Dagblaðið Vísir - DV - 15.09.2005, Blaðsíða 39

Dagblaðið Vísir - DV - 15.09.2005, Blaðsíða 39
DV Síðast en ekki síst FIMMTUDAGUR 15. SEPTEMBER 2005 39 Hvers ætti ég að gjalda ef ég væri dagdrykkjumaður? Búið að selja Kaffi Austurstræti, rífa Skipperinn, leggja niður Keisarann og Hafnar- krána. Fyrir bara tíu árum gátu dag- drykkjumenn valið úr a.m.k. þrem- ur börum sem hannaðir voru sér- staklega fyrir þeirra þarfir. Keisar- inn var aðalstaðurinn. Þar fóru dag- drykkjumenn úr skónum og höll- uðu sér í sófanum. Keisarinn var hlýlegt heimili dagdrykkjumanns- ins. Krá á heimsmælikvarða. En yf- irvöld hröktu hann burt. Margeir, maðurinn sem átti staðinn, fór í spilakassana og græddi fúlgur. Hafnarkráin var númer tvö. Þar var seldur dýrindis landi og plokk- fiskur. En Geiri ákvað að snúa baki við dagdrykjumönnunum og stofna Maxim’s erotic Whisky bar. En þá var Skipperinn eftir. Þar var víst líka hægt að fá plokkfisk. Nú er búið að rífa hann. Kaffi Austurstæti var síðasta von dagdrykkjumannsins. Þar þótti gott að koma. Þjófar og morðingjar landsins áttu þar öruggt húsaskjól og eigandinn hafði öruggan biss- ness. Sú var líka raunin með hina Sigurjón Kjartansson er ekki dagdrykkjumað- uren veltir fyrir sérhvar hann gætistundað sína dagdrykkju efhann væri það. Möguleikarnir eru ekki margir lengur. staðina. Þetta voru einu staðimir sem vom með öruggan bissness. Þeir þurftu ekki að ráða skemmt- anastjóra eða reyna að fá frægt fólk inn til að trekkja að. Þeir höfðu trygga kúnna. En nú er pabbi Her- manns Hreiðarssonar búinn að kaupa Kaffi Austurstræti og rífa allt út. Það er semsagt búið að hrekja dagdrykkjumennina út á götu. Nú hafa þeir ekkert húsaskjól. Áður gátu þeir vaihoppað upp í Trygginga- stofnun, tekið út örorkubætumar og þaðan beint inn á Keisara sem var staðsettur í húsinu við hliðina. Núna fara allar örorkubætumar í leigubíl sem keyrir um bæinn í leit að partíi. Og það er ekkert partí lengur. Allt h't- ur út fyrir að dagdrykkjumenn þurfi að hætta að drekka. Hafnarkráin Enginn plokkfiskur. Engin krá. Búið að rífa Skipp- erinn Urð og grjót. Síðast en ekki síst (slenskt veður er leiðinlegt. Fjöllin hvít. Suður- Evrópubúareru hinsvegar í fínum málum. Victoria og David Beckham fátil dæmis 31 stig í dag. 3p vj Nokkur vindur WESm** ' - ^ ' i “ áp •* O Gola ^ C3 Gola Kaupmannahöfn 16 París 22 Alicante 28 Ósló 14 Berlín 20 Mílanó 25 Stokkhólmur 13 Frankfurt 27 NewYork 26 Helsinki 14 Madrid 31 San Francisco 18 London 21 Barcelona 27 Orlando/Flórída 32 * Sólmundur Hólm Sandkorn • Ástin virðist blómstra hjá þeim Völla Snæ og Þóm Sigurðardóttur úr Stundinni okkar. Völli rekur nokkra veitingastaði í Karíbahafinu en hann kom óvænt í heimsókn til sinnar heittelskuðu fyrir helgina. Völli er sannkallaður kvennaljómi og kann að gleðja konur. Gerði hann sér lítið fyrir og bauð Þóru til Bahamaeyja. Parið ástfangna lagði af stað f gær í rómantíska för og munu þau verja næstu dögum innan um kokteila og kavíar. í lífsins ólgu- sjó... • Á dögunum var fjallað um í Sandkornum að Guðmundur Hrafnkelsson handboltamark- vörður hefði hafið nám í sjúkraþjálfun. í sömu frétt var því ranglega haldið fram að Guð- mundur væri bú- inn að leggja markmannstreyjuna á hilluna. Það er fjarri sannleikanum því Guðmundur er með tveggja ára samning við kjúklingaveldið Aft- ureldingu og stendur þar vaktina milli stanganna. Þykir hann hafa ótrúlega snerpu miðað við aldur... • Ráðning Teits Þórðarsonar til KR hefur ekki far- ið fram hjá nokkrum manni. Knattspyrnuunn- endur gleðjast yfir því að fá krafta hans í ís- lenska boltann en það eru ekki einungis karlkyns knattspyrnu- áhugamenn sem gleðjast. Konur í Vesturbænum eru víst hæstánægðar með að fá Teit á sínar slóðir og segja hann með huggulegri mönnum. Hafa sumar KR-konur tekið svo djúpt í árinni að líkja honum við José Mourinho þjálfara Chelsea... • Indverska yndið okkar hún Icy Spicy Leoncie er nú endanlega á förum. f gær fór hún á Hagstofu íslands til þess að láta flytja lög- heimili sitt. Þær urðu þó hvumsa konurnar á Hagstof- unni þegar þær reyndu að fá upp úr henni nýja heimil- isfangið. Icy Spicy vildi ekki gefa neitt annað upp en „Asía (Ótil- greint)". Prinsessan segist ekki kæra sig neitt um það að íslenskir rasistar viti hvert hún er að flytja. Nú bíð- ur hún í ofvæni eftir að komast burt en segist tilbúin að koma hingað til að spila fyrir 200 þús- und krónur. Upp með veskin, kæru tónleikahaldarar...

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.