Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.2005, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.2005, Blaðsíða 28
28 MIÐVIKUDAGUR 21. SEPTEMBER 2005 Lífið DV Michael Bolton heldur tónleika í Laugardalshöll í kvöld. Hann á fjölmarga aðdáendur hér á landi en einn þeirra ber höfuð og herðar yfir aðra. Jón Þorri Jónsson er sannkallaður Michael Bolton-aðdáandi. m / „Honum finnst Michael Bolton æðislegur," segir Hrafnhildur Kjart- ansdóttir. Sonur hennar, Jón Þorri Jónsson, er 16 ára Michael Bolton- aðdáandi og hefur verið það frá unga aldri. Hann fagnar komu goðsins sem heldur tónleika í Laugardalshöll í kvöld. Róandi áhrif Jón Þorri, sem er einhverfur, hefur verið Bolton-aðdáandi frá því að hann var þriggja ára gamall. „Valdís Gunnarsdóttir, sem er Bolton- drottning íslands, spilaði Bolton mikið á Bylgjunni þegar hann var heitastur. Einhvern tímann var ég í heimsókn hjá henni og rak augun í spólu sem var merkt Michael Bolton concert. Ég fékk spóluna lánaða hjá henni. Svo einhvem tímann þegar Jón Þorri var mjög erfiður þá setti ég spóluna í tækið. Það var bara eins og við manninn mælt,“ segir Hrafnhild- ur en Jón Þorri varð hinn rólegasti þar sem hann sat og horfði á Michael Bolton þenja barkann og sveifla sín- um síðu lokkum. „Svo þegar hann fór að stækka og vera meðvitaðri um hvað hann vildi hlusta á, vildi hann ennþá hlusta á Michael Bolton. Hann horfir ennþá á þessa spólu," segir Hrafnhildur. Michael Bolton og Ceres 4 Jón Þorri hefur mjög gaman að tónlist og er mikið fyrir söng. „Hann byrjaði á að nota sleifar og allt mögu- legt fyrir míkrófóna. Nú er hann kominn með stand og míkrófón. Við reyndar höfum hann ekki tengdan svona til að hlífa öðmm fjölskyldu- meðlimum," segir Hrafnhildur og lilær. Eftirlætis Bolton-platan hans Jóns er Time, love and tenderness og hef- ur hún verið mikið spiluð á heimil- inu. Michael Bolton er þó ekld eini tónlistarmaðurinn sem Jón Þorri hef- ur dálæti á. Hann er mikill aðdáandi pönkarans Ceres 4 en það er varla hægt að finna ólíkari tónlistarmenn en hann og téðan Michael. Það er því óhætt að segja að Jón Þorri sé með fjölbreyttan tónlistarsmekk. „Það er ýmist Time, love and tenderness eða Eins og Bolton Jón Þór er búinn aö kaupa sér rokkskó og ætlar að vera alveg eins og Michael Bolton á tónleikunum. Hrafnhildur, móðirJóns, hefur notið óbeinnar aðstoðar frá Boiton við uppeldið á Jóni. lagið Klofvega með Ceres 4," segir Hrafnhildur um lagavalið hjá Jóni. Fær að hitta Michael Bolton Jón Þorri mun að sjálfsögðu ekki láta sig vanta á tónleikana með Michael Bolton sem haldnir verða í Laugardalshöll í kvöld. Hann hefur meira að segja keypt sér svokallaða „rokkskó" sem hann ætlar að vera í á meðan harm hlýðir á meistarann. Nú er unnið að því hörðum höndum að Jón Þorri fái að hitta goðið en Hrafn- hildur segir að helst vilji hann fá að prufa míkrófóninn hjá Bolton uppi á sviðinu. Hvort sem úr því verður eður ei er engu að síður hægt að ganga útfrá því að Jón Þorri mun skemmta sér konunglega á tónleik- unum í kvöld. soli@dv.is Óttast um dóttur sína Kate Moss segist nú á leið í meðferð en hún óttast mjög að faðir dóttur hennar sæki um fullt forræði vegna atburðanna. Lína eftir línu Bresku blöðin birtu myndir af Kate Moss fyrir skömmu þar sem hún sást sjúga kókain afkrafti. Lágvöruverslunin H&M segist ekki vilja hafa eiturlyfjafíkla sem andlit verslanna sinna Engínn líturlengur við Kate Moss Það er ekki vika liðin frá því að ofurfyrirsætan Kate Moss var gripin við að taka kókaín. Einkalíf fyrirsæt- unnar verður sífellt furðulegra sér- staJdega eftir að hún kynntist söngv- aranum og heróínfíklinum Pete Doherty. Fáir vilja eiga í viðskiptum við fyrirsætima lengur en lágvöru- verslunin H&M hefur þó haldið tryggð við hana. Verslunareigend- umir ákváðu þó að losa sig við Kate eftír að myndir náðust af henni þar sem hún sást sjúga kókaín í nös af miklum móð. Aumingja Kate bar sig þó mjög aumlega og lofaði hún því að þetta væri síðasta skipti sem þetta kæmi fyrir. H&M aumkaði sig yfir hana og gaf henni annað tækifæri og lofaði Kate að standa sig. Og þeir leyfðu henni að standa sig - í heilan sólarhring. Breska blaðið Daily Mirror greinir nú frá því að H&M vilji ekki sjá hana aftur og hafi hætt við aug- lýsingaherferð þar sem hún átti að vera fremst í flokki ásamt vinkonu sinni, Stellu McCartney. Talsmenn fyrirtækisins segjast ekki vilja hafa helsjúkan eiturlyfjaneytanda sem andlit fyrirtækisins. Blaðamaður The Daily Mirror segist undrandi á að það hafi tekið markaðssnilling- ana í H&M svo langan tíma að átta sig á hugarfari ofurfyrirsæta. Enn hafa snyrtívörufyrirtækin Chanel og Christian Dior, sem bæði hafa haft Kate í vinnu hjá sér, ekki látið uppi hvað verður en talið er líklegt að þau losi sig einnig við hana á næst- unni. Greint hefur verið frá því að Kate hafi leitað á náðir fyrirtækisins Burberry eftir þetta en talsmenn fyrirtækisins segjast ekki vilja eyða dýrmætum tfina sínum við að sýna henni dymar þrátt fyrir að Kate hafi lofað bót og betrun. Sjálf segist Kate á leið í meðferð enda óttast hún mjög að bamsfaðir hennar noti tækifærið og sæki um að fá fullt for- ræði yfir dóttur þeirra. Það viðrar því ekld vel fyrir þau skötuhjú Pete og Kate og telja fjöl- mörg blöð og vefsíður þau nú end- anlega vera komin á botninn. Vandræðagemlingar Pete Doherty unnusti Kate var talinn efnilegasti tón- listamaður Breta þótt enginn vilji sjá hann leng- ur enda er hann talinn langt leiddur heróínfíkill.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.