Dagblaðið Vísir - DV - 15.09.2005, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 15.09.2005, Blaðsíða 20
20 FIMMTUDAGUR 15. SEPTEMBER 2005 MAGASÍN DV 1 Védís Hervör Árnadóttir söngkona hefur víða vakið athygli fyrir góða tónlistargáfu og fallegt útlit enda mikil smekkmanneskja á föt. Blaðamaður DV Magasíns féll hreinlega í stafi þegar honum varð litið inn í fataskáp hennar en þar er hægt að finna fjölda fallegra og sérstakra flíka. „Ég er ekkert fatafrík en þegar ég kaupi mér eitthvað vil ég að það sé vandað. Portobello- markaðurinn í London er því alger paradís fyrir mér en þar má finna mjög mikið af fallegum fötum," segir söngkonan Védís Hervör Árnadótt- ir. Að undanförnu hefur Védís dvalið í Lundúna- borg þar sem hún vinnur að tónlist sinni en hún segist þó reyna að komast til íslands eins oft og hún getur. „Ég er eiginlega búin að átta mig á því að maður getur alveg búið á báðum stöðum," segir Védís og bætir því við ákveðið að þó London sé skemmtileg borg líti hún alltaf á ís- land sem aðalheimili sitt. „Ég er alger flakkari í mér og strangt tii tekið er ' ég Reyknesingur þar sem foreldrar mínir búa þar," segir Védís en eins og flestir vita er hún dótt- ir Árna Sigfússonar bæjarstjóra i Reykjanesbæ. Védís fagnar því breikkun Reykjanesbrautarinnar og segir breytingarnar hafa gert það að verkum að það taki enga stund að skjótast á milli. „Þegar maður er vanur að þurfa að sitja í lestum í einn og hálfan tíma á hverjum degi finnst manni bara frá- bært að geta keyrt eitthvað. Tónlistin hefur alltaf verið líf mitt og yndi en ég vil sem minnst segja frá því sem ég er að gera," segir söngkonan stríðnislega þegar blaðamaður spyr forvitnislega hvað sé næst á döfinni. Hún viðurkennir því fúslega að það sé alltaf nóg að gera hjá sér í London. „London er frábær borg, lon og don lýsir henni vel, maður getur tekið þátt í látunum ef maður vill en maður getur líka dreg- ið sig í hlé þegar maður þarf á því að halda," seg- ir Védís Hervör að lokum áður en hún drífur sig út í amstur dagsins. Védís Hervör Hæfileikarík fjölskylda með geggjaðan fatasmekk. Sérstakt snið í bakið „Svei mérþá, þennan bol fékk ég held ég llka á Portobello," segir Védís og hlær.„Ég hefnotað hann þegar ég er að syngja enhann kemur mjög velútá sviði. Bakiö á honum er llka svo sérstakt. “ Vandaður partíbolur „Ég var búin að horfa lengi á hann en lét ekki verða afþvi að kaupa hann. Það varsvo systir min sem keypti hann handa mérað lokum. Þessi kemur af Porto- bello og ersvakalega vandaöur, eins og gamli kjóllinn.“ «Ekta sviðsdress [ „Þetta dress er úr silki. Ég notaði I það á Dfvu-tónleikum ein jóiin ! en hann hentar mjög vel þegar 'maður er að tjá sig á sviði. Hann keypti ég á Portobello eins og svo margt annað. “ Kjóll með sál „Þennan keypti ég á Portobello-markaðnum í London en þar hefég keypt ófáar flikur. Ég hef aldrei farið íhann, mér finnst hann bara svo fallegur og með mikla sál enda sagði konan sem seldi mér hann að djasssöngkona sem nú er dáin hefði átt hann. Ég tími ekki einu sinni að breyta honum þó sniðið fari mér ekki." Kjóll sem faðmar líkamann „Þennan kjól keypti ég i út- skriftarferðinni minni á Mal- aga og hefnotað hann rosa- lega mikið sfðan,“segir Védis og bætir við að inni ihonumsé undirkjóll þannig hann faðmi linurnar á þeim sem i honum gengur en það er svo sannar- lega kostur efmaður er jafn vel afguði gerðurog Védís er. „Ég var ekki viss um að ég ætti að kaupa hann en vinkonur minar hvöttu mig til þess og þær höfðu rétt fyrir sér, “segir söngkonan kankvíslega. Marilyn Monroe-kjóllinn Þennan kjól kallar Védís Mari- lyn Monroe-kjótinn og greini- legt er að hann ber það nafn með rentu. Hún segir hann gera mikið fyrir barminn en það erauðvitað mikill kostur við hverja flík. Við hann segist hún svo nota ermar sem hún fékk frá hönnuði á Portobello en hann kallar meki sitt Orpan. Uppáhaldsliturinn blár „Blár er uppáhaldsliturinn minn og ég varð ástfangin af þessum bolþegarég sá hann. Sniðið á honum er samt mjög einkennilegt en það má taka hann saman með belti,“segir Védfs sem segist sérlega hrifin af fuglunum sem hann prýða. ! Sérsniðin frá Asíu '•„Systir mín lét sérsníða þennan \jakka handa mér í Asiu, efnið inn í | honum ermjög fallegt," segir Vé- ; dis og útskýrir að það sé hægt að ! bretta upp á kragann og ermarn- ar til að fóðrið njóti sín.„Mér þykir mjög vænt um þessa flík enda er systirmín mérmjög kær.“ MAGASÍN TÓK SAMAN NOKKRA DRYKKI SEM ERU TILVALDIR Á KÖLDUM HAUSTKVÖLDUM Bloody Mary Innihald: 6 sl af vodka 3-4 dropar af tab- asco-sósu 3-4 dropar af worchestersire-sósu Fyllt upp með tómatsafa Smá salt, smá pipar Klakar Skreytt með sellerístöngli. Sex on the Beach Innihald: 3 clafvodka 3 cl af eplalíkjör örlítið af grena- dine Klakar Fyllt upp með appelsínusafa. Mjög bragð- góður drykkur. Vodka Martini Innihald: 5 cl af vodka 1,5 cl af Extra Dry Martini Klakar (síaðir frá) Græn ólífa. Þetta er það sem James Bond drekkur. Abstrakt Innihald: 4 cl af vodka 3 cl af kirsju- berjalíkjör Klald Fyllt upp með appelsínusafa Ljótur á litinn en rennur mjúklega niður. Black Russian Innihald: 3 cl af vodka 3 cl af kahlúa kaffilíkjör Klaki Sterkari en sá hvíti, mildur samt sem áður. Fyrir þá sem þora.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.