Dagblaðið Vísir - DV - 15.09.2005, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 15.09.2005, Blaðsíða 31
I>V Fréttir FIMMTUDAGUR 15. SEPTEMBER 2005 31 Úr bloggheimum Jarlaskáldið „Jarlaskáldið dró í dilka um helgina, og staðfesti með þvíþað álit sitt að teitun væri að heimskari skepnu en sauðkindinni. En assgoti bragðast hún samt vei!" Arnór Hauksson - arnor.blogspot.com Sá eini „ Var að glugga á vefsíðu hagstofunnar áðan og komst að þeirri skemmtiiegu staðreynd að ég er eini einstaklingurinn á Islandi sem ber nafnið Annas sem I. eiginnafn, slðan eru 4 sem bera það sem 2. eiginnafn. Þannig er mál með vexti að frændi minn ákvað nýverið að breyta nafninu sínu í Kára, þannig að nú sit ég einn eftir með þetta skemmtilega nafn, hehe, frekar fyndið..." Annas Sigmundsson - blog.central.is/anni Elsku mamma „Meira um Sinalco. Eitt sinn var verið að aug- lýsa það í Sjónvarpinu og lauk með orðunum: Ávaxtadrykkurinn vinsæli. Þá sagði mamma: Þeir ættu að segja sykurleðjan vinsæla. Mamma var (og er) ein afþessum fyndnu mömmum sem eru hálfu algengari i al- vörunni en i sjónvarpsþáttum." Ármann Jakobsson - skrubaf.blogspot.com Tennurnar hennar ömmu „Grey amma þurfti skiija tennurnar sínar eftir hjá tannsmiðnum í heilan klukkutíma, hún varal- veg frá! Þegar hún heyrði hún yrði vera tannlaust í heilan klukku- tíma þá var hún eiginlega hætt við ennnnn ég gat talið hana á að láta laga þærmeð hjálp frá tannsmiðnum. Enda gekkþetta ekki lengurein tönninn laus og ein framtönn brotini... Hélt að þetta myndi kosta morðfár en kostaði svo bara fimmþúsundkalli. sem mér finnst ekki svo mikið miðað við það var skipt um brotnu tönnina, sú lausa festog báðirgómarniryfirfarnir. Núna getur hún brosað colgate brosi En já nóg um tennurnar hennar ömmu hehe." Berglind - blog.central.is/nemesis Pilsið hennar Marilyn fauk upp Á þessum degi árið 1954 var tekið upp frægasta kvikmyndaatriði Mari- lyn Monroe. Marilyn stóð hlæjandi á meðan vindhviða blés pilsinu henn- ar upp, mynd sem allir kannast við. Atriðið var hluti af kvikmyndinni The Seven Year Itch og fór mjög fyr- ir bijóstið á eiginmanni Marilyn, hafnaboltahetjunni Joe DiMaggio, sem fannst atriðið sýna of mikið. Þau skildu áður en myndin var frumsýnd. Eftir skilnaðinn við hafnabolta- hetjuna reyndi Marilyn að komast yfir alvarlegri hlutverk, en fram að þessum tíma hafði hún að mestu leikið hlutverk „heimsku ijóskunnar". Hún flúði Hollywood til að fara í leiklistarskóla í New York. Árið 1955 landaði hún hlutverki í kvikmyndinni Bus Stop þar sem hún þótti sýna góða frammistöðu. Ári síð- ar giftist hún leikrita- skáldinu Arthur Mill- er. Síðasta kvikmynd- Úbbs! Eitt frægasta atriði Marilyn Monroe. Það fór fyrir brjóstið á Joe DiMaggio og þau skildu stuttu síðar. in sem hún lék í var einmitt The Misfits sem Miller skrifaði sérstaklega fyrir hana og var frumsýnd árið 1961. Skemmst er frá því að segja að mynd- in floppaði. Marilyn og Miller skildu viku fyrir frumsýninguna. Marilyn gerði þó tilraun til að leika í Lesendur DV eru hvattir til að senda okkur tölvupóst á netfangið ritstjorn@dv.is og láta í Ijós skoðanir sínar á málefnum líðandi stundar. Hjálmlaus Lesandi hefur áhyggjuraf hjólabrettastrákunurr á Ingólfstorgi því þeir eru fæstir með hjálm. snvRtv )’ v ■ & 1 ' W —* 1 • •• W Eldrí borgarí bríngdi: Ég er alveg gáttaður á þessum piltum sem eru alltaf að sýna listir sínar á hjólabrettum niðri á Ingólfs- torgi. Ekki það að mér finnist það leiðinlegt eða að ég hafi eitthvað á Lesendur móti þessum piltum. Ég tala nú stundum við þá og gef þeim nammi og finnst þeir vera vænsm grey. Það sem mér finnst verst er að enginn þeirra er með hjálm eða aðrar hlífar til að vemda líkamann ef þeir skyldu nú detta illa. Þegar ég sit og horfi á þá fæ ég stundum fyrir hjartað því þessar kúnstir allar sem þeir em að gera held ég að séu beinlínis stór- hættulegar. Þeir hoppa upp og nið- ur, til og frá. Ég er svo logandi hræddur um að einn daginn muni einn þeirra detta illa á höfuðið og stórslasa sig. í staðinn fyrir hjálminn em þeir flestir með húfu sem vernd- ar þá ekki neitt. Ég hugsa að ég gæti notið þess betur að horfa á þá ef þeir væm nú með réttan hlífðarbúnað. Ég vil því hvetja foreldra piltanna til að gefa þeim hjálm sem fyrst. Reyndar gmnar mig að flestir þeirra eigi nú þegar hjálm en þá er það hlutverk foreldra þeirra að skikka þá til að nota þá. Síðan er það annað mál með þessar húfur þeirra. Þær ná alltaf langt niður fýrir augu þannig að mig undrar að þeir skuli yfir höf- uð sjá eitthvað, en það er nú annað mál. Hjálmurinn er númer eitt. Orðsendinq til villtra pítsusendla Kennaranemi skrífar. Tvisvar á einni viku hef ég setið fram eftir kvöldi við lærdóm uppi í Kennaraháskóla og ákveðið með fé- lögum mínum að panta mér pítsu. í bæði þessi skipti hef ég beðið og beðið, síðan hef ég beðið aðeins lengur. Loksins hef ég hringt á pítsu- staðinn sem ég pantaði hjá. Þar var mér sagt að pítsan hlyti bara að vera á leiðinni, hún væri löngu farin út. Þá hef ég beðið enn meira og síðan hringt aftur. í bæði skiptin fékk ég sömu svör: „Pítsusendillinn fann ekki þennan Kennaraháskóla. Get- urðu nokkuð lýst aðeins húsinu?” Ha? Ertu ekki að grínast? Risastórt hús við Stakkahlíð sem stendur á: Kennaraháskóli íslands. Erfitt að sjá hann ekki. Það er því spurning hvort pítsusendlar fslands séu upp til hópa náttblindir. Langsótt pítsa „Pítsusendillinn fann ekki þennan Kennaraháskóla," sagöi símastúlkan. I dag árið 1994 varðHelgi Áss Grétarsson, 17 ára Verslunarskólanemi, heimsmeistari í skák í flokki 20 ára og yngri. Hann hlaut jafnframt stórmeistaratitil. einni kvikmynd til viðbótar, Something’s Got to Give, en var rek- in úr henni vegna tíðra veikinda og fjarveru frá tökustað. Margir telja þessar tíðu fjarverurhennar tengjast eiturl>'fjafíkn hennar. í ágúst 1962 lést Marilyn vegna of stórs skammts af svefntöflum. Dauði hennar var talinn vera sjálfsvíg. Geir Ágústsson talar um norsku þing- kosningarnar. Frjálshyggjumaðurinn segir Norskirvinstri- menn Norðmönnum varð það á um daginn að kjósa yfir sig vinstristjóm. Norskir vinstriflokkar em nú við að ná samkomulagi um stjómarsam- starf og slíkt veit aldrei á gott. Fyrir kosningar höfðu flokkamir lofað skattahækkunum, erfiðara rekstrar- umhverfi fyrir einkareknar stofhanir og fyrirtæki á ýmsum sviðum, auk- num flutningi tekna frá einum vasa í annan, auknu skriffæði, auknum stuðningi við einn samfélagshóp á kostnað annars, aukinni ringulreið í efnahagsmálum og almennt auknum umsvifum hins opinbera á kostnað einkaaðila. Með því að pakka þessum dæmigerðu vinstristeihumálum inn í ákveðna gerð umbúða og hálfsann- leiks tókst að sannfæra meirihluta kjósenda sem væntanlega verður til að tryggja óstjóm í Noregi næstu fjögur árin. Hins vegar var tímasetn- ingin fyrir íslendinga eins góð og hægt er að hugsa sér. Nú getum við fylgst með norskum vinstrimönnum ausa olíupeningum og skattahækk- unum á víxl út í samfélag sitt og fylgst með því hvemig þeir klúðra því sem þeir geta, og um leið lært okkar f> lexíu. Á íslandi er nefiiilega stað- an sú að vinstri- menn gætu, með smá- heppniíbland við óheppni hægrimanna, náð meirihluta Vinstri stjórn Geir harmar úrslit á Alþingi af þingkosninganna heirri einfiilHii iNoregi fyrir hönd r Norðmanna. | ástæðu að folk fær leið á því sem gengur ofvel of lengi. Norskir vinstrimenn ná vonandi að hræða ís- lenska kjósendur frá slíkri tilrauna- starfsemi. Skemmtilegur tónn í nánast öllu „Við erum í tónleikaferð um landið sem er um það bil hálfnuð. Vorum með tónleika í Garðabæ í gær og svo verður Eyjafjörður tekinn í kvöld og Reykjanesbær á föstudag,” segir Sigurður Flosa- son, djasskóngur íslands að sumra mati. „Svo erum við að taka upp nýja plötu um helgina með Kristjönu Stefánsdóttur söngkonu, sem er í fyrsta sinn sem ég vinn með söngvara, svo það verður spennandi.” Blaðamaður minnist þess að Sigurður kom ásamt félögum sín- um í MS þar sem hann var við nám, þar sem augu og eyru hans opnuðust fyrir djassi, eitthvað sem hefur fylgt honum æ síðan. „Það er alltaf skemmtilegt að kynna nýja tónlist fyrir fólki og þvf sérlega gaman þegar fólk mætir vel á tónleika, eins og raunin hefur verið," segir Sigurð- ur. „Mín pólitík í tónlist er að hafa soldið víða sýn. Það er svo margt skemmtilegt í heimstónlistinni, þar með talið í gamalli íslenskri þjóðlagatónlist. Þess vegna getur maður heldur ekki nefnt einn sér- stakan tónlistarmann eða -stefnu sem hefur vaidið einhverjum straumhvörfum í lífi manns. Það eru líka frábærar hljómsveitir sem eru að opna augu almenn- ings fyrir öðruvísi tónlist, eins og t.d. Sigur Rós sem hefur verið að gera stórkostlega hluti. Þetta er svakalega flókinn og erfiður bransi markaðslega séð, en sem betur fer höfum við Loftbrúna, sem er sjóð- ur sem tón- listarmenn geta sótt um í til að koma tónlist sinni „Mín pólitík i tónlist er að hafa soldið víða sýn. Það er svo margt skemmtilegt í heimstónlistinni, þar með talið í gamalli íslenskri þjóð- lagatónlist." á framfæri og ýmis önnur hjálp sem tónlistarmenn fá sem ekki var til fyrir nokkrum árum síðan." urður Flosason er einn mesti djassgeggjari Islands- lunnar, enda á hann 25 ára starfsafmaeli um Þ«sar ndir. Hann kom fyrst fram 16 ára gamall og hefur gef.ð linn í djasssögunni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.