Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.2005, Blaðsíða 20
20 MIÐVIKUDAGUR21. SEPTEMBER 2005
Sport DV
Rooney1
tveggja leikja
bann
Wayne Rooney, leikmaður
Mandíester United, var í gær úr
skurðaður í tveggja v--..
leikja bann í Meist- ''
aradeild Evrópu
vegna rauða
spjaldsins sem
hannfékk >
gegn Villareal
sl. miðviku-
dag. Rooney
missir því af
heimaíeik
United gegn
portúgölsku
meisturunum | /
Benficanæsta r
þriðjudag og
leiknum gegn franska
liðinu Lille þann 18.
október. Rooney fékk
rauða spjaldið fyrir að
klappa fyrir Kim Milton
Nielsen dómara en það
er víst bannað.
Haukar ráða
þjálfara
Gústaf Adolf Bjömsson hefúr
tekið við þjálfun 1. deildarliðs
Hauka í fótbolta. Gústaf Adolf
tekur við af Izudin Daða Dervic
sem þjálfaði liðið í sumar en
Haukar nýttu sér uppsagnar-
ákvæði í samningi hans og réðu
Gústaf Adolf. Honum tii aðstoðar
verður Brynjar Þór Gestsson sem
þjáfaði Huginn frá Seyðisfirði í 2.
deildinni í sumar. „Nú er ætiunin
að hér ieggist allir á eitt og reyni
að nálgast hitt liðið sem kemur
frá Hafnarfirði. Það er mikið verk
fyrir höndum ef það á að takast,"
sagði hinn nýráðni þjálfari Hauka.
Gústaf Adolf helúr þjálfað í ölium
deildum á undaníömum árum að
1. deild undanskilinni, hjá Kefla-
vfk, I letti á Egilsstöðum og nú f
sumar hjá Selfossi. Haukar lentu f
8. sæti 1. deildar og voru aðeins
stigi frá falli.
Klitschko
mætir
Rahman
Konungur þungavigtarinnar f
hnefaleikum, Vitali Klitschko frá
Úkraínu, mætir Hasim Rahman
frá Bandaríkjunum í Las Vegas
þann 12. nóvember næstkom-
andi. Klitschko hefur ekkert barist
eftir að hann barði Bretann
Danny Williams í drasl í lok síð-
asta árs. Rahman er þekktastur
fyrir að hafa rotað Lennox Lewis í
Suður-Afríku árið 2001. Lennox
náði hins vegar fram hefndum
gegn Rahman ári sfðar. Yngri
Klitschko-bróðirinn Wla-
dimir berst við Nígeríu-
manninn Samuei Peter £
á laugardagskvöld um Ep %jf
)BF-meistaratiti!inn. Gaf
Svo gæti farið að Aston Villa skipti um eigendur á næstu vikum. Aðaleigandi liðs-
ins og stjórnarformaður, Doug Ellis, virðist loksins vera tilbúinn að skoða tilboð
sem berast í klúbbinn eftir 37 ár hjá félaginu. Hann hefur hingað til hafnað um-
svifalaust öllum tilboðum sem berast í félagið.
Svo gæti farið að Doug Ellis, stjórnarformaður Aston Villa og
stærsti eigandi hlutabréfa í félaginu, ákveði á næstu dögum og
vikum að selja loksins klúbbinn og sleppa þar með því kverka-
taki sem hann hefur haft á honum undanfarin 37 ár. Ellis hefur í
gegnum tíðina oft verið afar óvinsæll hjá stuðningsmönnum fé-
lagsins sem segja að tími hans til að draga sig í hlé sé kominn.
Doug Ellis er 81 árs gamall og
gekk í sumar undir þrefalda hjarta-
þræðingu. Hann hefúr á sínum 37
árum hjá Aston Villa verið yfir þrett-
án mismunandi knattspymustjórum
og hefur hingað til þverneitað öllum
tilboðum sem komið hafa í klúbb-
inn. En nú eru blikur á lofti eftir að
forráðamenn félagsins
sendu frá sér yfirlýs-
ingu til bresku við- f
skiptahallarinnar
að þeim hafi
verið sýndur
áhugi á að
kaupa klúbb-
inn. Og
heimildir
breska
blaðsins
Guardi-
herma að nú, í fyrsta sinn, sé Doug
Ellis að velta þeim möguleika fyrir
sér að láta loksins undan og selja.
í gær var talið að þeir sem stæðu
fyrir nýjasta tilboðinu í Aston Vilfa
væru rússneskir kaupsýslumenn
sem hefðu þar að auki lofað David
O’Leary, knattspyrnustjóra liðsins,
heilum 75 milljónum punda
í leikmannakaup. En þá
barst fréttatilkynning frá
klúbbnum þar sem
stóð að þær fréttir
væru úr lausu
lofti gripnar.
* Það er þó
'Wn: útilokað
fy að
an
Doug Ellis Stjornar-
formaður Aston Villa
sem virðist nú loksins
opinn fyrir þvi að selja
sinn hlut i félaginu.
Nordic Photos/Getty
kaup-
sýslu-
maður-
inn Ray
Ranson,
fyrr-
verandi
leikmaður
Birm-ing-
ham City, sé
þarna á ferð
en hann hefur
tvívegis á undan-
fömum 18 mán-
uðum komið
fram með til-
boð í klúbb-
Þar
sem sex
mánuðir
em ekki liðnir síðan hann gerði síð-
asta tilboð sitt verður hann að bíða
þar tU því tímabUi lýkur áður en
hann getur lagt fram annað boð. Það
var þó á sínum tíma talið ólíklegt að
Ranson myndi sýna félaginu aftur
áhuga eftir að EUis hafnaði 45 mUlj-
óna punda tUboði hans aUsnarlega í
síðasta mánuði.
Aston VUla stendur fjárhagslega
vel og þar að auki em myndarlegar
land- og fasteignir félagsins taldar
vera 40 mUljóna punda virði. Hluta-
bréf í félaginu snarhækkuðu í gær,
um næstum 25%, þegar fréttist af
áhuga hinna ónefndu aðUa. Staða
Aston VUla í deUdinni er þó ekkert tU
að hrópa húrra fyrir en liðið er sem
stendur í 12. sæti. Það gerði um helg-
ina 1-1 jafntefli við Tottenham en í
síðustu viku tapaði það stórt fyrir ný-
liðum West Ham, 4-0.
Doug EUis hefur ekki aUtaf verið í
náðinni hjá stuðningsmönnum fé-
lagsins og þeir hafa oftar en einu
sinni krafist þess á áhorfendapöUun-
um að EUis selji sinn hlut félaginu og
fari sem lengst frá því. Talsmaður
stuðningsmannafélagsins, Jonathan
Fear, sagði í samtali við breska fjöl-
miðla í gær að tími Dougs EUis væri
búinn. „Hann ætti að skoða það að
fá nýja fjárfesta tU klúbbsins og ef við
getum fengið sterkan hóp tU að
koma hingað með góða viðskipta-
áætlun yrði það sem ný byrjun fyrir
Aston VUla. Við vUjum auðvitað ekki
að EUis selji bara hverjum sem er en
við viljum sannarlega að hann a.m.k.
ræði við aUa hugsanlega kaupend-
ur.“ Fear bætti því við að brotthvarf
EUis væri besti kosmr aUra hlutaðeig-
andi. „Hlutabréfaeigendur gera sér
grein fyrir að það er ekki gott að vera
með 81 árs gamlan mann við stjórn-
völinn.“
eirikurst@dv.is
„Við viljum auðvitað ekki að Ellis selji bara
hverjum sem er en viðviljum sannarlega að
hann a.m.k. ræði við alla hugsanlega kaup-
endur."
BESTIR í UMF. 13-18.
Llö umferöa 13-18:
Daði Lárusson FH
Auðun Helgason FH
Dalibor Pauletic KR
Gunnlaugur Jónsson IA
Guðmundur Sævarsson FH
Davlð ÞórViðarsson FH
Helgi Valur Daníelsson Fylkir
Ólafur Páll Snorrason FH
Pálmi Haraldsson lA
Tryggvi Guðmundsson FH
Sigurður Ragnar Eyjólfsson FH
Leikmaður umferöa 13-18:
Auðun Helgason FH
Þjálfari umferða 13-18:
Ólafur Þórðarson lA
Dómari umferöa 13-18:
Egill Már Markússon Grótta
Lið þriðja hluta fslandsmótsins Hér ber að lita úrvalslið þriðja og siðasta hluta Lands-
bankadeildar karla en val fjölmiðla og aöstandenda deitdarinnar var kunngert igær. Auðun
Hetgason, annar frá hægri í efri röðinni, var valinn bestur. DV-mynd GVA
KSÍ-kosning
Auðun bestur
KSÍ afhenti viðurkenningar tíl
þeirra einstaklinga sem þóttu hafa
skarað fram úr í umferðum 13-18 í
LandsbankadeUd karla í gær. Að
kjörinu standa fjöhmðlar, KSÍ,
Landsbankinn og íslenskar get-
raunir.
FH-ingurinn Auðun Helgason
þótti hafa leUdð manna best síðasta
þriðjung mótsins en Auðun fékk
atkvæði allra sem kusu ásamt
Tryggva Guðmundssyni. Alls fengu
leUonenn frá öllum tfu liðum
deUdarinnr atkvæði í kosningunni
þótt aðeins hafi leikmenn fjögurra
liða komist aUa leið í liðið.
Ólafur Þórðarson fékk einnig
afgerandi kosningu sem besti
þjálfarinn en Skagamenn voru mjög
heitir undir lok mótsins.