Dagblaðið Vísir - DV - 15.09.2005, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 15.09.2005, Blaðsíða 10
70 FIMMTUDAGUR 15. SEPTEMBER2005 Fréttir DV Jóhannes eróskaplega fyndinn enda hefur hann lífsviðurværi af gríni. Hann er samt ekki í hópi grínista sem eru fúiir utan vinnu. Þykir óskaplega skemmtiiegur og binst vinum og ætthögum mikl- um tryggðarböndum. Jóhannesi þykir kannski full- gaman að herma eftir fram- sóknarmönnum og svo hefur hann likt og aðrir Vestfirðingar kuldalegan skráp sem hylur hans góða hjarta. „Hann er manna fyndnastur og hef- urótrúiegan hæfileika til að draga fram sérkenni stjórnmálamanna. Likt og með góða grínista þá sér hann iíka hið tragiska í lifínu og litur áþaðsem hlutverk sitt að bæta það upp og gera heiminn bjartari. Hann fylgist vei með stjórn- málum og eyðir löngum stundum í áhorfendastúku Alþingis að sækja sér efnivið. Hann hefursamt ofgaman af að herma eftir framsóknarmönnum sem gæti stuðlað að auknu fyigi fíokksins." Össur Skarphéðinsson vinur. Jóhannes er hugsanlega besta eftir- herma sem við höfum átt. Skemmti- iegur i viðkynningu og tryggur vinur. Hann er einnig ræktarsamur við vestfírskan uppruna sinn. Ég hefalltafverið ánægður með það þegar égstillti honum upp sem Steingrími Hermannssyni i Sjónvarpinu árið 1986því þar sló hann endaniega í gegn. Svo er það bæði kostur og gaiii að hann verður stundum taugaóstyrkur.Það hefurlika góð áhrifá hann i starfí." ÓmarRagnarsson samstarfsfélagi. Jóhannes er sannur húmoristi. Hann er afskaplega hjartahiýr en viðkvæmur. Eins og sannur Vestfírð- ingurseturhann upp skráp til að fela sinn innri mann. Hann eróv lega tryggur vinum sínum og átthögum og binst þeim ævar- andi tryggðarböndum. Hans stóra hjarta getur þó oft verið mjög lítið. Mér ersagtaðhann sé lifshræddur þegar iífíð biæs á móti. Því er svo ekki að neita að hann notarstundum talsmáta sem margir geta misskilið en það er alltaf góðmennska og húmorábak við. “ Séra Kristinn Agúst Friöfínnsson vinur. Jóhannes Kristjánsson eftirherma og skemmtikraftur er fæddur íjúlí áriö 1955 og rekur ættir sínar vestur aÖ Ingjaldssandi. Eng- inn telst honum fremri í aö herma eftirþjóö- þekktum einstaklingum enda hefurhann stundaÖ þá iöju frá blautu bamsbeini. Jó- hannes gekk í heilagt hjónaband meö Hall- dóru S. Siguröardóttur um síöustu helgi. Prestabandið rokkar „Við spilum bara gömlu góðu sunnudagaskólalögin," segir Magnús G. Gunnarsson sóknarprestur í Grímsey. f til- kynningu frá Dalvíkurpresta- kalli er sagt frá því að stór- hijómsveitin Prestabandið spili í fyrstu bamamessu vetrarins. Krakkamir í Dalvík- urprestakalli mega því búast við hörkustuði í sunnudaga- skólanum enda ekki alls stað- ar sem heil hljómsveit sér um undirspil. „Við höfum l£ka spilað á balli í Grímsey," segir Magnús en lagaprógrammið hefur þá væntanlega verið allt annað en í sunnudaga- skólanum. Davíð Ólafur Ingimarsson, 24 ára hagfræðingur, telur að ættartengsl eða pólitík hafi ekki hjálpað sér þegar hann var ráðinn sem hagfræðingur í sjávarútvegsráðu- neytinu í desember í fyrra. Davíð Ólafur er náfrændi Davíðs Oddssonar og stefnir á æðstu metorð innan ungliðahreyfingar Sjálfstæðisflokksins. Hann uppfyllti ekki ströngustu hæfniskröfur ráðuneytisins. Þann 30. desember á síðasta ári var Davíð Ólafur Ingimarsson, 24 ára, ráðinn hagfræðingur sjávarútvegsráðuneytisins. Nýútskrif- aður með hagfræðipróf frá Háskóla íslands skaut hann öðrum umsækjendum ref fyrir rass - þrátt fyrir að uppfyUa ekki ströng- ustu hæfnisskUyrði. Davíð Ólafur er náfrændi Davíðs Oddssonar - skírður í höfuðið á forsætisráðherranum fyrrverandi. „Nei, ég held að frændsemi okkar hafi ekki hjálpað mér að fá starfið," segir Davíð Olafur sem hefur frá því hann var ráðinn til sjávarútvegsráðu- neytisins stritað við að klára meistarapróf í hagfræði' við Háskóla íslands. Davíð hefur enn ekki lokið prófi enda hefur hann mikið að gera; ákvað að taka sér ekki frí úr ráðuneyt- inu þrátt fyrir erfitt nám auk þess sem hann situr í stjóm Heimdallar, er virk- ur í ungliðapólitík Sjálfstæðisflokks- ins og segist stefna á hærri stöðu inn- an flokksins. Víðtæk þekking í auglýsingu frá sjávarútvegs- ráðuneytinu sem birt var í Morg- unblaðinu í september var óskað eftir hagfræðingi „með aðalstarfs- svið í verkefnum vegna fiskvinnslu og í ýmsum hagrænum verkefn- um‘‘. Umsækjendur eiga að hafa lokið háskólaprófi og „framhalds- menntun á háskólastigi er æski- leg“. í auglýsingunni er einnig lögð áhersla á að þekkingu „á málefn- um á sviði sjávarútvegsráðuneytis- tns . Þröng skilyrði Davíð Ólafur telur sig hafa upp- fyllt þessi skilyrði. „Ég er að vinna í að klára mastersprófið. Ákvað að taka þetta samhliða,“ segir hann. Spurður hvort hann hafi mikla þekkingu á málefnum á sviði sjáv- arútvegsráðuneytisins segir hann: „Jú, maður hefur nú fylgst með fréttum af þessum málum." Davíð neitar þvf einnig að frændsemi hans og Davíðs hafi hjálpað honum að fá starfið. „Nei, þetta starf fékk ég á eigin verðleik- um.“ Frændi Davíðs Töluvert mál var að fá upplýs- ingar um ráðningu Davíðs. Starfs- stúlka í sjávarútvegsráðuneytinu sagði handvömm hafa valdið því að starfið var ekki auglýst á starfatorgi „Nei, þetta starffékk ég á eigin verðleikum ríkisins eins og venja er. Eina aug- lýsingin birtist í Morgunblaðinu og sagðist starfsstúlkan ekki getað sent hana úr húsi nema með leyfi ráðu- neytisstjóra. Sjálfur er Davíð Ólafur framtíð- armaður í stjórnmálum. Gekk í MR líkt og frændi hans og stefnir til æðstu metorða í ungliðahreyfingu Sjálfstæðisflokksins. Davíð er sonur Lillýjar Valgerðar Oddsdóttur og á heimasíðu sinni segist hann hafa verið skírður Davíð í höfuðið á Dav- íð Oddssyni, frænda sínum og leið- toga sjálfstæðismanna. simon@dv.is Þjónustumiðstöðvar dýrar og ómarkvissar Kerfið betra eins og það var Ekki eru allir á eitt sáttir um stjórnsýslubreytingar í borginni. í viðtali í DV í gær sagðist Jóhanna Vilhjálmsdóttir ekki vera ánægð með félagsþjónustuna síðan hún var færð út í hverfin. „Ég fékk frábæra þjónustu á meðan hún á Skúla- götunni," Þagði Jó- .hanna |og benti ^á að upplýsa rþyrfti fólk fbetur um Jóhanna Vilhjálmsdótt- irLifirá lOþúsundkrón- um á mánuði og kvartar undan lélegri þjónustu £'jónustumiðstöðvar^__ hverju það á rétt á í kerfinu. Hún gaf þjónustumiðstöðinni í Mjódd ekki háa einkunn. „Það þarf að senda þetta fólk á námskeið í mannlegum samskiptum. Það er hryllilegt hvern- ig starfsfólkið þarna kemur fram við mann. Bæði félagsráðgjafar og þær sem svara í símann." Með stofnun þjónustumiðstöðva í Reykjavík færðist þjónusta Leik- skóla Reykjavíkur, Fræðslumið- stöðvar Reykjavíkur og félagsþjón- ustunnar út í hverfin í stað þess að vera miðlæg eins og áður var. Það kemur Vilhjálmi Þ. Vil- hjálmssyni, oddvita Sjálfstæðis- flokks sem á sæti í stjórnkerfisnefnd borgarinnar, ekki á óvart að fólk hafi kvart- að um þjónustu þjón- ustumiðstöðvanna. Hann segir þetta kerfi vera ómarkvisst og grunninn óljósan. Vilhjálmur mælti gegn þjónustumiðstöðvum á sfnum tíma. „Þetta er sýndarmennska og hér er verið að splundra þeirri þjón- ustu sem fyrir var sem hafði fengið ágæta einkunn," segir Vilhjálmur og bætir við að með þessu sé verið að auka flækjuferli í þjónustunni. Vilhjálmur segir ekki sýnt að verið sé að bæta þjónustuna með breytingunum og að kostnaðurinn við þær sé um 300 milljónir. „Með uppbyggingu þjónustumiðstöðva er gefið til kynna að verið sé að auka lýðræðið en í raun er bara verið að stækka báknið," segir Vilhjálmur. Hann segir reynslu af þjónustumið- stöðvum ekki vera góða á hinum Norðurlöndunum en þaðan er fyrirmyndin fengin. hugrun@dv.is Vilhjálmur Þ.Vilhjálms- son borgarfulltrúi Þjón- ustumiðstöðvar ómarkvissar na leiða til fiækiuferlis.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.