Dagblaðið Vísir - DV - 15.09.2005, Blaðsíða 32
32 FIMMTUDAGUR 15. SEPTEMBER 2005
Menning DV
mennmg
Umsjon: Páll Baldvin Baídiínsson pbb#dv.is
Páll skrifar á bækur í dag
Aðdáendur bandaríska skálds-
ins Pauls Auster hafl nú vara á sér.
Þeir geta barið goðið augum í dag
sitjandi á stól í miðborg Reykjavík-
ur og látið hann skrifa uppá á
pappíra fyrir sig, bækur, myndir og
laus blöð. Aritunartíminn hefst í
Bókabúð Máls og menningar við
Laugaveg kl. 16.30. Paul les svo upp
um kvöldið en á morgun verður
hann á tali við Torfa Tuliníus um
lífið og tilvemna í Norræna húsinu
og hefst samtal þeirra kl. 15.
Paul Auster er fæddur í New
Jersey 1947. Hann er giftur rithöf-
undinum Siri Hustvedt og búa þau
í New York. Fyrsta skáldsaga hans
Squeeze Play var birt undir höfund-
amafninu Paul Benjamin, sem
hann heitir. Hann varð þekktur
fyrir röð spennusagna, The New
York Trilogy. Þar notar hann
spennusagnaformið með nýstár-
legum hætti. Hann hefur sent frá
sérljóðabækur, ritgerðasöfri, skáld-
sögur og hefur þýtt verk Stéphane
MaUermé og Josephs Joubert á
enska tungu. Meðal skáldsagna
hans eru The Music of Chance,
Leviathan og The Book of Uiusions.
Haxm er þekktur fyrir kvikmynda-
handrit sín, meðal annars Smoke
og Blue in the Face í leikstjóm
Wayne Wang. Paul Auster er al-
mennt talinn meðal helstu núlif-
andi rithöfimda Bandaríkjanna.
Nokkur af verkum hans hafa komið
út í íslenskri þýðingu hjá Bjarti, þ. á
m. Hending (The Music of Chance)
1998 og Mynd af ósýnUegum
manni (The Invention of Solitude)
árið 2004.
Paul Auster rithöfundur Skrifar nafnið
sitt f dag fyrir áhangendur sína I Reykjavík.
Þrenning Vigdísar
Vigdís Grímsdóttir hefur gengið
frá síðustu skáldsögunum sínum
þremur í kiljuútgáfu sem hún kall-
ar Þrenninguna og er sögubálkur-
inn kominn út
á vegumJPV
útgáfu.
Um þennan
sagnabálk
sagði í grein-
argerð Menn-
ingarverð-
launa DV á
sínum tíma:
„Göldróttur
sagnabáikur
sem afhjúp-
ar örlög
fólks sem kýs að pakka sann-
leikanum inn í lygi. (kjölfarið fylg-
ir flókin viðureign við lífið og ör-
lögin sem í sífellu skola persónum
á aðrar strendur en ráð var fyrir
gert. Hér koma öll helstu höfund-
areinkenni Vigdísar fram í allri
sinni dýrð og ekki síst það sem
hún er snillingur í að afhjúpa: Ekki
er allt sem sýnist. Á yfirborðinu er
fjallað um óskaveröld sem flestir
þrá: Veröld skilnings, hlýju, ástar
og fölskvaleysis en undir krauma
óheilindi, óhamingja, svikin lof-
orð, vanmáttur og efi. Textinn er
allt í senn, áleitinn, krefjandi, fal-
legur og grimmur og neyðir les-
andann til að freista uppgjörs við
eigiðeðli."
Skáldsögurnar þrjár; Frá Ijósi til
Ijóss, Hjarta, tungl og bláir fuglar
og Þegarstjarna hrapar hlutu mik-
ið lof á sínum tíma og hafa þegar
verið teknar til útgáfu í Svíþjóð
þar sem skáldkonan á tryggan
lesendahóp.
Lars hneykslar
Svía
Lars von Trier hefur yndi af því að
ráðast á helgidóma í menningarlífi
Norðurlanda og er þá ekki orðvar.
í fyrrakvöld var hann í viðtali í
sænska sjónvarpinu og talaði þá
óvarlega um tvær stoðir í norrænu
menningarlífi: H.C. Andersen og
Ingmar Bergman. Hann kvaðst
orðinn dauðþreyttur á öllu fjaðra-
foki Dana vegna 200 ára afmælis
H.C. sem hann kallaði homma og
vísaði þá til þess að stórskáldið
var frekar hneigður til karla en
kvenna. Verri þóttu þó ummæli
hans um Bergman sem hann kvað
hafa verið hrikalegan egóista sem
hefði riðið fleiri leikkonum sínum
en hann sjálfur. Bergman var
reyndar frægur á sinni tíð fyrir
náin sambönd við leikkonur sínar.
En svo mikil dul hvílir um þessa
stórsnillinga hinnar opinberu
menningar að Lundberg Dabr-
owski sem ræddi við
danska leikstjór-
ann gat ekki
leynt undrun
sinni yfir um-
mælunum:
„Hann reið
fleiri leikkonum
en ég, sem var
gott hjá honum."
Lars von Trier
Leetur allt ftakka
um virta listamenn.
Diddú kemur fram með Sinfóníunni undir mánaðamótin á tvennum tónleikum.
Þar mun hún flytja valda kafla úr óperuskrá sinni en það er sjaldgæft að tónlistar-
unnendum gefist tækifæri til að sjá hana og heyra takast á við perlur óperubók-
menntanna við undirleik fullskipaðrar hljómsveitar. ___________•
Sigrún Hjálmtýsdóttir
söngkona Framundan eru
tónleikar hennarmeð Sin-
fóníuhljómsveit Islands þar
sem hún flytur nokkrar af
þeim arium sem standa
rödd hennar næst og hafa
fylgt henni um langt skeið.
Það eru nú liðin tuttugu ár síð-
an Sigrún stóð fyrst á sviði með
Sinfóníunni. Síðan hefur hún
margsinnis átt samleið með hljóm-
sveitirini. Fáar söngkonur hafa átt
jafn góðu gengi að fagna og Sigrún
Hjálmtýsdóttir, eða Diddú eins og
við þekkjum hana sjálfsagt best.
A þrjátíu ára ferli hefur hún
sungið sig inn í hug og hjörtu þjóð-
arinnar, fyrst með þjóðlagasveit-
inni Spilverki þjóðanna og síðar
við hin ýmsu tækifæri á fjölda
platna og geisladiska, í útvarpi,
sjónvarpi og kvikmyndum, í óp-
eruuppfærslum og tónleikum
bæði hér á landi og erlendis. List-
inn er langur og glæsilegur.
Á tvennum tónleikum í næstu
viku verða mörg af uppáhalds-
„númerum" hennar úr heimi
óperubókmenntanna.
Verkefnavalið fyrir tónleikana í
næstu viku er sótt í Normu eftir
Bellini, Rusölku eftir Dvorak,
Töfraflautu Mozarts, dúkkusöng-
inn úr Ævintýri Hoffmanns eftir
Offenbach, Glitter and be gay úr
Candidu Bernsteins, auk tveggja
númera eftir Verdi, Caro Nome úr
Rigóletto og É strano úr La Travi-
ata.
Hljómsveitarstjóri á tónleikun-
um er Kurt Kopecky, en hann hef-
ur verið hljómsveitarstjóri íslensku
óperunnar frá haustinu 2003. Tón-
leikarnir verða fimmtudaginn 22.
og föstudaginn 23. september
næstkomandi í Háskólabíói. Miða-
salan er hafin og hægt er að kaupa
miða á vefsíðuni sinfonia.is, eða í
miðasölu Sinfóníuhljómsveitar-
innar í Háskólabíói.
Látinn er í Kína mikilvægur hlekkur norrænna þjóða í samskiptum við hið fjöl-
menna stórveldi, mikilvirkur þýðandi og vinur íslendinga og Dana: Lin Hua
Kínverskur vinur vorlátinn
Látinn er í Kína Lin Hua, sjötíu
og átta ára að aldri. Þá kann lesandi
að segja: hvað meðþiað?
Lin Hua kom til Islands árið 1955
sem túlkur með Peking-óperunni í
fyrstu heimsókn flokksins hingað.
Hann kynntist þá íslandi og í gegn-
um vináttu við þau sómahjón Jakob
Benediktsson og Grethe komust á
föst tengsl við sendiráð Kína í Höfn.
Næstu tvo áratugi fóru ótal sendi-
nefndir milli landanna og var Lin
Hua tengiliður okkar í Höfn.
Hann var sendur hingað til að
stofna kínverskt sendiráð í febrúar
1972 og dvaldi hér fram í október
1974. Þá var áhugi hans á íslenskum
bókmenntum farinn að skila
árangri, en Lin Hua var þá þegar
orðinn afkastamikill þýðandi á nor-
rænum verkum. Hann er helsti þýð-
andi sagna H.C. Andersens í Kína og
eftir hann liggja þýðingar á Karen
Blixen og Johannes V. Jensen.
Mestu skiptir fyrir okkur að hann
þýddi íslendingasögur til útgáfu,
snéri Snorra-Eddu og tók saman
norræna goðaffæði. Þá liggur eftir
hann þýðing á Konungsbók Eddu-
kvæða.
Danir höfðu Lin Hua í miklum
metum og styrktu hann til vinnu
eftir að hann komst á eftirlaun 1987.
Þeir litu á Kína sem mikilvægan
markað í bókmenntum, enda er
H.C. Andersen þar þekktur og virtur
vel.
Lin Hua skrifaði fjölda greina um
ísland og íslenska menningu í kín-
versk blöð og tímarit. Hann kom
hingað í þrígang hin seinni ár á veg-
um íslenskra sto&iana og átti gott
samstarf við Stofnun Sigurðar Nor-
dal og Stofnun Árna Magnússonar.
Hann varð heiðursfélagi Kínverska
menningarfélagsins 1998. Danir
veittu honum ýmsan sóma.
Með áhuga sínum og verkum
opnaði Lin Hua einum og hálfum
milljarði manna gátt að menningu
okkar og annarra Norðurlanda-
þjóða. Mikilvægt er að verk hans
gleymist ekki og utan um greinar
hans og þýðingar náist, handrit og
frumsamin rit, og þau gerð aðgengi-
leg á vefformi fyrir þann hluta
mannkynsins sem við eigum í
Lin Hua
sívaxandi mæli viðskipti við. Sendi-
ráð íslands í Kína gerði fátt gagn-
legra en að hafa forystu í því máli
með aðstoð eftirlifandi eiginkonu
hans og samverkamanns, Yuan
Qingxia.