Dagblaðið Vísir - DV - 15.09.2005, Blaðsíða 24
24 FIMMTUDAGUR 15. SEPTEMBER 2005 V
!M
Magðalena M. Kristjánsdóttir og Guðni Már Þorsteinsson voru gefin saman þann 2. júlí á þessu ári af séra Óskan Hafsteins
syni. Athöfnin var falleg og fór fram í Ólafsvíkurkirkju. Þau leyfðu okkur að heyra hvernig dagurinn var.
DV
Söfnuðu fiski
veisluna
„Við giftum okkur eftir sex ára
samband og tvö yndisleg börn,“
segir Magðalena M. Kristjáns-
dóttir en hún og Guðni Már Þor-
steinsson gengu í hnapphelduna
þann 2. júlí. „Þennan dag voru
færeyskir dagar hér í Ólafsvík.
Við vorum búin að undirbúa
brúðkaupið nánast allt árið
áður."
Sáu nánast um allt sjálf
„Maðurinn minn er sjómaður
og gat safnað fiski í veisluna og
svo keyptum við allan matinn
sjálf og söfnuðum honum frá
nóvember 2004 og frystum bæði
kjöt og fisk. En undirbúningur-
inn var erfiður fannst mér" segir
Magðalena hugsi en bætir við að
að hann hafi líka verið skemmti-
legur. „Við sáum um allt sjálf.
Boðskortin, sætavísur og allt
hitt. Annars eigum við góða fjöl-
skyldu svo að við nutum aðstoð-
ar frá henni. Frænka mín, hún
Margrét, sá um að skreyta sal-
inn. Enda er hún vön. Hún lán-
aði okkur líka flest allt skraut og
það kom sér vel. Vinkonur og
vinir okkur voru líka óspart not-
aðir ásamt fjölskyldunni," segir
hún ánægð með hjálpina fyrir
stóra daginn.
Spennan svakaleg
„Ég gisti seinustu nóttina sem
ungfrú á heimili foreldra minna.
Það kvöld var spennan og eftir-
væntingin alveg svakaleg. Síðan
vaknaði ég snemma í snyrtingu
og förðun. En brúðguminn svaf á
eigin heimili og vaknaði
snemma til að fara að leggja
seinustu hönd á salinn," segir
Magðalena geislandi. „Brúð-
guminn og svaramaðurinn
mættu fyrr en aðrir til að taka á
móti gestunum og yngsta systir
mín og frændi sáu um að dreifa
dagsskránni við hurðina til gest-
anna og mágur minn var bflstjóri
og náði í mig og pabba heim til
foreldra minna. Svo vorum við
keyrð til kirkju."
Veislan fámenn og vel
heppnuð
„Veislan var fámenn" segir
Magðalena. „Það komu um 60
manns, þá talið með okkur og
börnum okkar," segir hún en
þau ákváðu að halda barnlausa
veislu. „Veislan var mjög vel
heppnuð á alla kanta" segir hún
brosandi og heldur áfram frá-
sögninni. „Kokkarnir voru vina-
fólk foreldra minna og þau grill-
uðu lambalæri sem var mjög
gott. Móðir hans Guðna bakaði
síðan draumtertu sem vakti
mikla lukku og svo lögðust allir á
eitt að skreyta kvöldið áður,"
segir hún og sýnir um leið falleg-
ar brúðkaupsmyndirnar.
Jöfnuðu sig eftir slys
en allt fór vel
„Við héldum yndislega veislu
þrátt fyrir mikil veikindi eftir
bflslys fyrir tveimur árum sem
setti stórt strik í reikninginn fjár-
hagslega," útskýrir hún einlæg.
„Það er alveg víst að allt er hægt
ef vilji er fýrir hendi því veislan
gekk mjög vel," segir Magðalena
og heldur áfram frásögninni
með fallegan glampa í augunum.
„Veislustjórinn var skipsfélagi og
vinur okkar og hann stóð sig ein-
staklega vel. Systkini Guðna sáu
svo um skemmtiatriðin og
fjöldasönginn sem vakti mikla
kátínu gesta og pabbi sló veru-
lega í gegn þegar glamrað var á
glös og Guðni bað foreldra okkar
um að sýna okkur hvernig þetta
væri gert, það er að kyssast, og
gerði hann sér lítið fyrir og skellti
kellu sinni niður og kyssti remb-
ingskossi," segir hún og hlær
innilega.
Innkaupaferðir í Bónus
„En þar sem við vorum búin
að safna lengi að okkur mat og
meðlæti, sem var gripinn með í
hverri ferð í Bónus kostaði þetta
okkur ekki mikla fjármuni. Við
borguðum með öllu, eins og
fatnaði og mat og ýmsum til-
kostnaði um 180 þúsund. Ég
keypti til dæmis kjólinn í Deben-
hams á útsölu og fékk allan fatn-
að þar á mig, og var mjög
ánægð," segir hún sátt við dag-
inn stóra. „Stelpurnar okkar
voru í fallegum kjólum úr Hag-
kaup og strákurinn í lánsfötum
sem voru saumuð af konu hérna
í bænum. Svo leigði Guðni sér
fatnað af Fataleigu Garðabæjar
og kostuðu þau ekki mikið eða
um 6.500 krónur," segir hún
ánægð með veisluna og óhrædd
við að útskýra kostnaðinn sem
hún reyndi að halda í lágmarki.
„Þetta var virkilegt stress en
ofsalega gaman," útskýrir hún
og sannfærir blaðamann
Magasíns um að hamingjan er
alls ekki fólgin í kostnaði brúð-
kaupsveislunnar heldur að
hjörtu brúðhjónanna slái í takt.
„Við hefðum ekki viljað skipta
þessum yndislega degi fyrir neitt
annað því þetta var ótrúleg lífs-
reynsla og skemmtilegur tími
bæði við undirbúninginn og
brúðkaupsdaginn sjálfan," segir
hún og hugsar sig eilítið um og
bætir við einlæg, „sem við erum
ægilega stolt af."
515 6100 ; SYN.IS i SKIFAN I OG VODAFONE
ÁSKRIFT ARTILBOÐ
EINN MÁNUÐUR FRIT
VERÐAÐEINS 4.092 K
ALLIR LEIKIRNIR SEM
SKIPTA MÁLI
í BEINNI Á SÝN
besta sætið