Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.2005, Blaðsíða 32
32 MIÐVIKUDAGUR 21. SEPTEMBER 2005
Menning DV
Svanur Bjarkar
á uppboði
Þegar þetta er ritað skömmu
eftir hádegi á þriðjudegi hefur
staðið yfir uppboð á kjól Bjarkar
frá Óskarsverðlaunahátíðinni
um árið í réttan sólarhring. Boð-
in eru komin upp í 7.700 dollara
og munu hækka en kaupverðið
rennur til góðgerðarmála. Hvar
eru nú hinir ríku drengir bank-
anna? Væri ekki ráð að kaupa
þenna kjól og koma honum á
Þjóðminjasafn sem hluta af ís-
lenskum sögulegum minjum fá
20. öld?
>
Björk Guð-
mundsdóttir
söngkona
Fögurfyrirheit
og innra
skipulag
Þeir á Félagsvísindatorginu
fyrir norðan.standa reglulega
fyrir opnum fyrirlestrum. Á
morgun verður einn slíkur í boði
á á Sólborg við Norðurslóð og
v hefst kl. 16.30 í stofu L201. Þar
talar Ágústa Hrefna Lárusdóttir
um nauðsynina á góðu innra
skipulagi til að takast á við örar
breytingar og auknar kröfur.
Með góðu innra skipulagi skap-
ast svigrúm til að takast á við
breytingar og þróun. Ágústa
ræðir þetta útfrá starfsemi
Kauphaliar íslands en starfsemi
( hennar felst aðallega í skráningu
verðbréfa, rekstri viðskiptakerfis
og eftirliti.
Ágústa Hrefria Lárusdóttir
hefur verið verkefna- og gæða-
stjóri Kauphallar íslands frá
árinu 1998. Hún var starfsmaður
prófnefrtdar verðbréfaviðskipta
á sama tímabili og aðalmaður í
prófnefrid verðbréfaviðskipta
fyrir Kauphöllina 2004-2005.
Hún var skrifstofustjóri Endur-
menntunarstofnunar 1995-1998,
deildarfulltrúi á nefndasviði Al-
þingis 1991-1995 og kenndi fyrir
norðan 1987-1991. Hún stund-
aði nám í íslensku við Háskóla
íslands 1991-93, rekstrar- og við-
t skiptanámi frá Endurmenntun
HÍ og hefur að auki próf í verð-
bréfaviðskiptum.
Dagskrá alþjóðlegu kvikmyndahátíðarinnar er að mótast og hefur nú verið til-
kynnt hvaða myndir verði í flokki sem kallast Vitranir en þar verður leitað að upp-
götvun ársins, verðlaunum sem eiga að auka orðspor þess sem þau hlýtur. Myndir
í þeim flokki eru flestar eftir unga og athyglisverða leikstjóra Evrópu og Ameríku.
Postulínsbrúðan Ein
þeirra mynda afafar
áhugaveröum lista sem
kynntur er hér aö neðan
úrflokknum Vitranir.
Gríska dagskrárstjóranum
Dimitri Eipides var falin umsjón
með flokknum en áherslan er lögð
á unga og upprennandi leikstjóra.
Flestar myndirnar í flokknum eru
fyrstu eða aðrar myndir viðkom-
andi og margar þeirra gjaldgengar
til verðlaunanna Uppgötvun árs-
ins sem veitt verða í hátíðarlok.
Alls eru þrettán myndir í flokkn-
um, þrjár þeirra verða frumsýndar
í Evrópu hér á landi. Einskonar
hamingja, Hákarl í höfðinu og
Postulínsbrúðan.
Dimitri Eipides segir val sitt
byggja á krefjandi kvikmyndum
sem leitist við að endurnýja kvik-
myndaformið og skapa sjónrænt
táknmál sem liggur handan hefð-
bundinna mynda. Þær endur-
spegli það ferskasta og athyglis-
verðasta í alþjóðlegri kvikmynda-
gerð, menningarlega og fagur-
fræðilega þróun okkar tíma.
Sumar þeirra eru gjaldgengar í
keppnisflokkinn okkar, en þar
verða veitt verðlaun fyrir „upp-
götvun ársins" af alþjóðlegri dóm-
nefnd, en pólski leikstjórinn Pawel
Pawlikowski er formaður dóm-
nefndarinnar.
í flokknum verða kvikmyndir
frá Austurríki, Bretlandi, Rúmeníu,
Tékklandi, Lettlandi, Líbanon,
Rússlandi, Þýskalandi, Mexíkó og
Ungverjalandi meðal annarra
landa.
Postulfnsbrúðan - A Porcelán-
baba er ungversk og gerð af Peter
Gardos eftir smásagnasafni,
Stjörnubýlið eftir Ervin Lazar. Þrjár
sögur af yfirnáttúrulegum atburð-
um í sveit. Leikarar eru ekki lærðir
leikarar og stíllinn dreifbýlislegur.
Atriðin eru mörg hver hlaðin tákn-
rænni merkingu. Ævintýralegar
sögur af eyðingu og uppstigningu.
Anteres er austurísk verðlauna-
mynd frá Locarno, frá 2004. Leik-
stjóri er Götz Spielmann og hann
segir okkur sögur af þremur pör-
um. Aiex og Nicole eru skilin.
Sonja er ófrísk og verður stöðugt
afbrýðisamari út í eiginmann sinn
Marco. Eva er trygglynd eiginkona
og móðir, en er smám saman að
missa tökin á lífinu eftir ástarævin-
týri með Thomaszi.
Sumarást - My Summer of Love
eftir Pawel Pawlikowski er sam-
framleiðsla Breta og Pólverja, frá
2004. Sumarást fjallar um sam-
band tveggja vinkvenna, Monu og
Tamsin, en þær eru hvor af sinni
stéttinni. Hugmyndin að mynd-
inni er sótt í samnefnda skáldsögu
eftir Helen Cross. Myndin sýnir á
látlausan hátt skin og skúri sum-
arsins hjá þremur enskum ung-
mennum. Vann verðlaun sem
besta mynd á Edinborgarhátíðinni
árið 2004. Auk þess var hún valin
besta breska myndin á BAFTA-
verðlaunahátíðinni.
Dauði herra Lazarescu - Moar-
tea domnului Lazarescu eftir Cristi
Puiu vann til verðlauna á kvik-
myndahátíðinni í Kaupmanna-
höfn og Certain Regard í Cannes
en hún er rúmensk. Herra Laz-
arescu hringir á sjúkrabíl um nótt
vegna uppkasta og höfuðverkjar. í
fylgd sjúkraflutningamannsins
Miora (Luminga Gheorghiu sem
birtist í myndunum Code inconnu
og Le Temps du loup eftir Michael
Haneke), fer hann frá einum upp-
teknum lækni til annars, einum
yfirfylltum spítala til annars þar til
líf hans fjarar smám saman út.
Einskonar hamingja - Stestí
eftir Bohdan Sláma er þýsk/tékk-
nesk framleiðsla frá 2005.
Myndin gerist f úthverfi lítillar
tékkneskrar borgar sem er ekki
langt frá stærstu efnaverksmiðju
landsins og gefur okkur innsýn í líf
nokkurra persóna. Monika vinnur
í smávöruverslun og bíður eftir að
komast til Ameríku til kærasta
síns. Líf hennar breytist þegar hún
þarf að taka að sér börn vinkonu
sem lögð er inn á geðsjúkrahús.
Fallin - Krisana eftir Fred Kel-
emen er lettnesk/þýsk. Safnvörður
gengur fram hjá ókunnugri konu á
brú síðla nætur. Seinna gerir mað-
urinn sér grein fyrir að konan vildi
binda enda á líf sitt með því að
kasta sér í djúp fljótsins. Hin
ókunnuga kona verður að áráttu
hans. Ein vísbending liggur í
smekklegri buddu sem skilin var
eftir á nálægum bar, önnur er upp-
kast að bréfi.
Fullkominn dagur - A Perfect
Day eftir Joana Hadjithomas og
Khalil Joreige er hugleiðing um
áhrif líbönsku borgarastyrjaldar-
innar og tekur fyrir sólarhring í lífi
Claudiu og sonar hennar Maleks.
Eiginmaður Claudiu hvarf fyrir
meira en 15 árum en hvarf hans
óskráð. Nú þarf að taka ákvörðun.
Myndin einkennist af björtum
litum og áhrifamiklum myndræn-
um samsetningum.
Geimdraumar - Kosmos kak
predchuvstvie er rússnesk og heit-
ir leikstjórinn Aleksei Uchitel.
Konyok er einfaldur og góðhjart-
aður kokkur og áhugaboxari sem
býr í lítilli hafnarborg í Sovétríkj-
unum. Hann er í tygjum við þjón-
ustustúlkuna Lara og fylgjast þau
með ferðum fyrsta gervihnattarins
af miklum áhuga. I boxhringnum
hittir Konyok Gherman, dularfull-
an og lífsþreyttan fyrrum pólitísk-
an fanga. Gherman á sér þann
draum að flýja til Vesturlanda, en
þarf fyrst að frnna leið til þess.
Hákarl í höfðinu - Zralok v hla-
ve eftir Mária Procházková kannar
óendanlega möguleika tæknibrella
og stafrænnar myndvinnslu til
þess að koma til skila heimssýn
aðalsöguhetju sem þjáist af of-
skynjunum. Söguhetjan, hr.
Sherman, er einhleypur, miðaldra,
og gengur um í náttslopp og á
inniskóm, er með vindling og
þriggja daga skegg. Hann er alltaf
tilbúinn að skeggræða heimá og
geima við þá sem eiga leið hjá litlu
íbúðinni hans í Prag - og lætur
ekki á sig fá þótt hann sé ekki virt-
ur viðlits.
Orrusta á himnum - Batalla en
el cielo eftir Carlos Reygadas er
mexíkósk frá 2005. Marcos er bíl-
stjóri fyrir fjölskyldu herforingja.
Hann og kona hans ræna barni til
að heimta lausnarfé en barnið
deyr óvænt, Marcosi til mikillar
skelfingar. Hann trúir Önu, dóttur
herforingjans fyrir sólarsögunni,
og Ana býður honum huggun í
formi kynlífs. Var tilnefnd til
GuUpálmans á Kvikmyndahátíð-
inni í Cannes árið 2005.
Rekkjusögur - Postelnyye
stseny eftir Kirill Serebrennikov er
rússnesk frá 2005. Sjö samtengdar
sögur sem gerast allar í rúminu.
Svipmyndir, samtöl og rifrildi,
tjáning ástar og haturs, gaman-
leikur og angist fólks í nánum
kynnum í rúminu. Serebrennikov
hefur getið sér gott orð sem fram-
úrstefnulegur leikhúsmaður og
nýtir sér tilraunakennda kvik-
myndatækni við leikræna fram-
setningu Rekkjusagna, sem er
upphaflega byggð á leikriti eftir
Presnyakov-bræður.
Teningunum er kastað - Spiele
Leben er austurísk eftir Antonin
Svoboda. Kurt er samviskulaus
spilafíkill sem er algjörlega búinn
að missa tökin á tilverunni og
ákveður að gera hlutina áhuga-
verða og láta teninga ráða athöfn-
um sínum. Þetta verður til þess að
líf hans tekur miklum breytingum
og fær hann t.d. margvísleg
starfstilboð.
Ungur og vitlaus - Gargon
stupide segir frá Loic, ungum sam-
kynhneigðum manni sem starfar í
súkkulaðiverksmiðju og deilir tíma
sínum milli ástarævintýra og vin-
skapar við trygga æskuvininn
Marie. Loic lítur á kynh'f eins og
hverja aðra neyslu, og neitar að
sama skapi að horfast í augu við
eigin tilfmningar. Þessi frumraun
svissneska leikstjórans Lionel Bai-
er hefur hlotið frábæra umsögn
gagnrýnenda.
Alþjóðlega kvikmyndahátíðin f
Reykjavík hefst þann 29. septem-
ber og stendur til 9. október. Há-
tíðin er styrkt af menntamálaráðu-
neytinu og Borgarsjóði Reykja-
vikur. Dagskrá og frekari upplýs-
ingar um dagskrá er að fmna á vef:
www.filmfest.is.