Dagblaðið Vísir - DV - 29.09.2005, Page 13
DV Fréttir
FIMMTUDAGUR 29. SEPTEMBER 2005 13
iPod nano
gallaður
Fjöldi eintaka iPod nano
hefur reynst gallaður og hef-
ur Apple-tölvurisinn boðist
til að skipta á nýjum við þá
neytendur sem vilja. Þegar
spÚarinn var kynntur fyrir
nokkrum vikum var litið á
hann sem algjöra byltingu
vegna smæðarinnar. Síðan
kvörtuðu neytendur mikið
yfir því að skjár spilarans gaf
sig á fyrstu dögunum.
Erfitt hjá
fylkisstjóra
Kathleen Blanco, fylkis-
stjóri Louisiana, kastaði
mæðinni þegar hún beið
eftir Bush Bandaríkjafor-
seta á þriðjudaginn. Blanco
og Bush flugu í þyrlu yfir
þau svæði Louisiana og
Texas sem fóru verst út úr
fellibyljunum Katrínu og
Rítu. í gær varði Blanco
viðbrögð sín við Katrínu
fyrir þingnefnd í Wash-
ington.
Þar sem
sonurinn lést
Foreldrar brasilíska raf-
virkjans Jean Charles de
Menezes skoðuðu í gær
lestarpallinn sem hann var
drepinn á í London. Men-
ezes var á leið í morgun-
lestina í lok júlí þegar óein-
kennisklæddir lögreglu-
menn töldu hann hryðju-
verkamann og skutu hann
sjö sinnum í höfuðið. At-
vikið var mikið gagnrýnt og
er enn í rannsókn.
Stærsti
maður í heimi
Mongólski kinda-
hirðirinn Bao Xishun var á
dögunum viðurkenndur af
Heimsmetabók Guinness
sem stærsti maður heims.
Hann er 2,36 metrar á hæð.
Bao er 55 ára gamall og sést
hér á Torgi hins himneska
friðar í Peking í Kína.
Tvær fjórtán ára gamlar franskar vinkonur frömdu sjálfsmorð á föstudaginn þegar
þær hoppuðu niður af sautjándu hæð í blokk í úthverfi Parísar. Frakkar eru skelf-
ingu lostnir eftir atburðinn.
Hinar fjdrtán ára gömlu
Marion og Virginie voru óað-
skiljanlegar vinkonur. Þær
voru ekki í sama bekk en voru
alltaf saman. Þær aðhyUtust
„goth“-tískuna, klæddu sig í
sömu, svörtu fötin, máluðu sig
hvítar og hlustuðu á sömu
tónlist. Samkvæmt foreldrum
þeirra höfðu þær ekki sýnt
þess merki að þær væru líkleg-
ar til að fremja sjálfsmorð.
i
n 9
< 11
! % 4
-
'f
dauo
Lögreglan hafði afskipti af þeim
fyrir helgi þar sem þær höfðu strokið
að heiman en lögreglumaðurinn sem
ræddi við þær sagði að þær hefðu ver-
ið mjög eðlilegar og ffekar þroskaðar.
„Þær vom kannski dálítið uppteknar
af dauðanum eins og algengt er með
krakka sem aðhyllast þessa tísku en
ekkert meira en gengur og gerist með
krakka á þessum aldri," sagði lög-
reglumaðurinn við enska blaðið The
Guardian.
Uppteknar af dauðanum
Jafríaldrar stúlknanna segja þó að
þær hafi borið þess merki að þær
væm mjög uppteknar af dauðanum.
„Þær töluðu allan tímann um dauð-
ann og hvemig þær ættu að fremja
sjálfsmorð," sagði ein jafnaldra
þeirra. Á bloggsíðu Marion skrifaði
hún mikið um ofbeldi og reiði í garð
þjóðfélagsins.
Ætluðu að koma á óvart
Svo virðist sem vinkonurnar hafi
skipulagt sjálfsmorðið vel. Þær buðu
tveimur strákum upp í íbúð vinar
þeirra á föstudaginn. Á meðan strák-
amir biðu inni í stofu fóm stúlkumar
inn í herbergi til að koma strákunum
á óvart. „Þið megið koma inn,‘‘ kall-
aði önnur stúlknanna að lokum.
Þegar strákarnir opnuðu dyrnar
blasti við þeim hræðileg sjón. Vin-
konumar stóðu í gluggakistunni,
héldust hönd í hönd og brostu til
strákanna. Síðan hoppuðu þær út f
opinn dauðann.
Lífið ekki þess virði að lifa
„Það var ekkert sem við gátum
gert. Þær bara hoppuðu," sagði annar
strákanna í viðtaJi við franskt blað. í
lófa annarrar stúlkunnar fundust
handskrifuð skilaboð: „Lífið er ekki
þess virði að lifa því.“
oskar@dv.is
Franskir verkamenn óánægðir með einkavæðingu ríkisins
Tóku skemmtiferðaskip í gíslingu
Æsileg atburðarás átti sér stað á
frönsku skemmtiferðaskipi í gær og
fyrradag. Meðlimir stéttarfélags
verkamanna á Korsíku tóku risastórt
skemmtiferðaskip í sínar hendur og
sigldu því frá Marseille til Korsíku.
Þannig vildu þeir mótmæla þeirri
ákvörðun að einkavæða ferjufyrir-
tækið SNCM sem á skipið.
Um þijátíu verkamenn réðust á
skipið á þriðjudag og yfirbuguðu
áhöfnina, sem taldi um fjörutíu
manns. Skipinu var lagt við höfríina í
Marseille en þeir leystu landfestar og
sigldu af stað til Korsíku. Skipið kom
til Korsíku í gær en þar beið sérsveit
ffanska hersins með íjölda þyrlna.
Þær flugu af stað og slepptu um 50
sérsveitarmönnum á skipið. Á meðan
stóðu verkamennimir, klöppuðu og
blístruðu og gerðu grín að sérsveitar-
mönnunum. Þeir voru allir hand-
teknir. Skipinu var snúið við og því
Þyrlurnar mættar Um fímm-
tlu grímuklæddir sérsveitar-
menn létu sig siga á skipið til
að ná tökum á ástandinu.
siglt aftur að strönd Frakklands.
Talið er að stéttarfélag verka-
manna á Korsfku sé í samstarfi með
Frelsishreyfingu Korsíku.
Vígalegir Sérsveitar-
mennirnir handtóku
verkamennino, sem
hlógu á meðan.