Dagblaðið Vísir - DV - 29.09.2005, Page 4
4 FIMMTUDAGUR 29. SEPTEMBER 2005
Fréttir XXV
Snæugla á
batavegi
Snæugla sem fannst föst
í girðingu skammt frá bæn-
um Ósi, rétt innan við
Hólmavík, í haust er að
braggast þó svo að enn sé
tvísýnt um hvort hún nái
bata. Uglan var send í Hús-
dýragarðinn þar sem hún
hefur hlotið viðamikla
læknismeðferð. Hún var
með heljarinnar stórt sár á
vængnum og var það
saumað eins og kostur var
og síðan fór uglan á
lyfjakúr. Gestir garðsins
geta barið hana augum en
hún dvelur í smádýrahús-
inu. Frá þessu er sagt á
strandir.is.
Deilt um utan-
landsferð
Deilur eru komnar upp í
stjóm sveitarfélagsins
Skagaijarðar. Ekki um leik-
skólamál eða fjárhagsstöðu
heldur umsókn sveitarstjór-
ans Ársæls Guðmundssonar
um endurmenntunarstyrk.
Formaður byggðaráðs lagð-
ist gegn umsókninni en Ar-
sæll vildi nota styrkinn til að
sækja málþing um stöðu
sveitarstjómarstigsins í EES-
samstarfinu í Brussel. Hann
varð fýrir vonbrigðum vegna
þessa og sakar formanninn
um að notast við tiktúmr
eða dagsform geðslags við
afgreiðslu mála.
Siqurjón nýr
ráðherra
Sigurjón Þórðarson þing-
maður Frjálslynda flokksins
er orðinn
ráðherra.
Alltént
heldur
hann því
fram í pistli
á heima-
síðu sinni.
Um síðustu helgi hélt hann
ræðu á landsþingi Junior
Chamber vegna forfalla eins
ráðherra úr ríkisstjóminni.
Við það tækifæri óskaði Sig-
tujón eftir því að hureyfingin
kæmi þeim skilaboðum til
viðkomandi ráðherra að
hann væri til í að leysa hann
af í fleiri verkefnum. Sigur-
jón bætti svo um betur og
sagðist vel geta hugsað sér
að leysa ráðherrann af til
frambúðar.
Arna Rúnarsdóttir, hestakona og ljósmyndari, á sér draum um að byggja sundlaug
fyrir hross við hesthús sitt í Víðidal. Borgaryfirvöld hafa hafnað umsókn hennar
þar að lútandi á þeim forsendum að það samrýmist ekki deiliskipulagi á svæðinu.
En Arna ætlar ekki að gefast upp.
Hestakona
vill taygyja
sunúlaug
en fær ekki
Landsþekkt hestakona hefur sótt um leyfi til að byggja sundlaug
við hesthús sitt í Víðidal. Borgaryfirvöld hafa hafnað umsókn
hennar með þeim rökum að sundlaugar við hesthús samrýmist
ekki fyrirliggjandi deiliskipulagi á svæðinu.
Ama Rúnarsdóttir, hestakona og
ljósmyndari, keypti nýverið stórt
hesthús af Bjama Eiríki Sigurðssyni
sem þar hafði rekið reiðskólann
Þyril um árabil. Vegna heilsubrests
seldi Bjarni Eiríkur örnu hesthús
sitt og einbeitir sér nú að Njáluferð-
um á hrossum í Fljótshlíð.
Hvinur frá Holtsmúla Heimsmeistari ítölti
meS hæstu einkunn sem gefín hefur veriö.
Þjálfaður I sundlaug.
Ekki ætlaði Arna sér
að synda sjálfí sund-
lauginni heldur var
hugmyndin að byggja
sundaðstöðu fyrir
hross og jafnvel önn-
ur dýr.
í umsólcn sinni til borgaryfirvalda
sækir Arna eldd eingöngu um að fá
að byggja sundlaug við hesthúsið
heldur einnig að stækka það til
muna og byggja aðra hæð á húsið að
hluta. Ekld ætlaði Ama sér að synda
sjálf í sundlauginni heldur var hug-
myndin að byggja sundaðstöðu íyrir
hross og jafnvel önnur dýr.
Líka fyrir hunda
Hestasundlaugar em vel þelckt
fyrirbæri víða í Evrópu en sund-
sprettur þykir góð þjálfun fyrir reið-
hross og þá sérstaklega veðhlaupa-
hestá. Að auki er Ama mikil áhuga-
manneskja um hunda og hefur
meðal annars gefið út plaköt af ís-
lenska hundinum og öllum þeim
Ama Rúnarsdóttir Hefur
kynnt sérhestasundlaugar
erlendis en sundþykir ein-
hver besta hreyfíng sem veö-
hlaupahestar geta fengið.
litaafbrigðum sem hann prýða.
Hugmynd hennar var að leyfa
hundaeigendum að láta hunda sína
synda í hestasundlauginni einn dag
í viku en mikil eftirspurn er eftir
slíkri þjónustu. Líkt og hross er talið
að hundar hafi gott af því að hreyfa
sig og þjálfa í vatni.
Sundið svínvirkar
Svíar hafa lengi þjálfað íslenska
hestinn í sundlaugum og þykir það
meðal annars skýra það að þeir
baka íslendinga yfirleitt í skeiði á
heimsmeistaramótum. Þá má geta
þess að Hvinur frá Holtsmúla,
heimsmeistari í tölti og sá hestur
sem hæstu einkunn hefur hlotið í
þeirri grein, er þrautþjálfaður í
sundlaug.
Gefst ekki upp
Ama Rúnarsdóttir vildi ekki ræða
stórbrotnar hugmyndir sínar í gær
en á henni er að heyra að málinu sé
alls ekki lokið. Ama hefur farið gagn-
gert til útlanda til að kynna sér
hestasundlaugar og hyggst ekki
leggja árar í bát þrátt fýrir skilnings-
leysi borgaryfirvalda.
Hestasundlaug Vel þekkt fyrirbæri erlendis og þykir sjálfsagður hluti af almennriþjálfun
hrossa.
Samsærið í sjónvarpinu
Svarthöfði
Svarthöfði hefur næmt auga fýrir
samsæmm. Hann var búinn að sjá
Baugsmálið út löngu áður en það
komst í hámæli. Sérstaklega með rík-
islögreglustjórann og þátt hans í
þessu öllu. Sá það í augum hans.
En burtséð frá því. Nú hefur nýtt
samsæri litið dagsins ljós og ætti ekki
að fara fram hjá neinum. Því það fer
fram í sjónvarpinu á besta tíma. Stöð
2 keypti Loga Bergmann og Ríkissjón-
varpið brást við með því að kaupa
Þórhall Gunnarsson. Svarthöfði hefur
rökstuddan gmn um að Logi og Þór-
hallur hafi sammælst um þessa at-
burðarás til þess eins að hcékka eigin
laun. Ljóst er að laun Loga hafa hækk-
að verulega við að fara yfir á Stöð 2 og
laun Þórhalls ekki minna við að fara
yfir á Rflássjónvarpið.
Einfaldast hefði að sjálfsögðu ver-
ið að sjónvarpsstöðvamar hefðu skipt
á sléttu. Logi og Þórhallur em í svip-
uðum gæðaflokki og gætu þess vegna
verið tvíburar; dökkir yfirlitum með
glampa í augum. En sjónvarpsstöðv-
amar fengu ekki við neitt ráðið. Sam-
ráð Loga og Þórhalls kom stöðvunum
í opna skjöldu, atburðarásin var hröð
og fýrr en varði small allt saman eins
og ráðgert hafði verið. Á nokkrum
klukkustundum vom vistaskiptin í
höfii og eftir sátu Logi og Þórhallur
með öll tromp á hendi.
Að vísu skiptir þetta litlu fýrir sjón-
varpsáhorfendur sem horfa jafn mik-
ið á Stöð 2 og Rflássjónvarpið.
Þórhallur og Logi verða á
skjánum þótt hvor á sinni
stöðinni sé og annarri en
áður. Leikfléttan gekk upp
en afliotagjöldin verða að
hækka. Svarthöfða er
sagt að fléttan hafi verið
dýr. En til þess var leikur-
inn gerður. Snjallir menn,
Logi og Þórhallur.
Svarthöfði
Hvernig hefur þu það?
Ég hefþað bara gott. Kosningarnar gengu vel þótt auövitaö hefði þátttaka Pólverja á
Islandi mátt hafa verið meiri og betri,“segir Katrín Guðmundsson, starfsmaður á
Þjóðminjasafni Islands og fulltrúi í nefnd vegna pólsku þingkosninganna.„Við erum
búin aö ákveða að auglýsa meira fyrir forsetakosningar sem verða i Póllandi 9. októ-
ber. Vonandi koma fleiri þá.“