Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.2005, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.2005, Blaðsíða 18
18 MIÐVIKUDAGUR 21. SEPTEMBER 2005 Sport BV Enskl boltinn ekki leiðin- legur Wayne Hooney, framheiji Manchester United og Englands, er ekki á því aö enska úrvalsdeilti in í knattspyrnu sé buin aö vera leiðinleg það setn af er tímabili þólt aldrei hafi verið skoruö eins t'á inörk í upphaii móts. Rooney si'gii deildina vera sterkari núna heldur ^NPv en oft áöur og er viss ií um að fótboltinn__________J eigi eftir ** :>m aölaðaaðsér | ríf, marga óhorf- j endur á næst- ! unni. „Rnska f úrvalsdeiidin eroröinmiklu , húnvaráöur og liðin aö verj- ' . ast á mörg- j7 ummönn- j V um. haöer ‘ i ekki lengur ftj hægt aö r,_í£ H ,, fara á eritða útlvelli \ og ætla sér aö sækja frá fyrstu mínntu. Núna þurfa liöin að hugsa meira um að verjítst skipu- lega og sækja síðan markvisst. t’etta er katmski ekki alltaf skemmtilegt en ég held að það sé oröiun aukið aö enski boltinn sé oröinn teiöinlegur." Risarnir slátruðu Dýrlingunum New York Giants sýndi tieimavallarlau.su liöi New Orleans Saints enga miskunn þegar liðin mættust á Giants Stadium en Risarnir uunu leikinn, :’7-to. læikurinn átti upphaflega aö tára fram í New Orleans en siikum ástandsins þ;u varð aö færa leikinn til New York. í hinum leik mánudagsins lagðl Washinghton Redskins lið Dallas t owboys að velli, 14-13. Benni orðaður við Real l'ramkvæmdastjóri Liverpool, Kirk Parry, segir ekkert til í þeim orörómi aö Real Madrid og Rafael llenitez sétt við þaö að ná sam- komulagi um að Benitez talci við þjálfun liösins um áramótin. „P.g get fullvissað alla aðdáendur l.iverpool um það aö Benitez er ekki aö fara frá Liverpool. Þaö er einla'gur vilji okkar að halda Henitez hér því hann stjórnar uppbyggingartímabili sem er ný- lega ltafið. Þaö er þvf ekkert til f þeim orðrómi aö Benitez sé á leiðinni til lteal Madrid." Benitez hóf feril siim sem ungiingaþjálfari hjá Real Madrid og náði trábær- um árangri hjá félaginu. Hann hefur alla tíð haldið góöu ••'*'** j sambandi við sitt gamla fé- , __ w lagoghafa M ÆLfö ' spænskir tjöl- Hi . miðl- ^ haldið því fram að undanfömu að Benitez sé á heiinleið. Endurkoma Sol Campbell í úrvalsdeildina eftir erfið meiðsli undanfarið var eins og í góðri lygasögu. Hann skoraði bæði mörk Arsenal í 2-0 sigri á Everton í fyrra- kvöld og segir Campbell að nú vilji hann komast í enska landsliðið á ný. Sol Campbell hefur greinilega verið sárt saknað hjá Arsenai undanfarna 12 mánuði og hann hefur sjálfsagt líka saknað þess að vera í eldlínunni með félögum sínum. Hann skor aði bæði mörk sinna manna í 2-0 sigri á Everton á Highbury í fyrradag og það í sínum fyrsta deildarleik í ár. Sol Campbell er aftur mættur til leiks, stuðnings- mönnum Arsenal sjálfsagt til mikils léttis. Þessi sterka innkoma Campbells hlýtur að þýða að hann geri nú sterkt tilkall til síns gamla sætis í enska landsliðinu en hann tapaði sinni stöðu til John Terry þegar hann meiddist. „Sol er með reynslu, hraða og er líkamlega mjög sterkur og enginn annar leikmaður hefur allt þetta til brunns að bera," sagði Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, um varnarmanninn sterka. „Hann er með allt það sem Sven- Göran Eriksson hlýtur að vera að leita eftir. Og hann mun sjálfsagt hugleiða það vel að kalla hann aftur inn í enska landsliðið." Ekki auðveld ákvörðun Sterkasta miðvarðapar sem enska landsliðið hefur getað stillt upp undanfarið skipa þeir Rio Ferdinand og John Terry. Það verður sjálfsagt ekld auðveld álcvörðun ef Eriksson ákveður að ýta öðrum þeirra úr liðinu eða þá að leyfa sér að hafna jafn reynslumiklum manni og Sol Campbell vissulega er. „Hann var hungr- aður að vinna sig aft- ur inn í liðið okkar en metnaður hans fyrir enska landslið- inu er eldd minni," sagði Wenger. „Hann er mjög stoltur einstaklingur og þegar vegið er að stolti hans eykst keppnisharka hans til muna. Þetta tímabil er mikilvægt fyrir alla Jeik- menn sem eru á milli 28 og 32 ára gamlir því heimsmeistarakeppnin er í sumar. Leikmenn hugsa alltaf að ef þeir missa af þessari keppni verði ástandið hreint og beint hættulegt íyrir feril þeirra." Erfið meiðsli Campbell átti sitt sæti í byrj- unarliði enska landsliðsins þar til fyrir ári síðan þegar meiðslin sáu til þess að Terry tók hans stað í vörninni. Síðan þá hefur John Terry verið með allra bestu varnarmönnum heims og staða hans orðin ansi traust við hlið Rios Ferdinand en varamenn þeirra hafa verið þeir Ledley King og Jamie Carragher. Vill komast í liðið Spumingin er hins vegar hvort Campbell geti sætt sig við að sitja á bekknum. Hans áætlanir liggja þó ljósar fyrir. „Ég vil komast aftur í liðið," sagði Campbell. „Það er eitt af mínum aðalmarkmiðum sem stendur. Það var erfitt að með hverjum leiknum." Aðstoðar- maður Sven-Gör- ans lands- liðsþjálf- ara, Tord Grip, var staddur á Highbury á mánu- dags- kvöldið og hreifst sjálfsagt af frammistöðu Campbells eins og aðrir á vellinum. Þetta var í fyrsta skipti sem hann skoraði tvö mörk í einum leik síðan hann skoraði tví- vegis fyrir Tottenham gegn Manchester Untied í desember árið 1998. Arsene Wenger sagði að hans hafi verið saknað undanfarið. Misstu mikið „Það var of stór biti að missa Pat- rick Vieira, Thierry Henry og Sol Campbell alla á sama tímanum. Reynsla þeirra er það mikil." Vieira gekk sem kunnugt er til liðs við Juventus í sumar og Henry verður frá næstu vikurnar vegna meiðsla. „En Sol er leiðtogi á vellinum og mér fannst nauð- synlegt að reka að- eins á eftir hon- um." eirikurst@dv.is horfa upp á það hvernig síðasta tímabil fór hjá mér en ég er ánægður með að vera kominn aftur og ég finn að ég styrkist I Sol Cambell Fagnarööru marka I sinna gegn Everton á mánudags- kvöldið. Kominn í sitt besta form á ný og vill komast í landsliðið. Nordic Photots/Getty Stórliðin Barcelona og Valencia mætast í spænsku úrvalsdeildinni í kvöld Kluivert ætlar sér að skora qeqn Barcelona Barcelona og Valencia mætast í lcvöld f spænsku úrvalsdeildinni en meistararnir þurfa nauðsynlega á sigri að halda í leiknum eftir að hafa tapað fyrir Atletico Madrid í síðustu umferð. Relknað er með því að hollenski framherjinn Patrick Kluivert muni spila með Valencia í kvöld en hann lék í mörg ár með Barcelona og varð meðal annars deildarmeistari með félaginu. Ætla ekki að fagna „Þetta verður skemmtilegur leik- ur. Ég vona að ég spili því að ég er búinn að ná mér af meiðslunum sem hafa verið að angra mig að und- anförnu. En knattspyrnustjórinn ræður því hverja hann hefur í liðinu. stað- / Ef ég skora á móti Barcelona þá mun ég ekki fagna mark- inu því mér þykir vænt um Barcelona og alla sem starfa hjá félaginu. En ég ætla mér að skora í þessum leik." Áfall að tapa Victor Valdéz, mark- vörður Barcelona og spænska lands liðsins, segir liðsfélaga sína ráðna í því að standa sig vel. „Það var mikið áfall fyrir okkur að tapa fyr- ir Atletico Madrid. Við verðum að læra af mis- tökunum sem við gerðum. Við fengum á okkur ódýr mörk sem við áttum að geta komið í veg fyrir. En ef við erum þolin- móðir og sýnum samstöðu, þá eigum við að geta unnið alla leiki." Fyrir tímabilið var reiknað með því að Barcelona, Real Madrid og Valencia myndu berjast um topp- sætið í deildinni en Real Madrid hef- ur byrjað leiktíðina afleitlega og er ekki líklegt til afreka eins og staðan er nú. Eftir þrjá leiki í deildinni er Val- encia í sjötta sæti með fimm stig en Barcelona er í níunda með fjögur stig. - mh Patrick Kluivert Staðráðinn iað sýna sig og sanna gegn Barcelona í kvöld er hann mætir liðinu með sínum nýju félögum i Valencia.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.