíma að gróa en lík-
amleg.
8. Ef barn segir engum frá ofbeldinu
þá er það vegna þess að það hefur
samþykkt sambandið.
Rangt. Það eru margar ástæður fyrir
því að börn segja ekki frá. Skömm,
hræðsla við að fjölskyldumeð-
limir slasist, hræðsla við
að vera refsað eða
jafnvel ekki trúað
og jafnvel hræðsla
við að missa ger-
andann, sem
stundum er mjög
áríðandi aðili fyrir
barnið eða fjöl-
skylduna.
Það eru margar ástæður
fyrir því að börn segja ekki
frá misnotkun Áríðandierað
þau fái mikinn stuðning og
styrk frá sínum nánustu.
9. Að ræða misnotk-
unina getur reynst
fórnarlambinu
hjálplegt.
Já, það getur flýtt fyr-
ir batanum ef fórnarlambinu er trú-
að og það fær stuðning og vernd frá
fólki í kringum sig og hjálp eftir að
hafa greint frá sannleikanum. Það er
hins vegar algerlega á valdi hvers
og eins hvenær og þá við hvern það
ræðir um sín mál.
forel
I. Útskýröu
fyrirbarnlnu
að það sé
rangt ef full-
orðnlrein-
staklingar
reyna að eiga
í kynferðis-
legu sambandi
við börn.
Z ftrekaðu við
barnið að það geti
komið tU þín
hvenær sem er og
sagt þér hvað sem er, sérstak-
iega ef um er að ræða fullorð-
inn einstakling.
3. Gerðu þér far um að þekkja
það fólk sem bamið þitt eyðir
tímameö.
4. Þekking er máttur og það á
sérstaklega við þegar reynt er
að verja böm fyrir kynferðis-
legu ofbeldi. Kenndu barninu
allt um líkaina þess og aö nota
rétt tungumál þegar það lýsir
kynfærum sínum. Leggðu
áherslu á að kynfæri þess séu
algert einkamál þess.
5. Gangtu úr skugga uin að þú
vitir ávallt hvar bamið er að
flnna.
6. Ekki skilja bara eftir í bif-
reið, hvort sem hún er í gangi
eður ei. Minntu lfka barnið á
að það eigi ALDREl að húkka
sér far eða fara eitthvert með
fólki sem það treystir ekki án
þess að tala við þig fyrst.
7. Taktu þátt í ábugamálum
barnsins. Með því gefst þér
betri yflrsýn yflr hverja það
umgengst og hvernig sam-
skiptum fullorðinna leiðbein-
enda og baraa er háttað.
S, Hlustaðu á barnið. Taktu
eftir því ef það er einhver stað-
ur sem barnið vfli helst ekki
vera á eða fólk sem það vill
ekki uiugangast. Það þarf ekki
að þýða neitt alvarlegt en gæti
geflð til kynna að eitthvað sé
að.
9. Ef einhver aðili sýnir bara-
inu sérstaklega mikla athygii
eða gefur því oft gjaflr þarf að
spjalla við barnið í rólegheit-
um um samband þess við
þann aðila svo hægt sé að öðl-
ast vitneskju uin það hvort
eitthvað óeðlilegt eigi sér stað
í samskiptum þeirra.
10. Kenndu barninu að það
hafl rétt á að segja nei þegar
fólk snertir það á óviðeigandl
máta og að best sé að segja þér
frá slíkuin atvikum.
11. Fylgstu með breytlngum á
hegðun og háttalagi baraslns.
Börn eru ekki alltaf til f aö
ræða viðkvæm mál við for-
eldra svo það er áríðandl að
vera góður lilustandi og
bregðast ekld illa við því sem
sagt er. Best er að vera rólegur
og ógagnrýnlnn og dæma ekld
fyrirfram.
12. Ekki láta hvem sem er
passa baraið þitt. Ef barnið
þarf að fara f pössun þá er
áríðandi að þekkja manneskj-
una og treysta.
13. Muna þarf að 190% tilvika
er gerandinn í kynferðisof-
beldi elnhver sem þekkir
barnið.
14. Síðast en ekki síst er áríð-
andi að bræða ekki líftóruna
úr baralnu þannig að það sjái
glæpamenn í hverju horni og
geti engum treyst. Foreldrar
verða Iíka sjálfir að passa sig á
að sjá ekld kynferðisafbrota-
inann í iiverjum þeimsemer
góður við barnið.