Dagblaðið Vísir - DV - 15.09.2005, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 15.09.2005, Blaðsíða 17
DV Sport FIMMTUDAGUR 15. SEPTEMBER 2005 17 Kraftaverk Alans Pardew Terence Brown, stjómarfor- maöur West Ham, segir Alan Pardevv knattspymustjóra West ham hafa unnið ótrúlegt starf hjá West Ham á þeim túna sem hann hefur verið við stjómvölinn. „Alan Pardevv hefur selt 35 leikmenn síðan hami kom hingað og keypt 26. Haim hefur endurskipulagt unglingastarfið, bætt æfingaað- stöðuna og breytt hugarfari ieik- maima félagsins mikið. Það er kraftaverki líkast að hugsa til þess að þetta hefur hann ailt gert á tuttugu mánuðum. Það er með ólíkindum að haim hafi komist upp ineð þann leikmannahóp sem hann hafði og það er í raun enn ótrúlegra að liðið skuli vera að standa sig svona vel í úr- vals- deíld- margir leikmenn hjá félaginu sem * | ekki hafa reynslu I af úrvalsdeildinni og svo em menn ' eins og Teddy Sheringham, sem A Pardewfékktilfé- lagsins, inn á milli sem hjálpa þeim ( reynsluminni að í standa sig eins og vel og þeir geta.“ Helena áfram í Vesturbænum? KR-ingar búast við því að ráða þjálfara fyrir kvennaiið sitt í knattspymu nú á næstu dögum. íris Björk Eysteinsdóttir skrifaði í fyrra undir tveggja ára samning við liðið en hélt í bameignarfrí í sumar og mun ekki þjálfa liðið á næsta ári. Við liðinu tók Helena Ólafsdóttir, fyrrverandi landsliðs- þjáLfari, og stjómaði liðinu út mótið. Öm Guðmundsson, vara- formaður knattspyrnudeildar staðfesti í gær að rætt hafi verið við Helenu um að taka við liðinu til frambúðar. „Það á að styrkja hópinn og allt í kringum liðið fyrir næstu leiktíð. Við ætlum að rífa okkur aftur upp á ný í hæstu hæð- ir, það er ekkert varið í annað,“ sagði öm. McClaren vill í Meistaradeild Steve McClaren, knattspymu- stjóri Middlesbrough, stefriir á að koma liði sínu í Meistaradeildar- sæti. Eftir frækiim sigur á Arsenal f síðustu umferð ensku úrv'als- deildarinnar vonast McClaren til þess að leikmenn geti haldið áfram að spila góðan fótbolta. „Mér finnst við hafa spilað góðan fótbolta í þessum leikjum sem em búnir í deildinni. Auðvitað ekki alltaf, en heilt yfir hefur framrni- staðan verið vonum framar. Og með tilkomu nýrra leikmanna verðum við að setja okkur ný markmið. Meistaradeildarsæti er raunhæft að mínu mati." Spenn- andi verður að sjá hvort Middles- brougli tekst að ná þessu mark- - . miði en það verður nú að teljast frekar óhklegt i*' \ X ' -•f IrM Kristján Örn Sigurðsson er ekki í miklum metum hjá norskum fjölmiðlamönnum en hann er nú að leika sitt fyrsta tímabil í norsku úrvalsdeildinni. Blaðamenn Ver- dens Gang meta hann ekki betur en svo að þeir telja hann vera versta leikmann deildarinnar. í Noregi spila fjórtán lið í efstu deild. Þar, eins og hér heima, leggja fjölmiðlamenn mat á frammistöðu leikmanna og gefa þeim einkunn. Einn stærsti norski fjölmiðillinn, Verdens Gang, hefur haft þann hátt að gefa leikmönnum einkunn á bilinu einn til tíu og hefiir gert það í fjöldamörg ár. Fimm íslenskir knatt- spyrnumenn leika í deildinni og eru á víð og dreif um listann. Einn þeirra nýtur þó þess vafasama heiðurs að verma botnsæti listans. Kristján Öm Sigurðsson er f 141. sæti í einkunnagjöf Verdens Gang fyrir leikmenn sem hafa tekið þátt í að minnsta kosti 60% leikjanna. Það er 141 knattspyrnumaður sem nær því og er Kristján því í allra neðsta sæti með meðaleinkunn upp á 3,73. „Ég fylgist ekki mikið með þessu," sagði Kristján þegar hann var inntur eftir viðbrögðum við þessari hörðu gagnrýni blaðamanna VG. „Ég vissi reyndar að þeir vom eitthvað erfiðir gagnvart mér þegar ég kom hingað fyrst en ég hélt að það hefði eitthvað skánað. Ég reyni annars að fylgjast ekkert með þessu." Á heima í bakverðinum Kristján hefur leikið í stöðu hægri bakvarðar hjá Brann, rétt eins og með íslenska landsliðinu. Áður en hann hélt til Noregs lék hann með KR f Landsbankadeildinni og þá í stöðu miðvarðar. En Kristján segir að bakvarðarstaðan sé það sem koma skal. „Já, ég held að þetta verði mín staða framvegis. Ég var reyndar ekkert í byrjunarliðinu í byrjun mótsins en síðan ég fékk tækifærið hef ég verið að spila í bakverðinum. Þetta er allt enn tiltölulega nýtt fyrir mér en ég hef alltaf verið að spila betur og betur með hverjum leik," segir Kristján. Sturla Sjem, einn íþróttablaða- manna Verdens Gang, segir f samtali við DV að Kristján örn eigi erfitt uppdráttar í norska boltanum. „Kristján er duglegur leikmaður og áhugasamur. Hans besti kostur er að hann er góður í tæklingum og al- mennt er hann mjög vinnusamur. En hann virðist eiga í miklum vand- ræðum með að halda sinni stöðu og samstarf hans við aðra varnarmenn liðsins er að því leytinu til ekki gott. Hann leggur heldur ekkert til í spila- mennsku liðsins. Andstæðingar hans nýta sér þessa veikleika hans óspart." Lesum það sem fyrir augu ber Kristján hefur undanfarið haldið sínu sæti í byrjunarliði íslenska landsliðsins þrátt fyrir að frammi- staða hans þar hafi ekki alltaf verið upp á marga fiska. Logi Ólafsson og Ásgeir Sigurvinsson hafa þó haldið tryggð við Kristján í stöðu bakvarð- ar. En skyldi þessi umsögn norsku fjölmiðlamannanna berast á fjörur landsliðsþjálfaranna? „Það sem fyrir augu okkar ber lesum við," segir Logi. „En þetta hefur ekkert úrshta- vald á okkar ákvörðun. Við förum eftir því sem við þekkjum og við þekkjum Kristján betur en norskir blaðamenn. En við vitum af hverju þeim finnst þetta og þeir eru klár- lega að hengja sig í göllunum hans, eins og til dæmis sendingarerfiðleik- um hans. Við lesum þetta en förum ekki eftir því." Logi bætir því við að samkvæmt hans reynslu þurfi íslenskir knattspyrnumenn oftar en ekki að sanna sig sér- staklega mikið fyrir norskum fjölmiðla- mönnum. „Þó svo að ís- lenskir leikmenn séu vinsælir hjá norskum félögum þurfa þeir að standa sig feikilega vel til að hljóta náð fyrir augum norsku blaða- mannanna. Þeir þurfa að sýna meira en það sem þjálfarinn er ánægður með, eins Sturla Sjem, blaðamaður VG, segir að það komi honum þrátt fyrir allt ekki á óvart að Kristján haldi sinni stöðu í byrjunarliði Brann. „Félagið hefur átt í vandræðum með þessa stöðu í mörg ár. Þeir eiga hreinlega engan annan betri." eirikurst@dv.is þessu viki. 74 StT« a^turAra?on 90' lifn GlS,ason m HarðarS°r 41 KrlcHlIÖÁnBjamas< - KnstJán örn Sigurð: | Kristján Örn Sigurðsson Verhur seintvalinn leikmaður ársms I Noregi. Valið fæðubótarefni ársins 2002 í Finnlandi Logi Gunnarsson Logi vonast tilþess að aerði íTr™'™ hJá B°yreuth en hann gerði hjá Giessen á sfðustu leiktfð. Logi Gunnarsson loksins búinn að finna sér félag Logi frá Giessen til Bayreuth Körfuknattleiksmaðurinn Logi Gunnarsson, sem verið hefur án fé- lags um hríð, er nú til reynslu hjá þýska 1. deildarliðinu Bayreuth og reiknar Logi með því að ganga frá samningum við fé- lagið sem allra fyrst. „Ég vonast til þess að ganga frá mínum málum á næstu dögum." Logi var á mála hjá þýska úrvalsdeildarliðinu Giessen á síðustu leiktíð en fékk lít- ið að spreyta sig með liðinu. „Það var ekki skemmtilegt að fá lítið að spila, sérstaklega þar sem mér fannst ég ekki vera neitt verri leik- maður en þeir sem voru að spila í minni stöðu. En hér í Bayreuth ætti ég að geta fengið að spila mikið og það er auðvitað mikil- vægast af öllu." Loga bauðst að spila í efstu deild í Ungverjalandi en hann valdi fr ekar að einbeita sér að því að kom- ast að hjá góðu liði í Þýskalandi. „Það eru reyndar mörg góð lið í Ungverjalandi en ég hef heyrt að það sé afskaplega erfitt að treysta mönnum sem starfa hjá félögunum þar í landi. Hér hjá Bayreuth er hægt að treysta því að maður fái launin sín á réttum tíma." Bayreuth varð síðast þýskur meistari 1989 en hefur undanfarin ár verið í 1. deild, eða næstefstu deild.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.