Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.2005, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.2005, Blaðsíða 30
30 MIÐVIKUDAGUR 7. SEPTEMBER 2005 Lífiö DV Sigfús Sigurðsson handboltakappi hjá Magdeburg í Þýskalandi hefur eins og hundruð annarra íslendinga gaman af því að líta inn á heim- síðuna barnaland.is og fylgjast með umræðunum sem þar fara fram. Fyrir stuttu voru þeir sem alla jafna taka þátt í spjallinu að sýna myndir af sér. Sigfús ákvað eins og svo margir aðrir að sýna öðrum hver hann væri í raun en uppskar heldur óblíðar viðtökur fyrir vikið. HinHolts- A' r \ A\\Wx\ úlhýst af Barnalandi „Mér finnst hálf asnalegt að fólk haldi að maður sé að þykjast vera einhver annar en maður er í raun og veru,“ segir handbolta- kappinn stórvaxni Sigfús Sigurðsson sem hlaut heldur óblíðar móttökur af netverjum spjallvefsins Barnalands.is fyrir skömmu. Tildrög málsins segir Sigfós hafa verið þau fólkið sem notar vefinn var að sýna myndir af sjálfó sér, eða sýna andlitin bak við „nikkin" eins og það er kallað. Sigfós segist hafa fylgst með síðunni frá því stuttu eftir að hún var opnuð og þótti honum því tilvalið að opna sig og skella einni mynd af sér. Þegar aðrir net- verjar ráku augun í myndina upphófóst mikl- ar umræðum um hvort þarna væri Sigfós raunverulega á ferð og voru margir sem héldu því fram að þama væri um lygalaup að ræða. Undrandi á móttökunum Sigfós segir undarlegt að fólk haldi að menn sem hafa verið í íþróttum eða á annað borð í sviðsljósinu geti ekki tekið þátt í venju- legum umræðum á netinu. „Mér hefur þótt gaman að líta þama inn, þama er rætt um allt milli himins og jarðar og oft gaman að fylgjast með þótt ég skrifi nú sjaldan sjálfór og enn sjaldnar eftir þetta," segir Sigfós sem tekur þó fram að hann sé langt því frá reiður út í þá sem ekki trúðu honum þótt hann hafi vissulega orðið undrandi yfir þeim óblíðu móttökum sem sumir sýndu honum. Feður með áhuga „Ég ætla auðvitað að halda áfram að kíkja þama inn þótt ég segi ekki mikið," segir Sig- fós og hlær lágt en eins og sönnum nútíma- föður sæmir finnst honum sjálfsagt að láta uppeldi og annað sem tilverunni fylgir sig varða. „Mér finnst við feður oft verða fyrir hálf- gerðum fordómum. Við emm sagðir hafa minni áhuga á uppeldi og börnum en mæð- umar en ég held að áhuginn sé alveg til stað- ar þótt við sýnum hann oft í annarri mynd en þær,“ segir Sigfós sem vonar að flestar konur geri sér grein fýrir þvi að flestir karlmenn gera sitt besta í uppeldinu og því sjálfsagt að þeir geti nýtt sér upplýsingaveitur eins og barna- landsvefinn til þess án þess að þeir verði fyrir aðkasti eða vantrú. karen@dv.is „Mér finnst við feður oft verða fyrir hálfgerðum fordómum. Við erum sagðir hafa minni áhuga á uppeldi og börnum en mæðurnar en ég held að áhuginn sé alveg til staðarþótt við sýnum hann oft í annarri mynd en þær." Með mikið skap og stórt hjarta Sigfús Sigurðsson þyk irhamhleypa á handknatt- leiksvöllum en hann reynir llka aö standa sig eins og hetja í uppeldi barno sinna. Hljómsveitin Skítamórall er að leggja lokahönd á væntanlegan geisladisk sinn sem á að koma út um jólin Skítamóralsmenn studdir af stjörnunum „Það em svona fjögur lög sem við eigum eftir að syngja og mixa," segir Jóhann Bachmann, trommu- leikari Skítamórals, en hljómsveitin leggur nú lokahönd á væntanlegan geisladisk sinn. Þetta er fyrsta breiðskífa sveitarinnar í sex ár og er hennar því beðið með mikilli eftir- væntingu. Strákarnir í Skítamóral vom að klára myndband við lag sem verður frumflutt í næstu viku. Lagið heitir Hún og er eftir Þorvald Bjama Þor- valdsson en textann gerði Andrea Gylfadóttir. „Mér finnst þetta besta lag sem Skímó hefór gert," segir Jó- hann, sem jafnan er kallaður Hanni. „Þetta er svona rólegt lag. Svona í svipuðum dúr og Coldplay, allavega mikil bresk áhrif í okkar útsetn- ingu," segir Hanni en strákarnir í Skítamórai útsettu lagið sjálfir. Hanni segir að strákarnir í band- inu fari nýjar leiðir á þessari plötu. „Við gáfum út lagið Hvers vegna og það er eiginlega það eina sem er f okkar stíl á þessari plötu," segir Hanni. „Við emm líka að fá svo marga til að semja fyrir okkur. Einar Bárðar er með tvö lög, Sjonni Brink úr Flavors er með tvö lög, og náttúr- lega Þorvaldur Bjami sem er með tvö lög á plötunni. Svo em textamir eftir Andreu Gylfa meðal annars og svo verður Friðrik Sturlu bassaleik- ari í Sálinni líklegast með einhverja texta," segir Hanni. Einnig gæti far- ið svo að á geisladiski Skítamórals verði lög sem hafa ekki verið gefin út á geisladisk áður. Það em lög eins og Stuðmannabomban Æöi, Ástin dugir og fleiri smellir. Þetta er fyrsta platan sem hljóm- sveitin gefór út eftir að Einar Ágúst Víðisson hætti í bandinu. Hanni segir að hljómsveitinni vegni vel án Einars. „Auðvitað er alltaf leiðinlegt þegar einhver meðlimur þarf að v Skítamórall Strákarnir leggja lokahönd á nýjan geisladisk. hætta. Við emm samt aiveg vinir í dag enda engin ástæða til annars. Við emm allir fullorðnir," segir Hanni. „Gunni syngur núna öll lög- in en hann hefur líka sungið flest lögin með okkur." Auk þess er hljómsveitin nú í sinni uppmnalegu mynd. soli@dv.is „Auðvitað er ailtaf leiðin- legt þegar einhver meðlim- urþarfað hætta. Við erum samt alveg vinirí dag enda engin ástæða tilannars. Viðerum allir fuilorðnir." Þorvaldur Bjarni Semurfyrir strákana. j Andrea Gylfa \ V; • ' Semur texta fyrir Skímó. ■ ■ L----—...... ^Imh&Uvx.k \ ■: v %• - r.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.