Dagblaðið Vísir - DV - 15.09.2005, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 15.09.2005, Blaðsíða 25
DV FIMMTUDACUR 15. SEPTEMBER 2005 25 Stutt Michael Bolton kemur hingað til lands 21. sept- ember og verður með tónleika í Laugardalshöll. Ötvarpskonan Sigga Lund datt heldur betur í lukkupottinn fyrr í vik- unni þegar hún lenti á kjaftatörn við þennan gullbarka. . 1 mm 1 shjm „Hann er bara virkilega skemmtilegur og heillandi per- sónuleiki," segir Sigríður Lund Her- mannsdóttir, útvarpskona á Létt 96,7. Sigríður, sem betur er þekkt sem Sigga Lund, fékk að tala við Michael Bolton í síma á þriðjudag- inn. Samtal sem átti að vera í korter slagaði upp í tæplega klukkutíma því það virtist sem þau hefðu um nóg að tala. Sigga segir að þetta hafi verið einstök upplifun enda Mich- ael Bolton heimsfrægur. Á lausu til fslands „Hann er á lausu, allt í lagi að koma því á framfæri," segir Sigga. 1 „Hann segist ekki vera tilbúinn í samband því að þegar maður er í sambandi þá þurfi maður að gefa allt í það. Hann segist vita það þeg- ar hann finni þá einu réttu." Hún segir að stutt sé í rómantíkina hjá Bolton. „Hann er afar rómantískur eins og lögin gefa til kynna,“ segir Sigga. Ætlar hann aö næla sér í ís- lenska? „Hann sagði að hann vissi ekkert hvenær hann myndi finna þessa einu réttu en hún gæti alveg eins leynst á íslandi." Seiðandi rödd Sigga segir að Michael sé aug- Ijóslega mjög mjúkur maður en rödd kappans hafði skemmtileg áhrif á hana. „Hann talaði með rosalega seiðandi röddu og gæti brætt hvaða kvenmann sem er,“ segir Sigga og hlær. „Hann er líka mjög hjartastór maður, virkilega góður. Hann sinnir mikið góðgerð- amálum og lætur gott af sér leiða.“ Ertu mikill aðdáandi hans? „Ég hef ekkert verið að kaupa diskana með honum en mér finnst lögin hans æðisleg. Ég hef kannski ekkert verið neitt trylltur aðdáandi hingað til en hver veit nema ég verði það eftir þetta," segir Sigga. Tímamótaklippingin Sigga og Bolton ræddu um sitt- hvað sín á milli. Meðal annars hvað varð til þess að hann fór í klippingu. „Hann fór í klippingu til klippara sem klippir Tom Cruise og Brad Pitt og hann sagði að Bolton ætti að vera með stutt hár. Hann sagði að hann myndi aldrei gleyma þeirri stundu þegar hann leit fýrst í spegil eftir klippinguna," segir Sigga Lund. Bolton segist vera gífurlega spenntur fyrir því að koma til Is- lands en hann hefði viljað fá að hitta félaga sinn Clint Eastwood hér á landi en sá síðarnefndi verður því miður farinn aftur til Bandaríkj- anna þegar Bolton mætir. Sigga mætir að sjálfsögðu á tónleikana. Verðurðu fremst? „Ég verð allavega mjög framar- lega.“ soli@dv.is KOSNING Á HOLLYWOOD.COM Á heimasíðunni Hollywood.com fór fram kosning um verst klæddu kon- urnar. Talað var um þær konur sem lentu á listanum sem tískuslys en Björk tGuðmundsdóttir varð í öðru sæti í þessari kosningu. 1. Juliette Lew- is Hrósarsigrii keppni um verst klæddu konurnur. 5. Paula Abdul Veit hvað hún synguren ekki hverju hún klæðist. 4. Serena Williams Góð i tennis en kann ekki að klæða sig. blóöflokkakúrnu reiddi Clint Eastwa KEMUR UT ALLA FIMMTUDAGA!

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.